Gróðursetningarathöfn í minningu Gandhi Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 5. júní 2019 15:00 Sendiherra Indlands á Íslandi, T. Armstrong Changsan, mun gróðursetja tré í Hekluskógum í dag. Mynd/Anton Brink Indverska sendiráðið á Íslandi stendur í dag fyrir gróðursetningarathöfn í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Mahatma Gandhi. Athöfnin er haldin í samstarfi við umhverfisráðuneytið. Þennan sama dag er alþjóðlegur dagur umhverfisins. Sendiráðinu hérlendis fannst því kjörið að fara upp í Hekluskóga og gróðursetja tré í tilefni dagsins. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, hóf störf hér í ágúst í fyrra, eða fyrir níu mánuðum, og þetta er hans fyrsta sendiráðherrastaða. Fyrir það var hann aðalræðismaður Indlands í Osaka-Kobe í Japan. Changsan viðurkennir að hér sé kalt en það gæti verið verra. „Já, það getur verið mjög kalt úti en það er alltaf mjög hlýtt inni hér á landi,“ svarar Changsan hlæjandi og bætir við: „Já, það er rétt, það getur verið mjög kalt hérna en ekki þannig að það hafi mikil áhrif á lífsins gang.“ Hann segir að rútan sem fer í dag í Hekluskóga sé nánast full og það stefni í góða mætingu. Allt starfsfólk sendiráðsins mætir á viðburðinn. „Mahatma Gandhi fæddist 2. október. Við höfum reynt að standa fyrir ýmsum viðburðum frá því að 149 ár voru liðin frá fæðingu hans í fyrra. Við fengum þessa hugmynd, að grótursetja tré, því að Gandhi var mikill umhverfissinni og okkur fannst kjörið að gera þetta á alþjóðlegum degi umhverfisins.“Sendiherrann T. Armstrong Changsan og sendiherrafrúin Margaret Makimi Varte.Þess má geta að fæðingardagur Gandhi er alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi. „Gandhi er óopinberlega þekktur sem faðir indversku þjóðarinnar og minningu hans er haldið á lofti á um allt Indland. Margt sem hann talaði fyrir á vel við enn þann dag í dag. Þess vegna höfum við tekið margar af hans þekktustu setningum og varpað þeim á vegginn á sendiráðinu þegar farið er að dimma á kvöldin,“ segir Changsan. Indverska sendiráðið býður upp á frítt jóga alla virka daga á milli klukkan 7 og 8 á morgnana og 17.30 og 18.30 á kvöldin. „Það verður haldið upp á alþjóðlega jógadaginn þann 21. júní og boðið upp á jógatíma í stóra sal Ráðhúss Reykjavíkur og eru allir velkomnir þangað,“ segir Changsan og bætir við að það sé vel mætt í daglegu jógatímana á hverjum degi. „Við erum líka með matarhátíð á hverju ári og héldum hátíðlega grænmetisdaga í samstarfi við Vox á Hilton hóteli í enda janúar og byrjun febrúar. Gandhi var einmitt grænmetisæta. Við héldum hátíðina samhliða þjóðhátíðardeginum okkar.“ Gandhi talaði mikið fyrir því að fólk eyddi ekki um efni fram og væri hógvært í neyslu sinni. „Þannig okkur fannst passa mjög vel að gefa aftur til umhverfisins á þennan hátt, með því að planta trjám í minningu hans. Með því erum við að reyna að sporna gegn þeim slæmu áhrifum sem mengun hefur haft á jörðina og reynum að bæta fyrir það sem við mannfólkið höfum tekið,“ segir Changsan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
Indverska sendiráðið á Íslandi stendur í dag fyrir gróðursetningarathöfn í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Mahatma Gandhi. Athöfnin er haldin í samstarfi við umhverfisráðuneytið. Þennan sama dag er alþjóðlegur dagur umhverfisins. Sendiráðinu hérlendis fannst því kjörið að fara upp í Hekluskóga og gróðursetja tré í tilefni dagsins. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, hóf störf hér í ágúst í fyrra, eða fyrir níu mánuðum, og þetta er hans fyrsta sendiráðherrastaða. Fyrir það var hann aðalræðismaður Indlands í Osaka-Kobe í Japan. Changsan viðurkennir að hér sé kalt en það gæti verið verra. „Já, það getur verið mjög kalt úti en það er alltaf mjög hlýtt inni hér á landi,“ svarar Changsan hlæjandi og bætir við: „Já, það er rétt, það getur verið mjög kalt hérna en ekki þannig að það hafi mikil áhrif á lífsins gang.“ Hann segir að rútan sem fer í dag í Hekluskóga sé nánast full og það stefni í góða mætingu. Allt starfsfólk sendiráðsins mætir á viðburðinn. „Mahatma Gandhi fæddist 2. október. Við höfum reynt að standa fyrir ýmsum viðburðum frá því að 149 ár voru liðin frá fæðingu hans í fyrra. Við fengum þessa hugmynd, að grótursetja tré, því að Gandhi var mikill umhverfissinni og okkur fannst kjörið að gera þetta á alþjóðlegum degi umhverfisins.“Sendiherrann T. Armstrong Changsan og sendiherrafrúin Margaret Makimi Varte.Þess má geta að fæðingardagur Gandhi er alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi. „Gandhi er óopinberlega þekktur sem faðir indversku þjóðarinnar og minningu hans er haldið á lofti á um allt Indland. Margt sem hann talaði fyrir á vel við enn þann dag í dag. Þess vegna höfum við tekið margar af hans þekktustu setningum og varpað þeim á vegginn á sendiráðinu þegar farið er að dimma á kvöldin,“ segir Changsan. Indverska sendiráðið býður upp á frítt jóga alla virka daga á milli klukkan 7 og 8 á morgnana og 17.30 og 18.30 á kvöldin. „Það verður haldið upp á alþjóðlega jógadaginn þann 21. júní og boðið upp á jógatíma í stóra sal Ráðhúss Reykjavíkur og eru allir velkomnir þangað,“ segir Changsan og bætir við að það sé vel mætt í daglegu jógatímana á hverjum degi. „Við erum líka með matarhátíð á hverju ári og héldum hátíðlega grænmetisdaga í samstarfi við Vox á Hilton hóteli í enda janúar og byrjun febrúar. Gandhi var einmitt grænmetisæta. Við héldum hátíðina samhliða þjóðhátíðardeginum okkar.“ Gandhi talaði mikið fyrir því að fólk eyddi ekki um efni fram og væri hógvært í neyslu sinni. „Þannig okkur fannst passa mjög vel að gefa aftur til umhverfisins á þennan hátt, með því að planta trjám í minningu hans. Með því erum við að reyna að sporna gegn þeim slæmu áhrifum sem mengun hefur haft á jörðina og reynum að bæta fyrir það sem við mannfólkið höfum tekið,“ segir Changsan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira