WHO: Neyðarástandi ekki lýst yfir til fjáröflunar Heimsljós kynnir 18. júlí 2019 11:00 Finnski Rauði krossinn/ Maria Santto „Að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu er ekki til fjáröflunar heldur viðleitni til þess að afstýra útbreiðslu sjúkdómsins. WHO veit ekki til þess að nokkurt framlagsríki hafi haldið að sér höndum vegna þess að ekki var búið að lýsa yfir neyðarástandi. En hafi það verið afsökun gildir hún ekki lengur,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem lýsti í gær yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Faraldurinn er orðinn sá annar skæðasti í sögunni. Óttast er að sjúkdómurinn eigi eftir að breiðast út, en hans hefur þegar orðið vart utan landamæra Kongó, í Úganda. Með yfirlýsingunni í gær væntir WHO þess að þjóðir bregðist við og að aukinn kraftur verði settur í að hefta útbreiðslu ebólunnar. Alvarleiki faraldursins komst á nýtt stig þegar sýktur einstaklingur greindist í landamæraborginni Goma í grennd við Rúanda. Fimmtán þúsund manns fara yfir landamærin til Rúanda dag hvern. „Nú þegar tæpt ár er liðið frá faraldurinn kom upp, í því ótrausta ástandi sem ríkir austurhluta landsins, er tímabært að þjóðir heims taki höndum saman með stjórnvöldum í Kongó, kveði niður sjúkdóminn og byggi upp betra heilbrigðiskerfi,“ segir Ghebreyesus. Alls hafa verið greind 2,522 sjúkdómstilvik ebólu í Kongó frá 1. ágúst á síðasta ári þegar lýst var yfir að faraldur geisaði í landinu. Tæplega 1700 einstaklingar hafa látist, 717 eru á batavegi og tæplega 165 þúsund einstaklingar hafa verið bólusettir. Langflestir látinna hafa verið íbúar héraðanna Ituri og norður Kivu þar sem skálmöld hefur ríkt um langt skeið. Lítil hætta er sögð á því að sjúkdómurinn breiðist út á heimsvísu. Talsmenn WHO segja hins vegar mikla hættu á útbreiðslu í nágrannaríkjum Kongó og hátt viðbúnaðarstig þurfi að vera í Úganda, Rúanda, Búrúndi og Suður-Súdan.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent
„Að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu er ekki til fjáröflunar heldur viðleitni til þess að afstýra útbreiðslu sjúkdómsins. WHO veit ekki til þess að nokkurt framlagsríki hafi haldið að sér höndum vegna þess að ekki var búið að lýsa yfir neyðarástandi. En hafi það verið afsökun gildir hún ekki lengur,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem lýsti í gær yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Faraldurinn er orðinn sá annar skæðasti í sögunni. Óttast er að sjúkdómurinn eigi eftir að breiðast út, en hans hefur þegar orðið vart utan landamæra Kongó, í Úganda. Með yfirlýsingunni í gær væntir WHO þess að þjóðir bregðist við og að aukinn kraftur verði settur í að hefta útbreiðslu ebólunnar. Alvarleiki faraldursins komst á nýtt stig þegar sýktur einstaklingur greindist í landamæraborginni Goma í grennd við Rúanda. Fimmtán þúsund manns fara yfir landamærin til Rúanda dag hvern. „Nú þegar tæpt ár er liðið frá faraldurinn kom upp, í því ótrausta ástandi sem ríkir austurhluta landsins, er tímabært að þjóðir heims taki höndum saman með stjórnvöldum í Kongó, kveði niður sjúkdóminn og byggi upp betra heilbrigðiskerfi,“ segir Ghebreyesus. Alls hafa verið greind 2,522 sjúkdómstilvik ebólu í Kongó frá 1. ágúst á síðasta ári þegar lýst var yfir að faraldur geisaði í landinu. Tæplega 1700 einstaklingar hafa látist, 717 eru á batavegi og tæplega 165 þúsund einstaklingar hafa verið bólusettir. Langflestir látinna hafa verið íbúar héraðanna Ituri og norður Kivu þar sem skálmöld hefur ríkt um langt skeið. Lítil hætta er sögð á því að sjúkdómurinn breiðist út á heimsvísu. Talsmenn WHO segja hins vegar mikla hættu á útbreiðslu í nágrannaríkjum Kongó og hátt viðbúnaðarstig þurfi að vera í Úganda, Rúanda, Búrúndi og Suður-Súdan.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent