Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2019 14:00 Hatarar á sviðinu á laugardaginn. vísir/getty Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. Einar vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni nú skömmu eftir hádegi og deildi færslu frá manni að nafni Daher Dahli sem samkvæmt Facebook er ísraelskur og búsettur í Tel Aviv. Matthías Tryggvi staðfesti í samtali við Vísi að þremenningarnir hafi setið aftast fyrir miðju á leiðinni til London en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Í færslu Dahli birtir hann skjáskot af Facebook sem virðist vera tekið úr grúppu starfsmanna EL AL á flugvellinum í Tel Aviv. Við færsluna segir Dahli: „Starfsfólk EL AL á flugvellinum montar sig af því að hafa úthlutað íslensku hljómsveitinni Hatara verstu sætunum í vélinni (aftast fyrir miðju og þeir sitja ekki saman). Starfsfólkið segir að þetta sé það sem þeir fái fyrir það að mótmæla hernámi og mannréttindabrotum Ísraela.“ Eins og áður segir deildi Einar færslu Dahli á sinni Facebook-síðu. Hann þakkar þar ísraelska flugfélaginu fyrir „sérmeðferðina“ og merkir það svo með myllumerkinu að svölu krakkarnir sitji aftast. Eurovision Tengdar fréttir Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Morðhótanir og svívirðingar í tugatali við færslur Hatara-meðlima á samfélagsmiðlum. 20. maí 2019 11:30 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Sjá meira
Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. Einar vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni nú skömmu eftir hádegi og deildi færslu frá manni að nafni Daher Dahli sem samkvæmt Facebook er ísraelskur og búsettur í Tel Aviv. Matthías Tryggvi staðfesti í samtali við Vísi að þremenningarnir hafi setið aftast fyrir miðju á leiðinni til London en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Í færslu Dahli birtir hann skjáskot af Facebook sem virðist vera tekið úr grúppu starfsmanna EL AL á flugvellinum í Tel Aviv. Við færsluna segir Dahli: „Starfsfólk EL AL á flugvellinum montar sig af því að hafa úthlutað íslensku hljómsveitinni Hatara verstu sætunum í vélinni (aftast fyrir miðju og þeir sitja ekki saman). Starfsfólkið segir að þetta sé það sem þeir fái fyrir það að mótmæla hernámi og mannréttindabrotum Ísraela.“ Eins og áður segir deildi Einar færslu Dahli á sinni Facebook-síðu. Hann þakkar þar ísraelska flugfélaginu fyrir „sérmeðferðina“ og merkir það svo með myllumerkinu að svölu krakkarnir sitji aftast.
Eurovision Tengdar fréttir Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Morðhótanir og svívirðingar í tugatali við færslur Hatara-meðlima á samfélagsmiðlum. 20. maí 2019 11:30 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Sjá meira
Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45
Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36
Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Morðhótanir og svívirðingar í tugatali við færslur Hatara-meðlima á samfélagsmiðlum. 20. maí 2019 11:30