8 laxar á fyrstu vakt í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2019 08:26 Reynir með 93 sm lax af Breiðunni í Blöndu í gær. Mynd: Höskuldur Birgir Erlingsson Laxveiðiárnar eru að opna hver af annari og við reynum að fylgjast vel með fyrstu tölum úr ánum enda spennan mikil eins og alltaf þegar laxveiðitímabilið hefst. Blanda opnaði fyrir veiðar klukkan sjö stundvíslega í gærmorgun. Aðstæður voru hinar bestu, ekki mikið í ánni og lítill litur en veðrið var vetrarlegt og sýndi mælirinn þrjár gráður. Brynjar Hreggviðsson landaði fyrsta lax sumarsins úr Dammi suður og var það 78 cm hrygna sem var gefið líf. Reynir „laxahvíslari“ Sigmunds veiddi stærsta laxinn sem var 93 cm hrygna úr Breiðu suður. Það er frekar lítið vatn í Blöndu á Blöndumælikvarða en áin er fyrir veiðimenn í frábærum skilyrðum þar sem hún er lítið lituð. Þetta gerir það að verkum að laxinn, sökum minna vatns, á auðveldara með að fara upp laxastigann og Ennisflúðir uppá efri svæðin. Það gæti þýtt að svæði 2-3-4 gætu dottið mjög sterk inn frá fyrsta degi en það eru ennþá þrjár vikur í að það opni fyrir veiði þar efra. Við eigum eftir að fá heildartölu gærdagsins og svo styttist í að vikulegar uppfærslur komi inn á www.angling.is. Mest lesið Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Bleikjan varla farinn að sýna sig á Þingvöllum Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði
Laxveiðiárnar eru að opna hver af annari og við reynum að fylgjast vel með fyrstu tölum úr ánum enda spennan mikil eins og alltaf þegar laxveiðitímabilið hefst. Blanda opnaði fyrir veiðar klukkan sjö stundvíslega í gærmorgun. Aðstæður voru hinar bestu, ekki mikið í ánni og lítill litur en veðrið var vetrarlegt og sýndi mælirinn þrjár gráður. Brynjar Hreggviðsson landaði fyrsta lax sumarsins úr Dammi suður og var það 78 cm hrygna sem var gefið líf. Reynir „laxahvíslari“ Sigmunds veiddi stærsta laxinn sem var 93 cm hrygna úr Breiðu suður. Það er frekar lítið vatn í Blöndu á Blöndumælikvarða en áin er fyrir veiðimenn í frábærum skilyrðum þar sem hún er lítið lituð. Þetta gerir það að verkum að laxinn, sökum minna vatns, á auðveldara með að fara upp laxastigann og Ennisflúðir uppá efri svæðin. Það gæti þýtt að svæði 2-3-4 gætu dottið mjög sterk inn frá fyrsta degi en það eru ennþá þrjár vikur í að það opni fyrir veiði þar efra. Við eigum eftir að fá heildartölu gærdagsins og svo styttist í að vikulegar uppfærslur komi inn á www.angling.is.
Mest lesið Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Bleikjan varla farinn að sýna sig á Þingvöllum Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði