Aðilinn sem verður fyrir svikunum upplifir oft á tíðum mikla höfnun, skömm og djúpa sorg. Reiðin getur verið yfirþyrmandi og er yfirleitt erfið að komast yfir.
Á sama tíma er aðilinn sem heldur framhjá líklega að burðast með blöndu af samviskubiti, skömm og vonbrigði með sjálfan sig.
Þó eru ekki öll sambönd sem enda þegar upp kemst um framhjáhald en eitt er víst að báðir aðilar þurfa að vera tilbúnir til þess að fara í þá vinnu sem þarf til að byggja aftur upp það traust sem hefur glatast.
Spurning vikunnar er þessi:
Hefur þú upplifað framhjáhald?
Hægt er að svara spurningunni hér að neðan og verða niðurstöðurnar kynntar í Brennslunni á FM957 föstudaginn 5.júlí um 08:00.