Lífið

Ráð til að tækla birtuna betur

Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar
Búast má við áframhaldandi sól í Reykjavík næstu daga.
Búast má við áframhaldandi sól í Reykjavík næstu daga. Fréttablaðið/Anton Brink
Ráð fyrir þá sem eiga erfitt með svefn yfir sumartímann

1. Gleraugu sem loka á bláa ljósið geta hjálpað þeim sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin á sumrin eingöngu. Einnig er hægt að prófa að nota slík gleraugu síðustu tvo tíma fyrir svefn.

2. Mikilvægt er að hafa góð gluggatjöld sem loka vel fyrir birtuna bæði til að undirbúa sig fyrir svefninn og í svefnherberginu yfir nóttina.

3. Lykilatriði er að sleppa öllum snjalltækjum síðustu tvo tímana fyrir svefn því birtan frá þeim hefur sömu áhrif og vekur okkur.

4. Gott er að huga að koffínneyslu. Prófa að sleppa öllu koffíni frá hádegi þar sem áhrif þess í blóðinu vara í margar klukkustundir.

5. Ef einstaklingur upplifir mikla streitu og/eða á erfitt með svefn er einnig mjög gott að æfa slökun daglega og koma sér upp góðri slakandi rútínu fyrir háttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×