Íslenski boltinn

Dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins: Stórleikur í Krikanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
FH og KR mætast í undanúrslitunum.
FH og KR mætast í undanúrslitunum. vísir/bára
Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars karla og kvenna á Laugardalsvelli í dag en Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hjálpaði til við dráttinn.

Stelpurnar leika til undanúrslita þann 19. og 20. júlí en undanúrslitin hjá strákunum verða ekki fyrr en 14. og 15. ágúst.







Í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna mætast Fylkir og Selfoss annars vegar og KR og Þór/KA hins vegar.

Í karlaflokki er stórleikur í Kaplakrika er FH og KR mætast. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Víkingur og Breiðablik.

Undanúrslit Mjólkurbikars karla:

FH - KR

Víkingur - Breiðablik

Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna:

Fylkir - Selfoss

KR - Þór/KA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×