„Grétar, þetta þarf að virka,“ segir Sigga að séu lykilskilaboðin til Grétars þegar hann situr við lagasmíðar. Óhætt er að segja að Stjórnin eigi marga smelli sem hafi skemmt landanum í gegnum tíðina. Sveitin fagnaði 30 ára afmæli í fyrra.
„Þetta eru ekki heilar plötur núna. Þetta er meira eitt lag á ári,“ sagði Grétar og hló.
Bragi Valdimar Skúlason samdi textann við lagið og auk þess kom Stop Wait Go að vinnslu lagsins sem heyra má hér að ofan.
Spjallið í heild má heyra hér að neðan en þar ræddi Sigga meðal annars um það að hún útilokaði ekki að fara aftur í Eurovision, ef rétta lagið kæmi á hennar borð.
„Þetta var miklu auðveldara þegar við fórum,“ sagði Sigga og hló og átti við allt ferlið að fara í Eurovision núna. Undankeppni heima, forkeppi úti og allt heila klabbið.
Þá eru á döfinni stórtónleikar í Háskólabíó í haust og er miðasala þegar hafin.