Sterk orka í Glastonbury Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júní 2019 12:15 Íris Hrund, Dísa, Erla og Harpa Fönn í Grúsku Babúsku eru á leið til Glastonbury í dag! Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það er stórkostlegt tækifæri að fá að spila á Glastonbury-tónlistarhátíðinni. Við erum alsælar með það,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, ein þeirra fjögurra kvenna sem skipa hljómsveitina Grúska Babúska nú um stundir. Sú sveit er hin eina alíslenska sem kemur fram á Glastonbury-hátíðinni í ár. „Þetta er stór hátíð, 250 þúsund manns eru þarna yfir eina helgi, bara eins og allir Reykvíkingar væru samankomnir,“ lýsir Harpa Fönn. „Ég held að þar séu 40 til 50 svið og hvert svið er með sína eigin litlu hátíð, svo þetta er mjög sérstakt. Við komum fram á sunnudaginn á Croissant Neuf-sviðinu, þar hafa listamenn á borð við Ed Sheeran komið fram.“ Með Hörpu Fönn eru Íris Hrund Þórarinsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir og Erla Stefánsdóttir í Grúsku Babúsku sem stofnuð var 2012 og hefur verið fjölmennari. Hljóðheimurinn samanstendur helst af röddum, spiladós, bassa, melódíku, rafmagnsfiðlu, klukkuspili og slagverki. Þó að þær séu að spila á Glastonbury-hátíðinni í fyrsta skipti þá hafa þær mikið verið í samnefndum bæ. Harpa Fönn útskýrir hverju það sætir. „Við fórum í tónleikaferð um Bretland fyrir þremur árum og vorum bókaðar á stað sem heitir The King Arthur í Glastonbury. Vorum að spila í Bristol kvöldið áður og hálf ryðgaðar þegar við stigum út úr rútunni en fundum strax hvað Glastonbury er magnaður staður. Stoppuðum bara einn sólarhring en tókum skyndiákvörðun um að fara þangað aftur um haustið í tónsmíðaferð og semja lög á nýja plötu. Stóðum við það og vorum í tíu daga, spiluðum aftur á The King Arthur, kynntumst mörgum heimamönnum og sumir spiluðu inn á plötuna okkar því þarna er mikil tónlist og gróska í jaðarlistum.“ Harpa Fönn segir skráða íbúa í miðaldabænum Glastonbury um 7.000. „Manni líður eins og á Akureyri, nema hvað þarna er eins konar mekka seiðmanna og gyðja. Við aðalgötuna er ótrúlegt framboð varnings og þjónustu, vanti mann nornakúst eða verndarsteina þá finnur maður hvort tveggja og vilji maður fara í nálastungu eða jóga, þá er nóg um slíkt.“ Hún segir plötu sveitarinnar, Tor, sem kom út á síðasta ári, nefnda eftir Glastonbury Tor, merku mannvirki á fagurri hæð ofan við bæinn. „Tor er nokkurs konar hlið og það eru alls konar andlegar sögur og mýtur um þann stað, því kringum hann er sterk orka,“ lýsir hún. Grúska Babúska er einmitt þekkt fyrir tónlist sem færir hlustandann inn í draumkenndan heim, ýmist gáskafullan eða dimman, og Harpa Fönn segir bæinn hafa verið fyrir þær dömurnar eins og að koma heim. „Svo gerist það í einni tónleikaferð þegar við vorum að spila á stað í Bristol að hljóðmaðurinn er svona hrifinn af okkur og tónlistinni okkar og segir: „Hei! mamma mín er með svið á hátíðinni í Glastonbury,“ og í kjölfarið fengum við boð um að spila þar. Við náttúrlega þáðum það, enda verður það ótrúleg lífsreynsla.“ Birtist í Fréttablaðinu England Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Það er stórkostlegt tækifæri að fá að spila á Glastonbury-tónlistarhátíðinni. Við erum alsælar með það,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, ein þeirra fjögurra kvenna sem skipa hljómsveitina Grúska Babúska nú um stundir. Sú sveit er hin eina alíslenska sem kemur fram á Glastonbury-hátíðinni í ár. „Þetta er stór hátíð, 250 þúsund manns eru þarna yfir eina helgi, bara eins og allir Reykvíkingar væru samankomnir,“ lýsir Harpa Fönn. „Ég held að þar séu 40 til 50 svið og hvert svið er með sína eigin litlu hátíð, svo þetta er mjög sérstakt. Við komum fram á sunnudaginn á Croissant Neuf-sviðinu, þar hafa listamenn á borð við Ed Sheeran komið fram.“ Með Hörpu Fönn eru Íris Hrund Þórarinsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir og Erla Stefánsdóttir í Grúsku Babúsku sem stofnuð var 2012 og hefur verið fjölmennari. Hljóðheimurinn samanstendur helst af röddum, spiladós, bassa, melódíku, rafmagnsfiðlu, klukkuspili og slagverki. Þó að þær séu að spila á Glastonbury-hátíðinni í fyrsta skipti þá hafa þær mikið verið í samnefndum bæ. Harpa Fönn útskýrir hverju það sætir. „Við fórum í tónleikaferð um Bretland fyrir þremur árum og vorum bókaðar á stað sem heitir The King Arthur í Glastonbury. Vorum að spila í Bristol kvöldið áður og hálf ryðgaðar þegar við stigum út úr rútunni en fundum strax hvað Glastonbury er magnaður staður. Stoppuðum bara einn sólarhring en tókum skyndiákvörðun um að fara þangað aftur um haustið í tónsmíðaferð og semja lög á nýja plötu. Stóðum við það og vorum í tíu daga, spiluðum aftur á The King Arthur, kynntumst mörgum heimamönnum og sumir spiluðu inn á plötuna okkar því þarna er mikil tónlist og gróska í jaðarlistum.“ Harpa Fönn segir skráða íbúa í miðaldabænum Glastonbury um 7.000. „Manni líður eins og á Akureyri, nema hvað þarna er eins konar mekka seiðmanna og gyðja. Við aðalgötuna er ótrúlegt framboð varnings og þjónustu, vanti mann nornakúst eða verndarsteina þá finnur maður hvort tveggja og vilji maður fara í nálastungu eða jóga, þá er nóg um slíkt.“ Hún segir plötu sveitarinnar, Tor, sem kom út á síðasta ári, nefnda eftir Glastonbury Tor, merku mannvirki á fagurri hæð ofan við bæinn. „Tor er nokkurs konar hlið og það eru alls konar andlegar sögur og mýtur um þann stað, því kringum hann er sterk orka,“ lýsir hún. Grúska Babúska er einmitt þekkt fyrir tónlist sem færir hlustandann inn í draumkenndan heim, ýmist gáskafullan eða dimman, og Harpa Fönn segir bæinn hafa verið fyrir þær dömurnar eins og að koma heim. „Svo gerist það í einni tónleikaferð þegar við vorum að spila á stað í Bristol að hljóðmaðurinn er svona hrifinn af okkur og tónlistinni okkar og segir: „Hei! mamma mín er með svið á hátíðinni í Glastonbury,“ og í kjölfarið fengum við boð um að spila þar. Við náttúrlega þáðum það, enda verður það ótrúleg lífsreynsla.“
Birtist í Fréttablaðinu England Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“