Fegraði Madonna Eurovision-flutning sinn eftir á? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2019 18:18 Madonna hefur átt betri daga á sviði en síðastliðinn laugardag. Michael Campanella/Getty Svo virðist sem bandaríska söngkonan Madonna hafi ákveðið að „fínpússa“ frammistöðu sína á úrslitakvöldi Eurovision þar sem hún lék listir sínar á meðan Evrópa kaus Holland til sigurs í keppninni. Söngkonan hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir frammistöðu sína á úrslitakvöldinu en óhætt er að segja að hún hafi ekki verið upp á sitt besta þegar kom að því að halda lagi. Mörgum þótti söngur Madonnu vera nokkuð langt frá þeim gæðastuðli sem margir vita að í söngkonunni býr.Madonna er ekki að gera sér neina greiða með þessum söng. #ESC2019#Eurovision#12stig — Svala Jonsdottir (@svalaj) May 18, 2019 Madonna jafn slæm og hárið á Theresu May. #12stig — Rikki G (@RikkiGje) May 18, 2019 Madonna er pípandi fölsk . Hvar er autotjúnið? #12stig — Halldor Bragason (@bluesice) May 18, 2019 Eitthvað virðist poppdívan sjálf hafa verið óánægð með flutning sinn en myndbandi af atriði hennar á stóra sviðinu hefur nú verið hlaðið upp á opinbera YouTube-rás hennar. Söngurinn í því myndbandi er þó töluvert frábrugðinn því sem söngkonan bauð upp á í beinni Eurovision-útsendingu á laugardaginn. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Það fyrra er myndband af YouTube-rás Madonnu, en það seinna af beinu útsendingunni frá atriðinu. Ljóst er að átt hefur verið við hljóðið í seinna myndbandinu með einhverjum hætti og söngur Madonnu fegraður. Sjón, eða hlustun í þessu tilviki, er sögu ríkari.Af YouTube-rás Madonnu:Úr beinni útsendingu frá Eurovision: Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Viðtal við Madonnu tekið upp fyrir fram Söngkonan Madonna kemur fram á Eurovision í Tel Aviv í kvöld. Tilkynnt hefur verið að hún muni flytja tvö lög en ekki lá ljóst fyrir fyrr en á fimmtudaginn að Madonna kom fram vegna ágreinings hennar við skipuleggjendur. 18. maí 2019 14:30 Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45 Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Svo virðist sem bandaríska söngkonan Madonna hafi ákveðið að „fínpússa“ frammistöðu sína á úrslitakvöldi Eurovision þar sem hún lék listir sínar á meðan Evrópa kaus Holland til sigurs í keppninni. Söngkonan hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir frammistöðu sína á úrslitakvöldinu en óhætt er að segja að hún hafi ekki verið upp á sitt besta þegar kom að því að halda lagi. Mörgum þótti söngur Madonnu vera nokkuð langt frá þeim gæðastuðli sem margir vita að í söngkonunni býr.Madonna er ekki að gera sér neina greiða með þessum söng. #ESC2019#Eurovision#12stig — Svala Jonsdottir (@svalaj) May 18, 2019 Madonna jafn slæm og hárið á Theresu May. #12stig — Rikki G (@RikkiGje) May 18, 2019 Madonna er pípandi fölsk . Hvar er autotjúnið? #12stig — Halldor Bragason (@bluesice) May 18, 2019 Eitthvað virðist poppdívan sjálf hafa verið óánægð með flutning sinn en myndbandi af atriði hennar á stóra sviðinu hefur nú verið hlaðið upp á opinbera YouTube-rás hennar. Söngurinn í því myndbandi er þó töluvert frábrugðinn því sem söngkonan bauð upp á í beinni Eurovision-útsendingu á laugardaginn. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Það fyrra er myndband af YouTube-rás Madonnu, en það seinna af beinu útsendingunni frá atriðinu. Ljóst er að átt hefur verið við hljóðið í seinna myndbandinu með einhverjum hætti og söngur Madonnu fegraður. Sjón, eða hlustun í þessu tilviki, er sögu ríkari.Af YouTube-rás Madonnu:Úr beinni útsendingu frá Eurovision:
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Viðtal við Madonnu tekið upp fyrir fram Söngkonan Madonna kemur fram á Eurovision í Tel Aviv í kvöld. Tilkynnt hefur verið að hún muni flytja tvö lög en ekki lá ljóst fyrir fyrr en á fimmtudaginn að Madonna kom fram vegna ágreinings hennar við skipuleggjendur. 18. maí 2019 14:30 Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45 Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Viðtal við Madonnu tekið upp fyrir fram Söngkonan Madonna kemur fram á Eurovision í Tel Aviv í kvöld. Tilkynnt hefur verið að hún muni flytja tvö lög en ekki lá ljóst fyrir fyrr en á fimmtudaginn að Madonna kom fram vegna ágreinings hennar við skipuleggjendur. 18. maí 2019 14:30
Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45
Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16