Tarantino þurfti að svara erfiðum spurningum um Roman Polanski og Sharon Tate í Cannes Birgir Olgeirsson skrifar 22. maí 2019 15:56 Quentin Tarantino hefur fengið erfiðar spurningar frá blaðamönnum á Cannes vegna nýjustu myndar sinnar. Vísir/Getty Nýjasta Quentin Tarantino-myndin, Once Upon a Time in Hollywood, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær og hlaut standandi lófatak sem stóð yfir í sex mínútur að sýningu lokinni.Í þessari grein verður farið lauslega yfir söguþráð myndarinnar, sem er að hluta til byggður á sannsögulegum atburðum, og ættu þeir sem vilja nákvæmlega ekkert vita um þessa mynd áður en þeir sjá hana að hætta lestri hér.Brad Pitt, Quentin Tarantino, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio stilla sér upp fyrir ljósmyndara á kvikmyndahátíðinni í Cannes.Vísir/GettyMyndin gerist á gullöld Hollywod á sjöundaáratug síðustu aldar og segir frá úr sér gengnum sjónvarpsleikara, leikinn af Leonardo DiCaprio, sem má muna fífil sinn fegurri og þráir að vera tekinn alvarlega. Hann og áhættuleikarinn hans, leikinn af Brad Pitt, flækjast á einhvern hátt í félagsskap Charles Manson og fylgismanna hans sem báru ábyrgð á dauða Sharon Tate, leikin af Margot Robbie í myndinni, sem var leikkona og eiginkona leikstjórans Romans Polanski. Áttu þau von á barni saman þegar Tate var myrt. Í myndinni flytja Polanski og Tate í næsta hús við leikarann Rick Dalton, sem DiCaprio leikur, og hann tilkynnir áhættuleikaranum í kjölfarið að hann sé aðeins einu sundlaugarpartíi frá því að fá næsta stóra tækifæri. Árið 1969 var Polanski einn af heitustu leikstjórum Hollywood eftir að hrollvekja hans, Rosemary´s Baby, hafði slegið í gegn.Roman Polanski og Sharon Tate árið 1968.Vísir/GettyHefur Tarantino fengið nokkuð ágengar spurningar um efni myndarinnar og hvernig hann meðhöndlar það en Tarantino var meðal annars spurður af blaðamanni The New York Times hvers vegna Margot Robbie fékk ekki fleiri línur í myndinni. „Ég hafna tilgátu þinni,“ svaraði Tarantino einfaldlega. Robbie tók boltann á lofti og sagði að atriðin þar sem Sharon Tate sést í myndinni hafi gefið færi á að heiðra minningu hennar. „Mér líður eins og ég hafi fengið mikinn tíma til að kanna karakter hennar án samræða, sem er áhugavert. Ég fæ sjaldan tækifæri til að verja svo miklum tíma ein með karakter.“Forsíða Sunday Times eftir að Sharon Tate hafði verið myrt ásamt fjórum öðrum.Vísir/GettyMyndin hefur fengið nokkuð góðar umsagnir frá gagnrýnendum en Tarantino sagði almenning enn áhugasaman um Charles Manson og fylgjendur hans. „Ég held að áhuginn sé til staðar því þetta er svo dularfullt. Ég hef lagst í mikla rannsóknarvinnu á þessari sögu. Hvernig hann náði að fá þessa pilta og stúlkur til liðs við sig. Því meira sem þú kemst að, því óskiljanlegra verður það.“Tarantino fékk nokkrar spurningar um Polanski og þá sérstaklega hvort hann hefði sett sig í samband við Polanski til að segja honum frá handritinu sem fjallaði að hluta til um morðið á barnshafandi eiginkonu hans árið 1969. „Nei, það gerði ég ekki,“ svaraði Tarantino.Charles Manson eftir að hann hafði verið dæmdur vegna morðanna á Sharon Tate og öðrum árið 1971.Vísir/GettyMörgum árum eftir morðið á Sharon Tate játaði Polanski að hafa haft samræði við stúlku undir lögaldri. Eftir að hafa afplánaða 42 daga af fangelsisrefsingu sinni var honum sleppt en ákvað að flýja Bandaríkin þegar hann sá fram á að þurfa mögulega að afplána lengri tíma á bak við lás og slá. Hann hefur búið í Evrópu frá þeim tíma. Tarantion sagði hafa hitt Polanski nokkrum sinnum þegar hann var spurður hvort Polanski hefði veitt honum innblástur í verkum sínum. Tarantino tók hins vegar fram að karakter DiCaprio í myndinni álíti Polanski ekki frábæran leikstjóra í myndinni, heldur þann heitasta á þeim tíma sem myndin gerist. „Það er nánast óhugsandi hversu mikinn pening Rosemary´s Baby þénaði á sínum tíma. Ég er aðdáandi verka Roman Polanski, sérstaklega Rosemary´s Baby. Mér finnst hún frábær.“ Umsögnum rignir inn um myndina og má sjá nokkrar þeirra hér. Myndin verður frumsýnd 9. ágúst hér á landi en nýjustu stiklu úr myndinni má sjá hér fyrir neðan: Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nýjasta Quentin Tarantino-myndin, Once Upon a Time in Hollywood, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær og hlaut standandi lófatak sem stóð yfir í sex mínútur að sýningu lokinni.Í þessari grein verður farið lauslega yfir söguþráð myndarinnar, sem er að hluta til byggður á sannsögulegum atburðum, og ættu þeir sem vilja nákvæmlega ekkert vita um þessa mynd áður en þeir sjá hana að hætta lestri hér.Brad Pitt, Quentin Tarantino, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio stilla sér upp fyrir ljósmyndara á kvikmyndahátíðinni í Cannes.Vísir/GettyMyndin gerist á gullöld Hollywod á sjöundaáratug síðustu aldar og segir frá úr sér gengnum sjónvarpsleikara, leikinn af Leonardo DiCaprio, sem má muna fífil sinn fegurri og þráir að vera tekinn alvarlega. Hann og áhættuleikarinn hans, leikinn af Brad Pitt, flækjast á einhvern hátt í félagsskap Charles Manson og fylgismanna hans sem báru ábyrgð á dauða Sharon Tate, leikin af Margot Robbie í myndinni, sem var leikkona og eiginkona leikstjórans Romans Polanski. Áttu þau von á barni saman þegar Tate var myrt. Í myndinni flytja Polanski og Tate í næsta hús við leikarann Rick Dalton, sem DiCaprio leikur, og hann tilkynnir áhættuleikaranum í kjölfarið að hann sé aðeins einu sundlaugarpartíi frá því að fá næsta stóra tækifæri. Árið 1969 var Polanski einn af heitustu leikstjórum Hollywood eftir að hrollvekja hans, Rosemary´s Baby, hafði slegið í gegn.Roman Polanski og Sharon Tate árið 1968.Vísir/GettyHefur Tarantino fengið nokkuð ágengar spurningar um efni myndarinnar og hvernig hann meðhöndlar það en Tarantino var meðal annars spurður af blaðamanni The New York Times hvers vegna Margot Robbie fékk ekki fleiri línur í myndinni. „Ég hafna tilgátu þinni,“ svaraði Tarantino einfaldlega. Robbie tók boltann á lofti og sagði að atriðin þar sem Sharon Tate sést í myndinni hafi gefið færi á að heiðra minningu hennar. „Mér líður eins og ég hafi fengið mikinn tíma til að kanna karakter hennar án samræða, sem er áhugavert. Ég fæ sjaldan tækifæri til að verja svo miklum tíma ein með karakter.“Forsíða Sunday Times eftir að Sharon Tate hafði verið myrt ásamt fjórum öðrum.Vísir/GettyMyndin hefur fengið nokkuð góðar umsagnir frá gagnrýnendum en Tarantino sagði almenning enn áhugasaman um Charles Manson og fylgjendur hans. „Ég held að áhuginn sé til staðar því þetta er svo dularfullt. Ég hef lagst í mikla rannsóknarvinnu á þessari sögu. Hvernig hann náði að fá þessa pilta og stúlkur til liðs við sig. Því meira sem þú kemst að, því óskiljanlegra verður það.“Tarantino fékk nokkrar spurningar um Polanski og þá sérstaklega hvort hann hefði sett sig í samband við Polanski til að segja honum frá handritinu sem fjallaði að hluta til um morðið á barnshafandi eiginkonu hans árið 1969. „Nei, það gerði ég ekki,“ svaraði Tarantino.Charles Manson eftir að hann hafði verið dæmdur vegna morðanna á Sharon Tate og öðrum árið 1971.Vísir/GettyMörgum árum eftir morðið á Sharon Tate játaði Polanski að hafa haft samræði við stúlku undir lögaldri. Eftir að hafa afplánaða 42 daga af fangelsisrefsingu sinni var honum sleppt en ákvað að flýja Bandaríkin þegar hann sá fram á að þurfa mögulega að afplána lengri tíma á bak við lás og slá. Hann hefur búið í Evrópu frá þeim tíma. Tarantion sagði hafa hitt Polanski nokkrum sinnum þegar hann var spurður hvort Polanski hefði veitt honum innblástur í verkum sínum. Tarantino tók hins vegar fram að karakter DiCaprio í myndinni álíti Polanski ekki frábæran leikstjóra í myndinni, heldur þann heitasta á þeim tíma sem myndin gerist. „Það er nánast óhugsandi hversu mikinn pening Rosemary´s Baby þénaði á sínum tíma. Ég er aðdáandi verka Roman Polanski, sérstaklega Rosemary´s Baby. Mér finnst hún frábær.“ Umsögnum rignir inn um myndina og má sjá nokkrar þeirra hér. Myndin verður frumsýnd 9. ágúst hér á landi en nýjustu stiklu úr myndinni má sjá hér fyrir neðan:
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira