Prófgráðan komin í leitirnar þremur dögum eftir að hún gleymdist ofan á bíl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2019 13:00 Katie Beard með börnin tvö og prófgráðuna góðu, áður en hún týndist. Mynd/Katie Beard. Ætla má að prófgráða hinnar bandarísku Katie Beard hafi farið í mikla svaðilför eftir að Katie fékk hana í hendurnar við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á laugardaginn. Á leið heim frá athöfninni setti Katie umslagið upp á þak fjölskyldubílsins, setti son sinn í bílinn og svo var brunað af stað. Um fimm mínútum síðar uppgötvaði Katie hins vegar að prófskírteinið varð eftir upp á þakinu og þegar hún og maður hennar stoppuðu bílinn var prófgráðan fokin út í veður og vind. „Þetta var ömurleg tilfinning,“ segir Katie í samtali við Vísi en hún útskrifaðist með Masters-gráðu í Norræni trú eftir tveggja ára nám við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands útskrifaði nemendur á laugardaginn og það var þá sem skírteinið glataðist.„Ég var að setja son minn í bílinn og setti umslagið upp á þak,“ en Katie og maður hennar eignuðust nýverið son auk þess sem þau eiga fimm ára stelpu. Eftir að fjölskyldan var komin í bílinn og þau lögð af stað frá bílastæðinu frá Laugardalshöll ákvað Katie að opna umslagið.„Ég var ekki búinn að opna umslagið en hugsaði með mér að ég gæti alveg eins og opnað það í bílnum. Ég hélt það væri hjá mér en ég leit niður og mundi þá að ég hafði gleymt því á þakinu,“ segir Katie.Skilaboðin sem Katie sendi út í alheiminn í von um skírteinið kæmi í leitirnar.Leituðu og leituðu en ekkert fannst Sneru þau við um hæl en Katie telur að um fimm mínútur hafi liðið frá því að þau lögðu af stað og þangað til hún uppgötvaði að hún hafði gleymt umslaginu á bílnum.„Við snerum strax við og ég hélt að það væri kannski einhvers staðar þarna. Við leituðum þarna út um og allt, í kannski klukkutíma. Við leituðum alls staðar án árangurs. Þá hugsaði ég mér að einhver væri með það eða það væri bara týnt,“ segir Katie.„Ég kenni barninu mínu um,“ segir Katie hlæjandi. „Nei, ég kenni sjálfri mér um.“Beið hún til morguns þangað til hún setti færslur hinn á hina ýmsu hópa þar sem hún auglýsti eftir skírteininu. Það var svo skömmu eftir að blaðamaður hafði samband við hana að hún fékk póst frá Háskóla Íslands um að skírteinið hafi komist í leitirnar, og reiknar Katie því að hún muni fá það í hendurnar fyrr en seinna.„Mér er bara ótrúlega létt,“ segir Katie enda sá hún fram á töluvert umstang ef skírteinið hefði ekki skilað sér. Fékk hún þær upplýsingar að ef skírteinið væri ekki komið í leitirnar fyrir föstudag myndi hún fá aðstoð við að hefja ferli til að fá útgefið nýtt prófskírteini. Nú sleppur hún við það.Katie og fjölskylda hennar er nýflutt til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem maður hennar vinnur. Hún sjálf er í fæðingarorlofi en hyggur á doktorsnám. Hún segir veruna á Íslandi hafa verið æðislega.„Við erum búin að vera í Washington í aðeins einn dag og við söknum Íslands strax. ég hef ekkert nema frábæra hluti að segja um ísland og okkur leið frábærlega hérna.“ Íslandsvinir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Ætla má að prófgráða hinnar bandarísku Katie Beard hafi farið í mikla svaðilför eftir að Katie fékk hana í hendurnar við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á laugardaginn. Á leið heim frá athöfninni setti Katie umslagið upp á þak fjölskyldubílsins, setti son sinn í bílinn og svo var brunað af stað. Um fimm mínútum síðar uppgötvaði Katie hins vegar að prófskírteinið varð eftir upp á þakinu og þegar hún og maður hennar stoppuðu bílinn var prófgráðan fokin út í veður og vind. „Þetta var ömurleg tilfinning,“ segir Katie í samtali við Vísi en hún útskrifaðist með Masters-gráðu í Norræni trú eftir tveggja ára nám við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands útskrifaði nemendur á laugardaginn og það var þá sem skírteinið glataðist.„Ég var að setja son minn í bílinn og setti umslagið upp á þak,“ en Katie og maður hennar eignuðust nýverið son auk þess sem þau eiga fimm ára stelpu. Eftir að fjölskyldan var komin í bílinn og þau lögð af stað frá bílastæðinu frá Laugardalshöll ákvað Katie að opna umslagið.„Ég var ekki búinn að opna umslagið en hugsaði með mér að ég gæti alveg eins og opnað það í bílnum. Ég hélt það væri hjá mér en ég leit niður og mundi þá að ég hafði gleymt því á þakinu,“ segir Katie.Skilaboðin sem Katie sendi út í alheiminn í von um skírteinið kæmi í leitirnar.Leituðu og leituðu en ekkert fannst Sneru þau við um hæl en Katie telur að um fimm mínútur hafi liðið frá því að þau lögðu af stað og þangað til hún uppgötvaði að hún hafði gleymt umslaginu á bílnum.„Við snerum strax við og ég hélt að það væri kannski einhvers staðar þarna. Við leituðum þarna út um og allt, í kannski klukkutíma. Við leituðum alls staðar án árangurs. Þá hugsaði ég mér að einhver væri með það eða það væri bara týnt,“ segir Katie.„Ég kenni barninu mínu um,“ segir Katie hlæjandi. „Nei, ég kenni sjálfri mér um.“Beið hún til morguns þangað til hún setti færslur hinn á hina ýmsu hópa þar sem hún auglýsti eftir skírteininu. Það var svo skömmu eftir að blaðamaður hafði samband við hana að hún fékk póst frá Háskóla Íslands um að skírteinið hafi komist í leitirnar, og reiknar Katie því að hún muni fá það í hendurnar fyrr en seinna.„Mér er bara ótrúlega létt,“ segir Katie enda sá hún fram á töluvert umstang ef skírteinið hefði ekki skilað sér. Fékk hún þær upplýsingar að ef skírteinið væri ekki komið í leitirnar fyrir föstudag myndi hún fá aðstoð við að hefja ferli til að fá útgefið nýtt prófskírteini. Nú sleppur hún við það.Katie og fjölskylda hennar er nýflutt til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem maður hennar vinnur. Hún sjálf er í fæðingarorlofi en hyggur á doktorsnám. Hún segir veruna á Íslandi hafa verið æðislega.„Við erum búin að vera í Washington í aðeins einn dag og við söknum Íslands strax. ég hef ekkert nema frábæra hluti að segja um ísland og okkur leið frábærlega hérna.“
Íslandsvinir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp