Skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 10:54 Kristján Loftsson sést hér kampakátur á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fréttablaðið/AntonBrink Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna, sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir, á síðasta ári vegna þess að málin voru talin fyrnd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í desember á síðasta ári. Forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Eftir dóm Landsréttar sóttu félögin um leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem féllst á málskotsbeiðnina á þeim grundvelli að dómur um fyrningu krafna um skaðabætur utan samninga hefði almennt gildi. Málinu var skipt upp í héraðsdómi á sínum tíma þannig að fyrst yrði leyst úr því hvort ætluð krafa félaganna tveggja væri fyrnd. Í dómum Hæstaréttar í málum félaganna tveggja segir hins vegar að ekki sé hægt að taka afstöðu til fyrningar ætlaðrar skaðabótakröfu félaganna nema fyrst væri leyst úr því hvort hún hefði orðið til, á hvaða grunni það hafi gerst og hvenær. Segir í dómum Hæstaréttar að öðrum kosti fæli niðurstaða málsins í sér getsakir, eftir atvikum valkvæðar, um hvort kröfuréttindi, sem ekki hafi verið staðreynd hvort orðið hafi til, hafi fallið niður eftir fyrir fyrningu. Því væri ljóst að skilyrði hefði brostið með öllu til að skipta sakarefni í málinu, líkt og gert var fyrir héraðsdómi. Voru hinir áfrýjuðu dómar því ómerktir og málunum vísað aftur til héraðsdóms til löglegrar meðferðar. Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna, sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir, á síðasta ári vegna þess að málin voru talin fyrnd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í desember á síðasta ári. Forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Eftir dóm Landsréttar sóttu félögin um leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem féllst á málskotsbeiðnina á þeim grundvelli að dómur um fyrningu krafna um skaðabætur utan samninga hefði almennt gildi. Málinu var skipt upp í héraðsdómi á sínum tíma þannig að fyrst yrði leyst úr því hvort ætluð krafa félaganna tveggja væri fyrnd. Í dómum Hæstaréttar í málum félaganna tveggja segir hins vegar að ekki sé hægt að taka afstöðu til fyrningar ætlaðrar skaðabótakröfu félaganna nema fyrst væri leyst úr því hvort hún hefði orðið til, á hvaða grunni það hafi gerst og hvenær. Segir í dómum Hæstaréttar að öðrum kosti fæli niðurstaða málsins í sér getsakir, eftir atvikum valkvæðar, um hvort kröfuréttindi, sem ekki hafi verið staðreynd hvort orðið hafi til, hafi fallið niður eftir fyrir fyrningu. Því væri ljóst að skilyrði hefði brostið með öllu til að skipta sakarefni í málinu, líkt og gert var fyrir héraðsdómi. Voru hinir áfrýjuðu dómar því ómerktir og málunum vísað aftur til héraðsdóms til löglegrar meðferðar.
Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Sjá meira
Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14