Dainis Krištopāns, leikmaður Evrópumeistara Vardar, skoraði 13 mörk fyrir Letta sem hafa unnið fjóra af fimm leikjum sínum í undankeppninni og tapað einum.
Welcome to #ehfeuro2020, Latvia!
Tonight @LVhandball have qualified for their first ever EHF EURO.#dreamwinrememberpic.twitter.com/zOQuKYrc9u
— EHF EURO (@EHFEURO) June 12, 2019
Heimsmeistarar Dana tryggðu sér sæti á EM með sigri á Úkraínumönnum, 30-33, í Kænugarði í riðli 8.
Tékkar og Ungverjar eru einnig komnir á EM. Tékkar unnu tveggja marka á Finnum á útivelli, 24-26, í riðli 5. Í riðli 7 unnu Ungverjar Slóvaka með eins marks mun, 20-21.
Þjóðverjar eru áfram með fullt hús stiga í riðli 1. Þýskaland rúllaði yfir Ísrael, 25-40, í Tel Aviv þrátt fyrir að vera ekki með sitt sterkasta lið. Þjóðverjar tryggðu sér sæti á EM í síðustu umferð undankeppninnar.
Í sama riðli gerðu Kósovó og Pólland jafntefli, 23-23. Pólverjar eru aðeins með þrjú stig og eiga á hættu að missa af þriðja stórmótinu í röð.
Króatar eru taplausir í riðli 2. Í dag unnu þeir fimm marka sigur á Svisslendingum, 28-33. Serbar eiga enn möguleika á að komast á EM eftir stórsigur á Belgum, 26-37.
Norður-Makedónía er einnig komið á EM eftir sigur á Tyrklandi, 25-26, í riðli 4.Ísland gerði jafntefli, 28-28, við Grikkland í sama riðli og er ekki enn búið að tryggja EM-farseðilinn. Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppninnar á sunnudaginn.