Steindi blandar saman Landanum og The Exorcist í „alvöru sjónvarpi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2019 11:15 Steindi var í fullu fjöri í Íslandi í dag, í gær. Mynd/Skjáskot Hann er án efa einn skemmtilegasti maður landsins, hefur leikið í fjölda grín og skemmtiþátta og finnst fátt meira gefandi en að skemmta öðrum. Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi jr. ætlar sér aldrei að staðna, vill stöðugt þróast og fer af stað í haust með nýja þætti á Stöð 2 sem verða allt öðruvísi en það sem hann hefur fengist við hingað til, blanda af Landanum og The Exorcist að sögn Steinda. Steindi ræddi við Sindra Sindrason um þáttaröðina nýju sem nefnist Góðir landsmenn í bráðfyndnu innslagi í Íslandi í dag, í gær. „Kannski ekki ótrúlega skemmtilega, þetta eru kannski bara frekar venjulegir þættir,“ sagði Steindi þegar Sindri reyndi að peppa þættina í upphafi innslagsins. Steindi segist vera gríðarlega spenntur fyrir því að feta nýjar slóðir í þáttagerð.En um hvað snúast þættirnir?„Ég er að fara að taka viðtöl, bara við venjulegt fólk,“ sagði Steindi. „Ég er að fara að hitta góða landsmenn. Bara fólk sem er að rækta radísur eða er að safna felgum og maxar Visa-kortin sín á Tenerife á hverju sumri.“Það er eitt að vera grínisti og annað að vera viðmælandi í þáttum. Það er hins vegar allt annað að taka viðtölin sjálfur, líkt og Steindi gerir í hinum nýju þáttum. Sindri spurði Steinda hvernig gengi að taka viðtöl. „Þetta er að koma hjá mér. Við erum nýbyrjaðir að skjóta og við erum enn þá að fara heim til fólks. Ég er að slípast,“ sagði Steindi og bauðst til þess að taka viðtal við Sindra, sem reyndar endaði með því að Sindri ýtti myndavélinni í burtu eftir að Steindi spurði hann að aðeins of persónulegri spurningu, líkt og sjá má í innslaginu. „Ég held að ég nái alveg að fá það sem mig langar fá út úr fólki. Ég hef alvöru áhuga á fólki þannig að ég myndi spyrja einlægra og barnslegra spurninga, eitthvað sem áhorfendur myndi vilja vita,“ segir Steindi. Sindri og Steindi fóru yfir víðan völl í viðtalinu og meðal annars segir Steindi hrikalega fyndna sögu af vandræðum föðurs síns í fjölskylduferð í verslun Nóatúns í Mosfellsbæ, hvernig það hafi verið að leika í Undir trénu, fjölskyldulífið og svo auðvitað draumaverkefni Steinda. „Það var alltaf draumur minn að vera leikstjóri, alveg frá því að ég var krakki og ég held að það sé ennþá draumahlutverkið,“ sagði Steindi en innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Ísland í dag Tengdar fréttir Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Hann er án efa einn skemmtilegasti maður landsins, hefur leikið í fjölda grín og skemmtiþátta og finnst fátt meira gefandi en að skemmta öðrum. Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi jr. ætlar sér aldrei að staðna, vill stöðugt þróast og fer af stað í haust með nýja þætti á Stöð 2 sem verða allt öðruvísi en það sem hann hefur fengist við hingað til, blanda af Landanum og The Exorcist að sögn Steinda. Steindi ræddi við Sindra Sindrason um þáttaröðina nýju sem nefnist Góðir landsmenn í bráðfyndnu innslagi í Íslandi í dag, í gær. „Kannski ekki ótrúlega skemmtilega, þetta eru kannski bara frekar venjulegir þættir,“ sagði Steindi þegar Sindri reyndi að peppa þættina í upphafi innslagsins. Steindi segist vera gríðarlega spenntur fyrir því að feta nýjar slóðir í þáttagerð.En um hvað snúast þættirnir?„Ég er að fara að taka viðtöl, bara við venjulegt fólk,“ sagði Steindi. „Ég er að fara að hitta góða landsmenn. Bara fólk sem er að rækta radísur eða er að safna felgum og maxar Visa-kortin sín á Tenerife á hverju sumri.“Það er eitt að vera grínisti og annað að vera viðmælandi í þáttum. Það er hins vegar allt annað að taka viðtölin sjálfur, líkt og Steindi gerir í hinum nýju þáttum. Sindri spurði Steinda hvernig gengi að taka viðtöl. „Þetta er að koma hjá mér. Við erum nýbyrjaðir að skjóta og við erum enn þá að fara heim til fólks. Ég er að slípast,“ sagði Steindi og bauðst til þess að taka viðtal við Sindra, sem reyndar endaði með því að Sindri ýtti myndavélinni í burtu eftir að Steindi spurði hann að aðeins of persónulegri spurningu, líkt og sjá má í innslaginu. „Ég held að ég nái alveg að fá það sem mig langar fá út úr fólki. Ég hef alvöru áhuga á fólki þannig að ég myndi spyrja einlægra og barnslegra spurninga, eitthvað sem áhorfendur myndi vilja vita,“ segir Steindi. Sindri og Steindi fóru yfir víðan völl í viðtalinu og meðal annars segir Steindi hrikalega fyndna sögu af vandræðum föðurs síns í fjölskylduferð í verslun Nóatúns í Mosfellsbæ, hvernig það hafi verið að leika í Undir trénu, fjölskyldulífið og svo auðvitað draumaverkefni Steinda. „Það var alltaf draumur minn að vera leikstjóri, alveg frá því að ég var krakki og ég held að það sé ennþá draumahlutverkið,“ sagði Steindi en innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Ísland í dag Tengdar fréttir Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10