Manstu þegar þú elskaðir mig? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. júní 2019 15:00 Dóra Dúna ljósmyndanemi stendur fyrir verkefninu "Remember when you loved me“ Dóra Dúna nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt „Remember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið byrjaði haustið 2018 og heldur áfram í óákveðinn tíma. Dóra átti lengi vel heima í Kaupmannhöfn þar sem hún opnaði og rak barina Jolene og Log lady með vinkonu sinni. Hún segist alltaf hafa haft þörf fyrir að skapa og vinna í hugmyndavinnu og þess vegna henti ljósmyndaformið henni vel.Ég elska að geta séð eitthvað fyrir mér, eitthvað sem enginn sér og sjá það svo verða að verki Dóra segir hugmyndina að verkefninu hafa komið þegar hún hlustaði á lagið „Green Grass“ eftir Tom Waits. Þar syngur hann aftur og aftur í laginu „Remember when you loved me“. Þá fór hún að hugsa um fyrrverandi ástarsambönd, bæði hennar eigin og ástarsambönd yfir höfuð.Mér hefur alltaf fundist sorglegt að fólk skuli elska einhvern, annaðhvort til lengri eða skemmri tíma og svo deyi sú ást og gleymist einhvern veginn bara. Þess vegna er ég að þessu. Til þess að heiðra ástina sem eitt sinn var.Er ekki erfitt að fá fólk með í verkefnið þar sem þetta getur jafnvel verið viðkvæm staða? Þegar ég byrjaði á því að kasta út auglýsingu á samfélagsmiðlum fékk ég mikið af fyrrverandi pörum sem voru til í þetta og kom mér það heldur betur á óvart. Ég hafði líka samband að fyrra bragði við fólk sem ég vissi að hefðu skilið og sumir treystu sér ekki út í þetta, skiljanlega þar sem það eru auðvitað alls konar tilfinningar í spilinu eftir að fólk hættir saman. En í heildina hefur þetta verið mjög jákvætt og þess vegna langar mig að halda áfram.Hvað er verkefnið búið að standa lengi yfir og hvernig gengur það fyrir sig? Ég byrjaði að mynda „Remember when you loved me“ haustið 2018. Ég mynda fyrrverandi pör, hjón, elskendur, þekkt og óþekkt fólk á öllum aldri. Ég gaf mér aðeins fimm mínútur í byrjun verkefnisins til þess að mynda hvert par og hef haldið mig við þann tímaramma. En hvernig er stemmningin þegar fólk hittist hjá þér kannski eftir einhvern tíma?Andrúmsloftið getur verið svolítið rafmagnað þar sem sumir hafa kannski ekki hist eða talast við í mörg ár þegar þau koma í myndatöku. En það eru mómentin sem ég vil mynda, þessar fyrstu mínútur þegar fólk hittist aftur. Áður en því gefst tími til að stilla sér upp. Á meðan allar varnir liggja niðri. Það er svo mikil einlægni í þeim augnablikum. Hefur þú séð einhver dæmi um það að fólk nái saman aftur? Það hefur ekki gerst svo ég viti en ég hef svo sannarlega séð dæmi um að enn sé heitt í kolunum hjá sumum. Hins vegar hef ég dæmi um að fólk hafi orðið ágætis vinir aftur og það finnst mér fallegt!Ef fólk hefur áhuga á því að vera með í þessu verkefni er hægt að hafa samband við Dóru með því að senda henni póst á netfangið hennar doraduna@gmail.com Ástin og lífið Tengdar fréttir Hvað syngur Bryndís Alexandersdóttir? Bryndís Alexandersdóttir er fjögurra barna móðir og vinnur sem deildarstjóri hjá Valitor. Bryndís er mikill lífskúnstner og veit fátt skemmtilegra en að ferðast um heiminn, lifa og njóta. 11. júní 2019 11:15 Viltu gifast Birnir? Birnir Sigurðarson er einn af okkar þekktustu röppurum en hann kemur úr Kópavogi eins og svo margir úr rappsenunni. Makamál fengu Birni í létt spjall á Facebook þar sem hann svaraði spurningum m.a um rómantík og daður í formi gifa. 12. júní 2019 15:00 Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál kíktu á Austurvöll eitt sólríkt júníhádegi og spurðu fólk um ástina og lífið. Trúir fólk á ást við fyrstu sýn? Og hver er lykillinn að góðu sambandi? 11. júní 2019 13:15 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Dóra Dúna nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt „Remember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið byrjaði haustið 2018 og heldur áfram í óákveðinn tíma. Dóra átti lengi vel heima í Kaupmannhöfn þar sem hún opnaði og rak barina Jolene og Log lady með vinkonu sinni. Hún segist alltaf hafa haft þörf fyrir að skapa og vinna í hugmyndavinnu og þess vegna henti ljósmyndaformið henni vel.Ég elska að geta séð eitthvað fyrir mér, eitthvað sem enginn sér og sjá það svo verða að verki Dóra segir hugmyndina að verkefninu hafa komið þegar hún hlustaði á lagið „Green Grass“ eftir Tom Waits. Þar syngur hann aftur og aftur í laginu „Remember when you loved me“. Þá fór hún að hugsa um fyrrverandi ástarsambönd, bæði hennar eigin og ástarsambönd yfir höfuð.Mér hefur alltaf fundist sorglegt að fólk skuli elska einhvern, annaðhvort til lengri eða skemmri tíma og svo deyi sú ást og gleymist einhvern veginn bara. Þess vegna er ég að þessu. Til þess að heiðra ástina sem eitt sinn var.Er ekki erfitt að fá fólk með í verkefnið þar sem þetta getur jafnvel verið viðkvæm staða? Þegar ég byrjaði á því að kasta út auglýsingu á samfélagsmiðlum fékk ég mikið af fyrrverandi pörum sem voru til í þetta og kom mér það heldur betur á óvart. Ég hafði líka samband að fyrra bragði við fólk sem ég vissi að hefðu skilið og sumir treystu sér ekki út í þetta, skiljanlega þar sem það eru auðvitað alls konar tilfinningar í spilinu eftir að fólk hættir saman. En í heildina hefur þetta verið mjög jákvætt og þess vegna langar mig að halda áfram.Hvað er verkefnið búið að standa lengi yfir og hvernig gengur það fyrir sig? Ég byrjaði að mynda „Remember when you loved me“ haustið 2018. Ég mynda fyrrverandi pör, hjón, elskendur, þekkt og óþekkt fólk á öllum aldri. Ég gaf mér aðeins fimm mínútur í byrjun verkefnisins til þess að mynda hvert par og hef haldið mig við þann tímaramma. En hvernig er stemmningin þegar fólk hittist hjá þér kannski eftir einhvern tíma?Andrúmsloftið getur verið svolítið rafmagnað þar sem sumir hafa kannski ekki hist eða talast við í mörg ár þegar þau koma í myndatöku. En það eru mómentin sem ég vil mynda, þessar fyrstu mínútur þegar fólk hittist aftur. Áður en því gefst tími til að stilla sér upp. Á meðan allar varnir liggja niðri. Það er svo mikil einlægni í þeim augnablikum. Hefur þú séð einhver dæmi um það að fólk nái saman aftur? Það hefur ekki gerst svo ég viti en ég hef svo sannarlega séð dæmi um að enn sé heitt í kolunum hjá sumum. Hins vegar hef ég dæmi um að fólk hafi orðið ágætis vinir aftur og það finnst mér fallegt!Ef fólk hefur áhuga á því að vera með í þessu verkefni er hægt að hafa samband við Dóru með því að senda henni póst á netfangið hennar doraduna@gmail.com
Ástin og lífið Tengdar fréttir Hvað syngur Bryndís Alexandersdóttir? Bryndís Alexandersdóttir er fjögurra barna móðir og vinnur sem deildarstjóri hjá Valitor. Bryndís er mikill lífskúnstner og veit fátt skemmtilegra en að ferðast um heiminn, lifa og njóta. 11. júní 2019 11:15 Viltu gifast Birnir? Birnir Sigurðarson er einn af okkar þekktustu röppurum en hann kemur úr Kópavogi eins og svo margir úr rappsenunni. Makamál fengu Birni í létt spjall á Facebook þar sem hann svaraði spurningum m.a um rómantík og daður í formi gifa. 12. júní 2019 15:00 Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál kíktu á Austurvöll eitt sólríkt júníhádegi og spurðu fólk um ástina og lífið. Trúir fólk á ást við fyrstu sýn? Og hver er lykillinn að góðu sambandi? 11. júní 2019 13:15 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hvað syngur Bryndís Alexandersdóttir? Bryndís Alexandersdóttir er fjögurra barna móðir og vinnur sem deildarstjóri hjá Valitor. Bryndís er mikill lífskúnstner og veit fátt skemmtilegra en að ferðast um heiminn, lifa og njóta. 11. júní 2019 11:15
Viltu gifast Birnir? Birnir Sigurðarson er einn af okkar þekktustu röppurum en hann kemur úr Kópavogi eins og svo margir úr rappsenunni. Makamál fengu Birni í létt spjall á Facebook þar sem hann svaraði spurningum m.a um rómantík og daður í formi gifa. 12. júní 2019 15:00
Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál kíktu á Austurvöll eitt sólríkt júníhádegi og spurðu fólk um ástina og lífið. Trúir fólk á ást við fyrstu sýn? Og hver er lykillinn að góðu sambandi? 11. júní 2019 13:15