Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2019 10:57 Haukur Þrastarson fær ekki að leika listir sínar í Meistaradeildinni. vísir/daníel þór Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. Alls munu 28 lið taka þátt í Meistaradeildinni en 35 lið sóttu um að taka þátt. Venjan var að lið sem komust ekki beint í riðlakeppnina tóku þátt í forkeppni. Nú verður engin forkeppni og Selfoss verður bara að bíta í það súra epli að fá ekki að vera með. Það er sérstök nefnd á vegum EHF sem ákveður það hvaða lið komast inn í keppnina. Er það metið út frá átta þáttum. Í tilkynningu EHF er tiltekið að Selfoss hafi ekki staðist lágmarkskröfur en ekki er útlistað frekar hvaða kröfur það eru sem Íslandsmeistararnir hafa ekki uppfyllt.Íslensk lið eru bara útilokuð „Þetta er mál sem HSÍ er farið að vinna í því þetta er bara fáranleg framkoma hjá EHF við íslenskan handbolta. Þetta snýst ekkert bara um Selfoss,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, þungur á brún en hann var þá nýbúinn að fá tíðindin. „Miðað við þetta er ekki annað að sjá en íslensk lið séu útilokuð frá þátttöku í þessari keppni. Við sendum inn öll gögn sem óskað var eftir og ekki sett út á neitt. Við höfum ekki fengið neinar frekari skýringar. Við erum ekki virtir viðlits og það er ekki einu sinni talað við okkur. Við fáum bara fjöldatölvupóst eins og aðrir. Þessi framkoma er því ekki til fyrirmyndar heldur.“Selfoss ætlaði sér að spila á Ásvöllum og hér má sjá stuðningsmenn þeirra fagna í því húsi.vísir/vilhelmÞórir segist ekkert skilja í hvaða lágmarkskröfur það eigi að vera sem félagið á ekki að hafa uppfyllt. „Það var ekki fundið að neinu en svo eru einhverjar matskenndar kröfur sem þeir geta eflaust falið sig á bak við. Eins og áhrif á markaðssókn handbolta á alþjóðavettvangi og annað. Einhverjir þokukenndir mælikvarðar,“ segir Þórir sem heyrði einu sinni frá EHF eftir að umsóknin var send inn.Ætluðu að spila á heimavelli Hauka „Þá vantaði upplýsingar um heimavöllinn en við höfðum tilkynnt inn heimavöllinn Ásvelli þar sem Haukar spila. HSÍ benti EHF vinsamlega á að þeir hefðu allar upplýsingar um það hús eftir áralanga þátttöku Hauka í Evrópukeppnum. Þeir fengu þær upplýsingar aftur. Við erum því eðlilega hundfúlir fyrir okkar hönd og íslensks handbolta. Við lögðum mikið í þetta verkefni og þessi niðurstaða er því eðlilega vonbrigði.“ Selfoss er með rétt til þess að taka þátt í EHF-bikarnum og Íslandsmeistararnir ætla sér að taka það sæti þrátt fyrir þessi vonbrigði. Handbolti Tengdar fréttir Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. Alls munu 28 lið taka þátt í Meistaradeildinni en 35 lið sóttu um að taka þátt. Venjan var að lið sem komust ekki beint í riðlakeppnina tóku þátt í forkeppni. Nú verður engin forkeppni og Selfoss verður bara að bíta í það súra epli að fá ekki að vera með. Það er sérstök nefnd á vegum EHF sem ákveður það hvaða lið komast inn í keppnina. Er það metið út frá átta þáttum. Í tilkynningu EHF er tiltekið að Selfoss hafi ekki staðist lágmarkskröfur en ekki er útlistað frekar hvaða kröfur það eru sem Íslandsmeistararnir hafa ekki uppfyllt.Íslensk lið eru bara útilokuð „Þetta er mál sem HSÍ er farið að vinna í því þetta er bara fáranleg framkoma hjá EHF við íslenskan handbolta. Þetta snýst ekkert bara um Selfoss,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, þungur á brún en hann var þá nýbúinn að fá tíðindin. „Miðað við þetta er ekki annað að sjá en íslensk lið séu útilokuð frá þátttöku í þessari keppni. Við sendum inn öll gögn sem óskað var eftir og ekki sett út á neitt. Við höfum ekki fengið neinar frekari skýringar. Við erum ekki virtir viðlits og það er ekki einu sinni talað við okkur. Við fáum bara fjöldatölvupóst eins og aðrir. Þessi framkoma er því ekki til fyrirmyndar heldur.“Selfoss ætlaði sér að spila á Ásvöllum og hér má sjá stuðningsmenn þeirra fagna í því húsi.vísir/vilhelmÞórir segist ekkert skilja í hvaða lágmarkskröfur það eigi að vera sem félagið á ekki að hafa uppfyllt. „Það var ekki fundið að neinu en svo eru einhverjar matskenndar kröfur sem þeir geta eflaust falið sig á bak við. Eins og áhrif á markaðssókn handbolta á alþjóðavettvangi og annað. Einhverjir þokukenndir mælikvarðar,“ segir Þórir sem heyrði einu sinni frá EHF eftir að umsóknin var send inn.Ætluðu að spila á heimavelli Hauka „Þá vantaði upplýsingar um heimavöllinn en við höfðum tilkynnt inn heimavöllinn Ásvelli þar sem Haukar spila. HSÍ benti EHF vinsamlega á að þeir hefðu allar upplýsingar um það hús eftir áralanga þátttöku Hauka í Evrópukeppnum. Þeir fengu þær upplýsingar aftur. Við erum því eðlilega hundfúlir fyrir okkar hönd og íslensks handbolta. Við lögðum mikið í þetta verkefni og þessi niðurstaða er því eðlilega vonbrigði.“ Selfoss er með rétt til þess að taka þátt í EHF-bikarnum og Íslandsmeistararnir ætla sér að taka það sæti þrátt fyrir þessi vonbrigði.
Handbolti Tengdar fréttir Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða