Arnór Sveinn: Eins og Finnur Tómas hafi reynslu úr fyrra lífi Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2019 12:45 Arnór í leik með KR fyrr í sumar. vísir/bára Arnór Sveinn Aðalsteinsson, varnarmaður KR, verður í eldlínunni í kvöld gegn sínum gömlu félögum í Breiðablik er liðin mætast í toppslag í Pepsi Max-deild karla. Fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum er KR á toppnum með 23 stig. Breiðablik er sæti neðar með stigi minna og það er ljóst að það er mikið undir í kvöld. „Þetta er leikur sem maður vill spila sem oftast. Þetta eru tvö lið í góðri stöðu sem hafa spilað vel og þannig viljum við hafa það,“ sagði Arnór Sveinn í samtali við Vísi í dag. Arnór Sveinn er uppalinn í Breiðablik en hann gekk í raðir KR árið 2017. Hann segir að með árunum verði tilfinningarnar ekki eins miklar og í fyrstu leikjunum gegn uppeldisfélaginu. „Það gerir þetta klárlega skemmtilegra að spila gegn gömlu félögunum. Ég var lengi í Breiðablik og er uppalinn þar. Ég er á þriðja árinu mínu í KR og þetta verða minna og minni tilfinningar eftir því sem árin líða. Nú líður manni eins og KR-ingi.“ Blikarnir hafa verið á fínu skriði, rétt eins og KR-ingar, en Arnór segir að Kópavogsliðið sé með öflugt sóknarlið og gott skipulag. „Við þurfum að vera með grunninn í lagi. Þessi áhersla á barátta og varnarleik þarf að vera í lagi og að vinna fyrir liðið. Það er ekkert öðruvísi með Blikana eða eitthvað annað lið.“ „Þeir eru gríðarlega hættulegir. Þeir eru með mikinn hraða og eru vel skipulagðir. Við þurfum fyrst og fremst að vera með einbeitinguna út allan leikinn.“Finnur Tómas í leik með KR gegn KA í sumar. Hann hefur verið frábær í sumar.vísir/báraSegir Beiti vera einstakan karakter Varnarleikur KR hefur verið til fyrirmyndar í sumar. Liðið hefur einungis fengið á sig tíu mörk í fyrstu tíu leikjunum og það er einungis Grindavík sem hefur fengið sig færri mörk, eða níu talsins. Grindvíkingar hafa þó spilað níu leiki en KR tíu. „Að vera aftast þegar liðið er að verjast svona vel, alveg frá fremsta manni til Beitis, er mjög gaman. Maður er háður því að liðið sé alveg að vinna á fullu en það er gaman þegar það er svoleiðis.“ Ein óvæntasta stjarna sumarsins er Beitir Ólafsson, markvörður KR, sem hefur verið algjörlega magnaður í sumar. Arnór segir að það sé auðvelt að samgleðjast Beiti. „Það er svo gaman þegar manni eins og Beiti, sem er svona mikill höfðingi og vinsæll í klefanum, gengur vel. Hann er einstakur karakter.“ Arnór Sveinn og hinn ungi, Finnur Tómas Pálmason, hafa myndað miðvarðapar KR í síðustu leikjum en Finnur Tómas er einungis átján ára gamall. Arnór segir að það sé unun að fylgjast með unga drengnum. „Finnur Tómas er leikmaður sem er ungur en það er eins og að hann hafi reynslu úr fyrra lífi. Það er mjög gaman að fylgjast með honum spila eins og hann sé reynslubolti,“ sagði Arnór. Hann sagði ekkert annað en þrjú stig koma til greina í kvöld. „Það er stefnt á þrjú stig. Það er ekkert flóknara en það.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, varnarmaður KR, verður í eldlínunni í kvöld gegn sínum gömlu félögum í Breiðablik er liðin mætast í toppslag í Pepsi Max-deild karla. Fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum er KR á toppnum með 23 stig. Breiðablik er sæti neðar með stigi minna og það er ljóst að það er mikið undir í kvöld. „Þetta er leikur sem maður vill spila sem oftast. Þetta eru tvö lið í góðri stöðu sem hafa spilað vel og þannig viljum við hafa það,“ sagði Arnór Sveinn í samtali við Vísi í dag. Arnór Sveinn er uppalinn í Breiðablik en hann gekk í raðir KR árið 2017. Hann segir að með árunum verði tilfinningarnar ekki eins miklar og í fyrstu leikjunum gegn uppeldisfélaginu. „Það gerir þetta klárlega skemmtilegra að spila gegn gömlu félögunum. Ég var lengi í Breiðablik og er uppalinn þar. Ég er á þriðja árinu mínu í KR og þetta verða minna og minni tilfinningar eftir því sem árin líða. Nú líður manni eins og KR-ingi.“ Blikarnir hafa verið á fínu skriði, rétt eins og KR-ingar, en Arnór segir að Kópavogsliðið sé með öflugt sóknarlið og gott skipulag. „Við þurfum að vera með grunninn í lagi. Þessi áhersla á barátta og varnarleik þarf að vera í lagi og að vinna fyrir liðið. Það er ekkert öðruvísi með Blikana eða eitthvað annað lið.“ „Þeir eru gríðarlega hættulegir. Þeir eru með mikinn hraða og eru vel skipulagðir. Við þurfum fyrst og fremst að vera með einbeitinguna út allan leikinn.“Finnur Tómas í leik með KR gegn KA í sumar. Hann hefur verið frábær í sumar.vísir/báraSegir Beiti vera einstakan karakter Varnarleikur KR hefur verið til fyrirmyndar í sumar. Liðið hefur einungis fengið á sig tíu mörk í fyrstu tíu leikjunum og það er einungis Grindavík sem hefur fengið sig færri mörk, eða níu talsins. Grindvíkingar hafa þó spilað níu leiki en KR tíu. „Að vera aftast þegar liðið er að verjast svona vel, alveg frá fremsta manni til Beitis, er mjög gaman. Maður er háður því að liðið sé alveg að vinna á fullu en það er gaman þegar það er svoleiðis.“ Ein óvæntasta stjarna sumarsins er Beitir Ólafsson, markvörður KR, sem hefur verið algjörlega magnaður í sumar. Arnór segir að það sé auðvelt að samgleðjast Beiti. „Það er svo gaman þegar manni eins og Beiti, sem er svona mikill höfðingi og vinsæll í klefanum, gengur vel. Hann er einstakur karakter.“ Arnór Sveinn og hinn ungi, Finnur Tómas Pálmason, hafa myndað miðvarðapar KR í síðustu leikjum en Finnur Tómas er einungis átján ára gamall. Arnór segir að það sé unun að fylgjast með unga drengnum. „Finnur Tómas er leikmaður sem er ungur en það er eins og að hann hafi reynslu úr fyrra lífi. Það er mjög gaman að fylgjast með honum spila eins og hann sé reynslubolti,“ sagði Arnór. Hann sagði ekkert annað en þrjú stig koma til greina í kvöld. „Það er stefnt á þrjú stig. Það er ekkert flóknara en það.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00