Mosfellingur segir frá komu Gugic og Handknattleiksdeild Aftureldingar deildir fréttinni á fésbókinni.
Anamaria Gugic er örvhent skytta sem spilaði síðasta tímabil með Octeville í Frakklandi og þar á undan með Gjerpen í Noregi.
Hún er fædd í júlí 1991 og heldur því upp á 28 ára afmælið sitt seinna í mánuðinum. Gugic er 186 sentímetrar á hæð.
Handknattleiksdeild Aftureldingar er gríðarlega ánægð með komu Önu og býður hana hjartanlega velkomna í frétt sinni.
Anamaria er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við UMFA, því fyrir nokkru skrifaði litháíska landsliðskonan Roberta Ivanauskaide undir tveggja ára samning við félagið.
Afturelding vann öruggan sigur í Grill 66 deild kvenna á síðasta tímabili undir stjórn Haraldar Þorvarðarsonar.