Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 17:40 Jón Daníelsson prófessor við LSE í London, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og Arnór Sighvatsson ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi, aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri. Mynd/Samsett Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög vel hæfa. Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. Umsækjendurnir fjórir eru Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Jón Daníelsson, prófessor við LSE í London, og Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri. Þeir hafa auk þess allir doktorspróf í hagfræði. Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra en í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra hafi dregið umsókn sína til baka. Benedikt kvaðst ósáttur við að hæfisnefndin hygðist ekki taka tillit til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við mat sitt. Þá herma heimildir Kjarnans að tveir aðrir umsækjendur hafi einnig dregið umsókn sína til baka en þess er ekki getið hverjir þeir eru. Samkvæmt heimildum Kjarnans var tólf umsækjendum skipt niður í hæfisflokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækjendur hafi nú frest til þess að gera athugasemdir við hæfismat nefndarinnar, til 19. júní, sem hæfisnefndin tekur síðan tillit til. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði hæfisnefndina en hún mun skipa seðlabankastjóra. Nýr seðlabankastjóri tekur við af Má Guðmundssyni sem hefur gegnt stöðunni í áratug. Hæfisnefndina skipa formaður Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri og Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs. Þórunn kvaðst bundin þagnarskyldu og gat ekki tjáð sig um málið þegar Vísir náði tali af henni í dag.Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra voru eftirfarandi í upphaflegri tilkynningu frá stjórnarráðinu: Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Gylfi Magnússon, dósent Hannes Jóhannsson, hagfræðingur Jón Daníelsson, prófessor Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins Katrín Ólafsdóttir, lektor Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands Vilhjálmur Bjarnason, lektor Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra Seðlabankinn Tengdar fréttir Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög vel hæfa. Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. Umsækjendurnir fjórir eru Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Jón Daníelsson, prófessor við LSE í London, og Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri. Þeir hafa auk þess allir doktorspróf í hagfræði. Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra en í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra hafi dregið umsókn sína til baka. Benedikt kvaðst ósáttur við að hæfisnefndin hygðist ekki taka tillit til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við mat sitt. Þá herma heimildir Kjarnans að tveir aðrir umsækjendur hafi einnig dregið umsókn sína til baka en þess er ekki getið hverjir þeir eru. Samkvæmt heimildum Kjarnans var tólf umsækjendum skipt niður í hæfisflokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækjendur hafi nú frest til þess að gera athugasemdir við hæfismat nefndarinnar, til 19. júní, sem hæfisnefndin tekur síðan tillit til. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði hæfisnefndina en hún mun skipa seðlabankastjóra. Nýr seðlabankastjóri tekur við af Má Guðmundssyni sem hefur gegnt stöðunni í áratug. Hæfisnefndina skipa formaður Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri og Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs. Þórunn kvaðst bundin þagnarskyldu og gat ekki tjáð sig um málið þegar Vísir náði tali af henni í dag.Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra voru eftirfarandi í upphaflegri tilkynningu frá stjórnarráðinu: Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Gylfi Magnússon, dósent Hannes Jóhannsson, hagfræðingur Jón Daníelsson, prófessor Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins Katrín Ólafsdóttir, lektor Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands Vilhjálmur Bjarnason, lektor Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra
Seðlabankinn Tengdar fréttir Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00
Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24