Arnar: Finnst ekki eins og við séum í fallbaráttu Guðlaugur Valgeirsson skrifar 15. júlí 2019 21:37 Arnar og félagar eru komnir upp úr fallsæti. vísir/daníel þór Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var alls ekkert svekktur með aðeins eitt stig á heimavelli gegn Fylki í kvöld. Hann sagði að jafnteflið hefði líklega verið sanngjarnt. „Mér fannst þetta bara flottur leikur í kvöld. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta bara svona end to end þar sem bæði lið fengu fullt af færum og ég held að jafnteflið hafi bara verið sanngjarnt þegar uppi var staðið.“ Hann segir það ekki beint áhyggjuefni að hafa bara fengið 1 stig úr seinustu 2 leikjum eftir að hafa spilað mjög vel í báðum leikjum. „Við fengum færi til að klára leikinn í kvöld og fleiri en eitt en við tökum ekkert af Fylki, þeir mættu hérna í kvöld og spiluðu vel og þeir fengu færi líka. Við erum búnir að gera mörg jafntefli og þau telja lítið en eitt stig er svo sem ásættanlegt þegar við missum mann útaf með rautt spjald,“ sagði Arnar. „Fyrir mér var þetta hörkuleikur í fyrri hálfleikur þar sem bæði lið fengum færi en í síðari hálfleik datt þetta niður sem er skiljanlegt en samt lítið á milli þessara liða og sigurinn hefði getað dottið báðum megin.“ Arnar sagði að þetta hafi verið klárt seinna gult spjald á Erling Agnarsson en hann fékk rautt spjald á 87. mínútu. „Seinna var alltaf spjald, ég sá ekki fyrra nógu vel því miður. En hann er að stoppa sókn og dómarinn getur ekkert annað gert. Pjúra gult að mínu mati.“ Hann segir að honum finnist ekki eins og liðið sé í fallbaráttu þrátt fyrir að það sé raunin eins og staðan er í dag. „Eins asnalegt og það hljómar þá finnst mér ekki eins og liðið sé í einhverri fallbaráttu. Við erum bara flott lið og við viljum spila skemmtilegan fótbolta. Áhorfendur eru að skemmta sér vel en auðvitað veit ég að við þurfum að fá stig en við þurfum að vera klókari,“ sagði Arnar. „Það eru kostir og gallar við að vera með unga menn á miðjunni og frammi. Sérð bara muninn hjá okkur og Fylki, það er töluvert meiri reynsla á miðjunni og sókninni hjá Fylki en menn læra þetta fljótt,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 1-1 | Víkingar upp úr fallsæti Víkingur R. og Fylkir skildu jöfn, 1-1, í Víkinni í kvöld. Með stiginu komust Víkingar upp úr fallsæti. 15. júlí 2019 22:00 Mest lesið Slakir velli ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Handbolti Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri Körfubolti Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Körfubolti Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Fótbolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Handbolti Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Fótbolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Handbolti Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var alls ekkert svekktur með aðeins eitt stig á heimavelli gegn Fylki í kvöld. Hann sagði að jafnteflið hefði líklega verið sanngjarnt. „Mér fannst þetta bara flottur leikur í kvöld. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta bara svona end to end þar sem bæði lið fengu fullt af færum og ég held að jafnteflið hafi bara verið sanngjarnt þegar uppi var staðið.“ Hann segir það ekki beint áhyggjuefni að hafa bara fengið 1 stig úr seinustu 2 leikjum eftir að hafa spilað mjög vel í báðum leikjum. „Við fengum færi til að klára leikinn í kvöld og fleiri en eitt en við tökum ekkert af Fylki, þeir mættu hérna í kvöld og spiluðu vel og þeir fengu færi líka. Við erum búnir að gera mörg jafntefli og þau telja lítið en eitt stig er svo sem ásættanlegt þegar við missum mann útaf með rautt spjald,“ sagði Arnar. „Fyrir mér var þetta hörkuleikur í fyrri hálfleikur þar sem bæði lið fengum færi en í síðari hálfleik datt þetta niður sem er skiljanlegt en samt lítið á milli þessara liða og sigurinn hefði getað dottið báðum megin.“ Arnar sagði að þetta hafi verið klárt seinna gult spjald á Erling Agnarsson en hann fékk rautt spjald á 87. mínútu. „Seinna var alltaf spjald, ég sá ekki fyrra nógu vel því miður. En hann er að stoppa sókn og dómarinn getur ekkert annað gert. Pjúra gult að mínu mati.“ Hann segir að honum finnist ekki eins og liðið sé í fallbaráttu þrátt fyrir að það sé raunin eins og staðan er í dag. „Eins asnalegt og það hljómar þá finnst mér ekki eins og liðið sé í einhverri fallbaráttu. Við erum bara flott lið og við viljum spila skemmtilegan fótbolta. Áhorfendur eru að skemmta sér vel en auðvitað veit ég að við þurfum að fá stig en við þurfum að vera klókari,“ sagði Arnar. „Það eru kostir og gallar við að vera með unga menn á miðjunni og frammi. Sérð bara muninn hjá okkur og Fylki, það er töluvert meiri reynsla á miðjunni og sókninni hjá Fylki en menn læra þetta fljótt,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 1-1 | Víkingar upp úr fallsæti Víkingur R. og Fylkir skildu jöfn, 1-1, í Víkinni í kvöld. Með stiginu komust Víkingar upp úr fallsæti. 15. júlí 2019 22:00 Mest lesið Slakir velli ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Handbolti Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri Körfubolti Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Körfubolti Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Fótbolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Handbolti Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Fótbolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Handbolti Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Fylkir 1-1 | Víkingar upp úr fallsæti Víkingur R. og Fylkir skildu jöfn, 1-1, í Víkinni í kvöld. Með stiginu komust Víkingar upp úr fallsæti. 15. júlí 2019 22:00
Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti