Samstarf Andy og Serenu hefst í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 13:30 Andy Murray og Serena Williams. Getty/ Bob Martin Það er óhætt að fullyrða það að aldrei hafi verið eins mikill áhugi á tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis og í ár. Ástæðan er óvænt en skemmtilegt samstarf tveggja af þekktustu tennisspilurum heimsins. Bæði hafa þau setið í efsta sæti heimslistans. Þetta eru Bretinn Andy Murray og bandaríska ofurstjarnan Serena Williams. Andy og Serena ætla nefnilega að keppa saman í tvenndarleik á Wimbledon mótinu í ár. Andy Murray er 32 ára gamall en Serena Williams er orðin 37 ára.Andy Murray's blockbuster pairing with Serena Williams begins today at #Wimbledon. More ➡ https://t.co/pt4qGv3fuk#bbctennispic.twitter.com/h4BZmHO63Z — BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2019Serena Williams hefur unnið 39 titla á risamótum þar af 23 í einstaklingskeppni og sjö á Wimbledon-mótinu. Hún og systir hennar Venus unnu fjórtán risatitla saman í tvíliðaleik. Serena vann einnig tvo titla í tvenndarleik árið 1998 þar af var sigur á Wimbledon. Félagi hennar þá var Max Mirnyi frá Hvíta Rússlandi. Andy Murray hefur unnið þrjá risatitla á ferlinum þar af Wimbledon-mótið tvisvar sinnum eða árin 2013 og 2016. Hann á enn eftir að vinna risatitil í tvíliða- eða tvenndarleik. Murray hefur aftur á móti unnið tvenn Ólympíugullverðlaun eða á ÓL 2012 og ÓL 2016. „Mér finnst Andy vera frábær spilari. Það eru fáir sterkari andlega. Ég veit ekki einu sinni hvað er í gangi í hausnum hans. Það er líka alltaf mjög áhugavert að heyra hvað aðrir meistarar eru að pæla í og hvernig þú getur nýtt þér þær upplýsingar í þínum leik. Ég get bara grætt á þessu samstarfi og vonandi hefur hann sömu sögu að segja,“ sagði Serena Williams. Fyrsta viðureign Andy og Serenu verður á móti þeim Alexu Guarachi og Andreas Mies. Leikurinn hefst klukkan 17.30 að staðartíma eða klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Andy Murray er að keppa á sínu fyrsta risamóti síðan að hann þurfti að gangast undir mjaðmaraðgerð. Hann hefur þegar unnið einn leik á móti en hann var í tvíliðaleik með Pierre-Hugues Herbert. Serena Williams er líka að keppa í einstaklingskeppninni og var í smá vandræðum í annarri umferðinni í gær. Hún komst hins vegar áfram og mætir hinni þýsku Julia Görges í næstu umferð. Tennis Mest lesið Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða það að aldrei hafi verið eins mikill áhugi á tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis og í ár. Ástæðan er óvænt en skemmtilegt samstarf tveggja af þekktustu tennisspilurum heimsins. Bæði hafa þau setið í efsta sæti heimslistans. Þetta eru Bretinn Andy Murray og bandaríska ofurstjarnan Serena Williams. Andy og Serena ætla nefnilega að keppa saman í tvenndarleik á Wimbledon mótinu í ár. Andy Murray er 32 ára gamall en Serena Williams er orðin 37 ára.Andy Murray's blockbuster pairing with Serena Williams begins today at #Wimbledon. More ➡ https://t.co/pt4qGv3fuk#bbctennispic.twitter.com/h4BZmHO63Z — BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2019Serena Williams hefur unnið 39 titla á risamótum þar af 23 í einstaklingskeppni og sjö á Wimbledon-mótinu. Hún og systir hennar Venus unnu fjórtán risatitla saman í tvíliðaleik. Serena vann einnig tvo titla í tvenndarleik árið 1998 þar af var sigur á Wimbledon. Félagi hennar þá var Max Mirnyi frá Hvíta Rússlandi. Andy Murray hefur unnið þrjá risatitla á ferlinum þar af Wimbledon-mótið tvisvar sinnum eða árin 2013 og 2016. Hann á enn eftir að vinna risatitil í tvíliða- eða tvenndarleik. Murray hefur aftur á móti unnið tvenn Ólympíugullverðlaun eða á ÓL 2012 og ÓL 2016. „Mér finnst Andy vera frábær spilari. Það eru fáir sterkari andlega. Ég veit ekki einu sinni hvað er í gangi í hausnum hans. Það er líka alltaf mjög áhugavert að heyra hvað aðrir meistarar eru að pæla í og hvernig þú getur nýtt þér þær upplýsingar í þínum leik. Ég get bara grætt á þessu samstarfi og vonandi hefur hann sömu sögu að segja,“ sagði Serena Williams. Fyrsta viðureign Andy og Serenu verður á móti þeim Alexu Guarachi og Andreas Mies. Leikurinn hefst klukkan 17.30 að staðartíma eða klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Andy Murray er að keppa á sínu fyrsta risamóti síðan að hann þurfti að gangast undir mjaðmaraðgerð. Hann hefur þegar unnið einn leik á móti en hann var í tvíliðaleik með Pierre-Hugues Herbert. Serena Williams er líka að keppa í einstaklingskeppninni og var í smá vandræðum í annarri umferðinni í gær. Hún komst hins vegar áfram og mætir hinni þýsku Julia Görges í næstu umferð.
Tennis Mest lesið Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Sjá meira