Serena Williams enn forsíðustúlka þrátt fyrir skellinn um síðustu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 13:30 Serena Williams vekur mikla athygli innan sem utan vallar. Getty/Frazer Harrison Tenniskonan Serena Williams er á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins en þar fer blaðið yfir fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Sports Illustrated fékk sex sérfræðinga í tísku til að velja þennan fimmtíu manna lista sem átti að vera skipaður þeim íþróttamönnum sem skara ekki aðeins fram úr inn á íþróttavellinum heldur einnig í framkomu og klæðnaði utan hans. Þetta er fjórða árið í röð sem Sports Illustrated tekur saman lista eins og þennan. Serena Williams fékk þar fyrsta sætið á lista Sports Illustrated en hún er lifandi goðsögn í íþróttaheiminum og hefur þegar unnið 23 risatitla á ferlinum. Serena Williams fær mikið hrós fyrir stíl sinn innan sem utan vallar þar sem hún er óhrædd við að prófa nýja hluti. Hún hefur líka tekist vel upp að auka hróður sinn í tískuheiminum með sínum sérstaka stíl. Williams er enn að reyna að vinna fyrsta risatitilinn eftir að hún eignaðist dóttur sína en hún hefur tapað nokkrum úrslitaleikjum síðan þá þar á meðal fékk hún skell í úrslitaleik Wimbledon mótsins á dögunum. Aðrir nýtískulegir íþróttamenn sem komast ofarlega á listann eru NFL-leikmennirnir Odell Beckham Jr., og Tom Brady, körfuboltamennirnir Russell Westbrook, James Harden, Dwyane Wade og LeBron James, tenniskonan Maria Sharapova, formúluökumaðurinn Lewis Hamilton og knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo. Allir þessir íþróttamenn teljast vera tískuíkon og voru nefndir fyrstir af sérfræðingateymi blaðsins í umfjölluninni um fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Blaðið heldur síðan áfram að nefna til íþróttafólk sem tollir í tískunni. Það má sjá allan listann með því að smella hér. Tennis Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Tenniskonan Serena Williams er á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins en þar fer blaðið yfir fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Sports Illustrated fékk sex sérfræðinga í tísku til að velja þennan fimmtíu manna lista sem átti að vera skipaður þeim íþróttamönnum sem skara ekki aðeins fram úr inn á íþróttavellinum heldur einnig í framkomu og klæðnaði utan hans. Þetta er fjórða árið í röð sem Sports Illustrated tekur saman lista eins og þennan. Serena Williams fékk þar fyrsta sætið á lista Sports Illustrated en hún er lifandi goðsögn í íþróttaheiminum og hefur þegar unnið 23 risatitla á ferlinum. Serena Williams fær mikið hrós fyrir stíl sinn innan sem utan vallar þar sem hún er óhrædd við að prófa nýja hluti. Hún hefur líka tekist vel upp að auka hróður sinn í tískuheiminum með sínum sérstaka stíl. Williams er enn að reyna að vinna fyrsta risatitilinn eftir að hún eignaðist dóttur sína en hún hefur tapað nokkrum úrslitaleikjum síðan þá þar á meðal fékk hún skell í úrslitaleik Wimbledon mótsins á dögunum. Aðrir nýtískulegir íþróttamenn sem komast ofarlega á listann eru NFL-leikmennirnir Odell Beckham Jr., og Tom Brady, körfuboltamennirnir Russell Westbrook, James Harden, Dwyane Wade og LeBron James, tenniskonan Maria Sharapova, formúluökumaðurinn Lewis Hamilton og knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo. Allir þessir íþróttamenn teljast vera tískuíkon og voru nefndir fyrstir af sérfræðingateymi blaðsins í umfjölluninni um fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Blaðið heldur síðan áfram að nefna til íþróttafólk sem tollir í tískunni. Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Tennis Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira