Friðargæsla er í senn nauðsyn og von Heimsljós kynnir 31. maí 2019 10:30 Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan. SÞ Vernd óbreyttra borgara er orðið eitt helsta verkefni friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu SÞ (UNRIC) segir að nú starfi rúmlega 90% friðargæsluliða við verkefni sem fyrst og fremst er ætlað að vernda almenning. Í vikunni var alþjóðlegur dagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna með yfirskriftinni: Að vernda óbreytta borgara, að gæta friðar. „Í augum milljóna manna í stríðshrjáðum löndum um allan heim er friðargæsla í senn nauðsyn og von,“ segir António Guterrers, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. Friðargæsluliðar í Darfur, Mið-Afríkulýðveldinu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Haítí, Líbanon, Malí og Suður-Súdan starfa samkvæmt umboði sem miðar að því að vernda almenning. Friðargæsluliðarnir hætta lífi sínu við að vernda óbreytta borgara fyrir ofbeldi á hverjum degi. Fyrsta friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar 29. maí 1948. Frá þeim hefur ein milljón karla og kvenna starfað í 72 friðargæslusveitum og haft bein áhrif á líf milljóna manna, vernda þá sem höllustum standa fæti og bjargað óteljandi mannslífum. Fjórtán friðargæslusveitir starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna í dag. Þær skipa 88 þúsund her- og lögreglumenn frá 124 aðildarríkjum, 13 þúsund óbreyttir borgarar og 1300 sjálfboðaliðar SÞ. „Á þessum degi heiðrum við alla þá sem hafa lagt af mörkum ómetanlegan skerf í þágu samtakanna og heiðrum þá þrjú þúsund og átta hundruð friðargæsluliða sem hafa týnt lífi undir fána Sameinuðu þjóðanna frá 1948, þar af 98 á síðasta ári,“ segir Guterres. Á síðasta ári ýtti aðalframkvæmdastjórinn úr vör frumkvæði sem nefnist Átak í þágu friðargæslu (Action for Peacekeeping, A4P) sem miðar að því að endurskipuleggja friðargæslu með það fyrir augum að hún hafi raunsæ markmið; efla friðargæslusveitir og auka öryggi þeirra og auka stuðning við pólitískar lausnir, auk þessa að bæta búnað og þjálfun friðargæsluliða.Íslensk friðargæslaÍslenska friðargæslan er rekin af utanríkisráðuneytinu. Á liðnu ári tóku fjórtán einstaklingar þátt í langtímaverkefnum á hennar vegum á sviði öryggis- og varnarmála, sjö konur og sjö karlar. Sérfræðingarnir störfuðu víða á vettvangi, meðal annars í Afganistan, á tengiliðaskrifstofu í Georgíuog í samstöðuaðgerðum í Eistlandi og Litháen. Sérfræðingar sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnartóku þátt í þjálfunarverkefni fyrir sprengjueyðingarsérfræðinga í Írakí samstarfi við Kanadasíðastliðið sumar og Ísland stefnir að áframhaldandi stuðningi við slík verkefni, ávallt á borgaralegum forsendum. Þá tóku á liðnu ári fjórtán manns þátt í kosningaeftirliti í Rússlandi, Aserbaídsjan, Svartfjallalandi, Tyrklandi, Georgíu, Makedóníuog Armeníu, á vegum Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar ÖSE, ODIHRÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent
Vernd óbreyttra borgara er orðið eitt helsta verkefni friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu SÞ (UNRIC) segir að nú starfi rúmlega 90% friðargæsluliða við verkefni sem fyrst og fremst er ætlað að vernda almenning. Í vikunni var alþjóðlegur dagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna með yfirskriftinni: Að vernda óbreytta borgara, að gæta friðar. „Í augum milljóna manna í stríðshrjáðum löndum um allan heim er friðargæsla í senn nauðsyn og von,“ segir António Guterrers, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. Friðargæsluliðar í Darfur, Mið-Afríkulýðveldinu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Haítí, Líbanon, Malí og Suður-Súdan starfa samkvæmt umboði sem miðar að því að vernda almenning. Friðargæsluliðarnir hætta lífi sínu við að vernda óbreytta borgara fyrir ofbeldi á hverjum degi. Fyrsta friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar 29. maí 1948. Frá þeim hefur ein milljón karla og kvenna starfað í 72 friðargæslusveitum og haft bein áhrif á líf milljóna manna, vernda þá sem höllustum standa fæti og bjargað óteljandi mannslífum. Fjórtán friðargæslusveitir starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna í dag. Þær skipa 88 þúsund her- og lögreglumenn frá 124 aðildarríkjum, 13 þúsund óbreyttir borgarar og 1300 sjálfboðaliðar SÞ. „Á þessum degi heiðrum við alla þá sem hafa lagt af mörkum ómetanlegan skerf í þágu samtakanna og heiðrum þá þrjú þúsund og átta hundruð friðargæsluliða sem hafa týnt lífi undir fána Sameinuðu þjóðanna frá 1948, þar af 98 á síðasta ári,“ segir Guterres. Á síðasta ári ýtti aðalframkvæmdastjórinn úr vör frumkvæði sem nefnist Átak í þágu friðargæslu (Action for Peacekeeping, A4P) sem miðar að því að endurskipuleggja friðargæslu með það fyrir augum að hún hafi raunsæ markmið; efla friðargæslusveitir og auka öryggi þeirra og auka stuðning við pólitískar lausnir, auk þessa að bæta búnað og þjálfun friðargæsluliða.Íslensk friðargæslaÍslenska friðargæslan er rekin af utanríkisráðuneytinu. Á liðnu ári tóku fjórtán einstaklingar þátt í langtímaverkefnum á hennar vegum á sviði öryggis- og varnarmála, sjö konur og sjö karlar. Sérfræðingarnir störfuðu víða á vettvangi, meðal annars í Afganistan, á tengiliðaskrifstofu í Georgíuog í samstöðuaðgerðum í Eistlandi og Litháen. Sérfræðingar sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnartóku þátt í þjálfunarverkefni fyrir sprengjueyðingarsérfræðinga í Írakí samstarfi við Kanadasíðastliðið sumar og Ísland stefnir að áframhaldandi stuðningi við slík verkefni, ávallt á borgaralegum forsendum. Þá tóku á liðnu ári fjórtán manns þátt í kosningaeftirliti í Rússlandi, Aserbaídsjan, Svartfjallalandi, Tyrklandi, Georgíu, Makedóníuog Armeníu, á vegum Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar ÖSE, ODIHRÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent