Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu samanlagt um 2,6 prósenta hlut, jafnvirði tæplega 1,1 milljarðs króna, í Símanum í liðnum mánuði. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa fjarskiptafélagsins.
Sjóðirnir tveir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – hafa þannig selt alls 3,1 prósents hlut í Símanum á umliðnum tveimur mánuðum og fara nú með 5,9 prósent í félaginu.
Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir í hópi stærstu hluthafa Símans, að bresku eignastýringunni Miton undanskilinni, hafa jafnframt minnkað við sig í fjarskiptafélaginu síðustu vikur og mánuði samhliða því sem Stoðir, eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, hafa keypt ríflega átta prósenta hlut í félaginu.
Sjóðir á vegum annars vegar bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Wellington Management og hins vegar breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners eru til að mynda ekki lengur á lista yfir stærstu hluthafa Símans þar sem þeir hafa verið síðustu ár.
Erlendu fjárfestingarsjóðirnir í hluthafahópi Símans hófu að minnka við hlut sinn í fjarskiptafélaginu í apríl en eins og Markaðurinn hefur greint frá seldu þeir samanlagt um 2,4 prósenta hlut, sem jafngildir um 980 milljónum króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í félaginu á fyrstu tveimur vikum aprílmánaðar.
Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og TM, hófu að fjárfesta í Símanum í apríl og eru nú stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi félagsins með 8,1 prósents hlut.
Gengi bréfa Símans hefur hækkað um 18 prósent frá áramótum.
Eaton seldi fyrir 1,1 milljarð í Símanum
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent


Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent


Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Viðskipti erlent

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent