Skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 10:54 Kristján Loftsson sést hér kampakátur á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fréttablaðið/AntonBrink Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna, sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir, á síðasta ári vegna þess að málin voru talin fyrnd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í desember á síðasta ári. Forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Eftir dóm Landsréttar sóttu félögin um leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem féllst á málskotsbeiðnina á þeim grundvelli að dómur um fyrningu krafna um skaðabætur utan samninga hefði almennt gildi. Málinu var skipt upp í héraðsdómi á sínum tíma þannig að fyrst yrði leyst úr því hvort ætluð krafa félaganna tveggja væri fyrnd. Í dómum Hæstaréttar í málum félaganna tveggja segir hins vegar að ekki sé hægt að taka afstöðu til fyrningar ætlaðrar skaðabótakröfu félaganna nema fyrst væri leyst úr því hvort hún hefði orðið til, á hvaða grunni það hafi gerst og hvenær. Segir í dómum Hæstaréttar að öðrum kosti fæli niðurstaða málsins í sér getsakir, eftir atvikum valkvæðar, um hvort kröfuréttindi, sem ekki hafi verið staðreynd hvort orðið hafi til, hafi fallið niður eftir fyrir fyrningu. Því væri ljóst að skilyrði hefði brostið með öllu til að skipta sakarefni í málinu, líkt og gert var fyrir héraðsdómi. Voru hinir áfrýjuðu dómar því ómerktir og málunum vísað aftur til héraðsdóms til löglegrar meðferðar. Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna, sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir, á síðasta ári vegna þess að málin voru talin fyrnd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í desember á síðasta ári. Forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Eftir dóm Landsréttar sóttu félögin um leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem féllst á málskotsbeiðnina á þeim grundvelli að dómur um fyrningu krafna um skaðabætur utan samninga hefði almennt gildi. Málinu var skipt upp í héraðsdómi á sínum tíma þannig að fyrst yrði leyst úr því hvort ætluð krafa félaganna tveggja væri fyrnd. Í dómum Hæstaréttar í málum félaganna tveggja segir hins vegar að ekki sé hægt að taka afstöðu til fyrningar ætlaðrar skaðabótakröfu félaganna nema fyrst væri leyst úr því hvort hún hefði orðið til, á hvaða grunni það hafi gerst og hvenær. Segir í dómum Hæstaréttar að öðrum kosti fæli niðurstaða málsins í sér getsakir, eftir atvikum valkvæðar, um hvort kröfuréttindi, sem ekki hafi verið staðreynd hvort orðið hafi til, hafi fallið niður eftir fyrir fyrningu. Því væri ljóst að skilyrði hefði brostið með öllu til að skipta sakarefni í málinu, líkt og gert var fyrir héraðsdómi. Voru hinir áfrýjuðu dómar því ómerktir og málunum vísað aftur til héraðsdóms til löglegrar meðferðar.
Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14