Love Guru gefur út nýtt lag, myndband og nýja plötu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júní 2019 13:30 Í myndbandinu fær Love Guru aftur aðstoð frá Þórði Erni Guðmundssyni (70 ára, Papa Guru) Tónlistarmaðurinn Love Guru gaf út nýtt lag á föstudaginn og ber lagið nafnið Lífið er ljúft en í laginu er kvennastuðgríndúettinn Bergmál. „Lagið átti fyrst að vera óður til markahróksins Tryggva Guðmundssonar og voru fyrstu drög lagsins samin þegar Tryggvi sló markametið í efstu deild á Íslandi, fyrir einhverjum 7 árum eða svo,“ segir Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Love Guru. „Ekkert varð úr því og var lagið hirt aftur upp úr skúffunni tveimur árum síðar þegar planið var að nota að sem sumarsmell útvarpsþáttarins Hansastél sem ég og Salka Sól stjórnuðu. Aftur varð lítið úr og lagðist þá smellurinn í dvala í önnur tvö ár þegar ákveðið var að gefa hinni kynþokkafullu fitubollu, Love Guru lagið.“ Nú fjórum upptökustjórum og átta remixurum síðar er Love Guru tilbúinn að hleypa laginu út í sólina. Bergmál stúlkurnar hafa áður sungið með Gura en þær tóku þátt í ætluðu dansæði Jackinu fyrir nokkrum árum en það æði hefur aðeins látið standa á sér.Love Guru á sviðinu um helgina.Í myndbandinu fær hann aftur aðstoð frá Þórði Erni Guðmundssyni (70 ára, Papa Guru) þar sem Þórður (eldri) dansar um götur Reykjavíkur og ylströndina á sólríkum sumardegi sem lýsir stemmunni í laginu nokkuð vel, Lífið er ljúft. Þann 9. júní mun Love Guru koma fram á Kótelettunni á Selfossi í áttunda skipti og ætlar hann að nota tækifærið og gefa út brakandi nýja plötu á Spotify þann dag, Dansaðu fíflið þitt, Dansaðu! Þar má finna nokkur lög sem áður hafa komið „Það má finna marga merkilega og góða gesti á plötunni, Biggi Veira úr GusGus aðstoðaði bolluna með taktinn í einu lagi, Helgi Sæmundur úr Úlfi Úlfi gerði sexý takt rétt eins og Addi ofur.“ Hér er hægt að fylgjast með Love Guru á Facebook en hér að neðan má sjá myndbandið við nýja lagið. Tónlist Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Love Guru gaf út nýtt lag á föstudaginn og ber lagið nafnið Lífið er ljúft en í laginu er kvennastuðgríndúettinn Bergmál. „Lagið átti fyrst að vera óður til markahróksins Tryggva Guðmundssonar og voru fyrstu drög lagsins samin þegar Tryggvi sló markametið í efstu deild á Íslandi, fyrir einhverjum 7 árum eða svo,“ segir Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Love Guru. „Ekkert varð úr því og var lagið hirt aftur upp úr skúffunni tveimur árum síðar þegar planið var að nota að sem sumarsmell útvarpsþáttarins Hansastél sem ég og Salka Sól stjórnuðu. Aftur varð lítið úr og lagðist þá smellurinn í dvala í önnur tvö ár þegar ákveðið var að gefa hinni kynþokkafullu fitubollu, Love Guru lagið.“ Nú fjórum upptökustjórum og átta remixurum síðar er Love Guru tilbúinn að hleypa laginu út í sólina. Bergmál stúlkurnar hafa áður sungið með Gura en þær tóku þátt í ætluðu dansæði Jackinu fyrir nokkrum árum en það æði hefur aðeins látið standa á sér.Love Guru á sviðinu um helgina.Í myndbandinu fær hann aftur aðstoð frá Þórði Erni Guðmundssyni (70 ára, Papa Guru) þar sem Þórður (eldri) dansar um götur Reykjavíkur og ylströndina á sólríkum sumardegi sem lýsir stemmunni í laginu nokkuð vel, Lífið er ljúft. Þann 9. júní mun Love Guru koma fram á Kótelettunni á Selfossi í áttunda skipti og ætlar hann að nota tækifærið og gefa út brakandi nýja plötu á Spotify þann dag, Dansaðu fíflið þitt, Dansaðu! Þar má finna nokkur lög sem áður hafa komið „Það má finna marga merkilega og góða gesti á plötunni, Biggi Veira úr GusGus aðstoðaði bolluna með taktinn í einu lagi, Helgi Sæmundur úr Úlfi Úlfi gerði sexý takt rétt eins og Addi ofur.“ Hér er hægt að fylgjast með Love Guru á Facebook en hér að neðan má sjá myndbandið við nýja lagið.
Tónlist Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira