Makamál

Tæplega 70% segjast hafa upplifað framhjáhald

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Töluverður munur er á því hvort fólk segist hafa lent í þvi að makinn hafi haldið framhjá og þeim sem viðurkenna að hafa sjálfir haldið framhjá.
Töluverður munur er á því hvort fólk segist hafa lent í þvi að makinn hafi haldið framhjá og þeim sem viðurkenna að hafa sjálfir haldið framhjá.
Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í könnun Makamála í síðustu viku þar sem spurt var hvort fólk hafi upplifað framhjáhald. 

Samkvæmt þessu hafa tæplega 70% svarenda upplifað framhjáhald, en töluvert fleiri segjast hafa verið í þeirri stöðu að haldið hafi verið framhjá þeim.

Þegar rýnt er betur í niðurstöðurnar væri hægt að draga þá ályktun að lesendur Vísis séu tregari til að viðurkenna að hafa haldið framhjá eða jafnvel skilgreina framhjáhald á annan hátt en makinn. En töluverður munur er á milli þess hvort fólk segist hafa haldið framhjá eða segir að haldið hafi verið framhjá þeim. 



Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér:

Já, ég hef haldið framhjá - 14%


Já, það hefur verið haldið framhjá mér- 40%

Bæði - 12%

Nei - 34%



Hægt er að hlusta á umræðu um niðurstöðurnar og kynningu á næstu spurningu vikunnar hér að neðan: 

 

Klippa: Brennslan - Hversu oft stundar þú kynlíf? (að jafnaði)

Tengdar fréttir

Rúmfræði: Heimagerð sleipiefni og losti í flösku

Eva Dögg Rúnarsdóttir er fatahönnuður að mennt, jógakennari og að eigin sögn mikill heilsukuklari. Ilmir, jurtir, plöntur og kjarnaolíur eiga hug hennar allan og segist hún nota "aroma therapy“ mikið í sínu starfi þar sem hún framleiðir sín eigin krem, ilmi, sprey og fleiri blöndur. Makamál hittu Evu á fallegu heimili hennar í Vesturbænum og fengu að heyra meira um hvað hún er að bralla þessa dagana.

Emojional: Sigríður Þóra, hamingjusöm í fæðingarorlofi

Sigríður Þóra eða Þóra eins og hún oftast kölluð, er framleiðandi, leikstýra og þáttagerðakona. Þóra eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 9 mánuðum síðan og er hún þessa dagana að njóta þess að vera í fæðingarorlofi með gleðigjafanum sínum, Úlfi Orra. Makamál tóku létt facebook spjall við Þóru þar sem hún svaraði spurningum með emojis. Sjáum hversu emojional Þóra er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×