Arnar: Alltof margir vellir á Íslandi loðnir og holóttir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2019 16:23 Arnar var sáttur með stigið en ekki spilamennsku Víkings. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu í Grindavík í dag. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Frammistaða Víkinga var Arnari ekki að skapi og heldur ekki grasvöllurinn í Grindavík. „Ég er aðallega í sjokki yfir því hvað þetta var leiðinlegur leikur. Þetta var skelfilegt. Ég er örugglega að varpa einhverjum sprengjum en þessir vellir hérna á Íslandi eru stundum hræðilegir. Alltof loðnir og holóttir,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Þessi grasmenning, maður er svo þreyttur á henni. Ef við ætlum að hafa gras höfum það almennilegt. En ég er ekkert að kenna Grindvíkingum um. Ég segi þetta vegna þess að ég elska fótbolta; að leikurinn verður hægur og leiðinlegur og það endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta.“ Arnar viðurkennir þó að sínir menn hefðu getað spilað betur í leiknum, þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það fékk Grindavík betri færi. Og eftir að við urðum manni færri bað maður til guðs að dómarinn myndi flauta af því það lá ansi vel á okkur. Þetta var langlélegasti leikur okkar í sumar og við náðum aldrei neinu flæði. Heilt yfir var þetta dapur leikur,“ sagði Arnar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fimm mínútur voru eftir fyrir að toga Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson niður. Arnar sagði dóminn hafa verið réttan. „Hann hefði átt að fá fangelsisdóm fyrir þetta,“ sagði Arnar og hló. „Hann var mjög „professional“ og kippti honum niður. Hann gerði það sem hann átti að gera en samherjar hans áttu aldrei að koma honum í þessa stöðu.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé á Pepsi Max-deildinni. Næsti leikur Víkings, gegn HK, verður sá fyrsti á nýgervigraslögðum Víkingsvelli. „Við notum tímann til að hvíla og æfa vel og fáum vonandi meiddu mennina til baka. Við verðum ferskir í vígsluleiknum á heimavelli á rennisléttu gervigrasi,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu í Grindavík í dag. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Frammistaða Víkinga var Arnari ekki að skapi og heldur ekki grasvöllurinn í Grindavík. „Ég er aðallega í sjokki yfir því hvað þetta var leiðinlegur leikur. Þetta var skelfilegt. Ég er örugglega að varpa einhverjum sprengjum en þessir vellir hérna á Íslandi eru stundum hræðilegir. Alltof loðnir og holóttir,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Þessi grasmenning, maður er svo þreyttur á henni. Ef við ætlum að hafa gras höfum það almennilegt. En ég er ekkert að kenna Grindvíkingum um. Ég segi þetta vegna þess að ég elska fótbolta; að leikurinn verður hægur og leiðinlegur og það endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta.“ Arnar viðurkennir þó að sínir menn hefðu getað spilað betur í leiknum, þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það fékk Grindavík betri færi. Og eftir að við urðum manni færri bað maður til guðs að dómarinn myndi flauta af því það lá ansi vel á okkur. Þetta var langlélegasti leikur okkar í sumar og við náðum aldrei neinu flæði. Heilt yfir var þetta dapur leikur,“ sagði Arnar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fimm mínútur voru eftir fyrir að toga Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson niður. Arnar sagði dóminn hafa verið réttan. „Hann hefði átt að fá fangelsisdóm fyrir þetta,“ sagði Arnar og hló. „Hann var mjög „professional“ og kippti honum niður. Hann gerði það sem hann átti að gera en samherjar hans áttu aldrei að koma honum í þessa stöðu.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé á Pepsi Max-deildinni. Næsti leikur Víkings, gegn HK, verður sá fyrsti á nýgervigraslögðum Víkingsvelli. „Við notum tímann til að hvíla og æfa vel og fáum vonandi meiddu mennina til baka. Við verðum ferskir í vígsluleiknum á heimavelli á rennisléttu gervigrasi,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira