Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 07:45 John Oliver varði rúmlega einni og hálfri mínútu af þætti sínum í gærkvöld til að ræða Hatara. Skjáskot Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. Háðfuglinn John Oliver, sem stýrir hinum vinsæla Last Week Tonight, gerði sér þannig mat úr framgöngu Hatara í þætti sínum í gærkvöldi. Eftir upptalningu á mörgum af áhugaverðari atriðum keppninnar, til að mynda lýsti Oliver ástralska keppandanum sem „Elsu úr Frozen á priki,“ sagði þáttastjórnandinn að ekkert atriði hefði þó verið jafn sláandi og hið íslenska - „sem tók allt aðra stefnu.“ Því næst spilaði hann brot úr laginu, við mikla kátínu áhorfenda. „Indælt! Loksins erum við komin með svarið við spurningunni: „Hvað myndi gerast ef þú myndir dreifa englaryki yfir sýningu hjá Chris Angel,“ sagði Oliver og vísaði þar til bandarísks töframanns.Þá greindi Oliver frá því að Hatari hefði farið á svig við reglur keppninnar, sem banna pólitískan áróður, og setti það í samhengi við fyrirætlanir Hatara um að knésetja kapítalismann. „Ef þú spyrð þig hvers vegna þau telja sig hæf til að ræða alþjóðastjórnmál, þá er það raunar í ættinni,“ sagði Oliver og vísaði þar til þess að Einar Hrafn Stefánsson, trommari sveitarinnar, er sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Eftir að hafa spilað brot úr „viðtali“ Good Morning Britain við Einar, sem tekið var á ströndinni í Tel Aviv á dögunum, sagði Oliver og lauk þannig innslagi sínu um Hatara: „Vá, þið gætuð verið að hugsa með ykkur að þetta sé vandræðalegasta barn stjórnmálamanns sem þið hafið nokkurn tímann séð. Leyfið mér þá að minna ykkur á tilvist Meghan McCain.“ Athygli vekur að John Oliver minntist ekki einu orði á palestínska fánann sem Hatari dró fram á úrslitakvöldinu, sem ætla má að hafi vakið hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla um helgina. Hér að ofan má sjá brotið með Hatara úr þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum. Eurovision Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. Háðfuglinn John Oliver, sem stýrir hinum vinsæla Last Week Tonight, gerði sér þannig mat úr framgöngu Hatara í þætti sínum í gærkvöldi. Eftir upptalningu á mörgum af áhugaverðari atriðum keppninnar, til að mynda lýsti Oliver ástralska keppandanum sem „Elsu úr Frozen á priki,“ sagði þáttastjórnandinn að ekkert atriði hefði þó verið jafn sláandi og hið íslenska - „sem tók allt aðra stefnu.“ Því næst spilaði hann brot úr laginu, við mikla kátínu áhorfenda. „Indælt! Loksins erum við komin með svarið við spurningunni: „Hvað myndi gerast ef þú myndir dreifa englaryki yfir sýningu hjá Chris Angel,“ sagði Oliver og vísaði þar til bandarísks töframanns.Þá greindi Oliver frá því að Hatari hefði farið á svig við reglur keppninnar, sem banna pólitískan áróður, og setti það í samhengi við fyrirætlanir Hatara um að knésetja kapítalismann. „Ef þú spyrð þig hvers vegna þau telja sig hæf til að ræða alþjóðastjórnmál, þá er það raunar í ættinni,“ sagði Oliver og vísaði þar til þess að Einar Hrafn Stefánsson, trommari sveitarinnar, er sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Eftir að hafa spilað brot úr „viðtali“ Good Morning Britain við Einar, sem tekið var á ströndinni í Tel Aviv á dögunum, sagði Oliver og lauk þannig innslagi sínu um Hatara: „Vá, þið gætuð verið að hugsa með ykkur að þetta sé vandræðalegasta barn stjórnmálamanns sem þið hafið nokkurn tímann séð. Leyfið mér þá að minna ykkur á tilvist Meghan McCain.“ Athygli vekur að John Oliver minntist ekki einu orði á palestínska fánann sem Hatari dró fram á úrslitakvöldinu, sem ætla má að hafi vakið hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla um helgina. Hér að ofan má sjá brotið með Hatara úr þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum.
Eurovision Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37
Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00