Rafíþróttir

Lenovo-deildin: Undanúrslitin hefjast í kvöld

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Undanúrslitin fara af stað í kvöld.
Undanúrslitin fara af stað í kvöld.
Eftir sex vikur stútfullar af frábærri leikjaspilun er riðlakeppni Lenovo-deildarinnar lokið. Nú er komið að undanúrslitum en fyrsta viðureign þeirra fer fram í kvöld.

Klukkan 19:30 hefjast undanúrslitin þar sem Frozt etur kappi við Kingz í League of Legends. Ljóst er að hart verður barist, enda mikið undir. Sigurvegari viðureignarinnar fer áfram í úrslitin, á meðan tapliðið mun sitja eftir með sárt ennið.

Sjá einnig:Skyggnst bak við tjöldin á Lenovo-deildinni

Undanúrslitin ná yfir tvær vikur en á morgun mætast Hafið og KR í Counter Strike: Global Offenisve.

Seinni undanúrslitarimmurnar fara síðan fram í næstu viku þegar Dusty mætir Old Dogs í LoL á miðvikudag og Fylkir og Tropadeleet loka síðan undanúrslitunum á fimmtudag með alvöru CS:OG rimmu.

Í undanúrslitum er leikum háttað þannig að stuðst er við svokallað „best of 3“ fyrirkomulag, þannig að liðin verða að vinna tvo leiki til þess að komast áfram í sjálfa úrslitarimmuna.

Hér að neðan má fylgjast með viðureign Frozt og Kings, sem eins og áður segir hefst klukkan 19:30.

Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv





×