Kaupendurnir sett sig í samband við einhverja af lykilstarfsmönnum WOW air Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2019 12:00 Bandarískt fyrirtæki hefur keypt allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri. Er markmiðið sagt var að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni WOW air. vísir/egill Undirbúningur stendur yfir fyrir formleg fundarhöld með Samgöngustofu og Isavia seinna í vikunni að sögn lögmanns bandaríska fyrirtækisins sem hyggst endurvekja WOW air. Í kjölfar fundanna verði almenningi greint frá kaupendahópnum og helstu áformum hans með flugrekstur til og frá landinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögmaðurinn sett sig í samband við lykilstarfsmenn hins fallna WOW air og kannað möguleikann á samstarfi við nýja kaupandann. Eins og fram hefur komið hefur bandarískt fyrirtæki keypt allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri. Er markmiðið sagt vera að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni WOW air. Erfiðlega hefur gengið að fá formlega staðfestingu á því hver kaupandinn er það bendir allt til þess að um sé að ræða fyrirtækið Oasis Aviation Group. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans, hefur enn ekki gefið upp hver skjólstæðingur hans er. Þegar haft er samband við Oasis Aviation Group og erindið borið upp er þó vísað á Pál. Þá herma heimildir fréttastofu að kaupandinn sé þetta fyrirtæki. Í samtali við fréttastofu segir Páll að verið sé að undirbúa formleg fundarhöld með bæði Samgöngustofu og Isavia seinna í þessari viku. Þar verði gerð grein fyrir kaupendahópnum og helstu áformum hans með flugrekstur til og frá landinu. Í kjölfar þessara funda muni þau greina fjölmiðlum og um leið almenningi frá sömu atriðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Páll Ágúst, eftir að kaupin á þrotabúinu gengu í gegn, sett sig í samband við einhverja af lykilstarfmönnum WOW air og aðra sem komu að rekstrinum með einum eða öðrum hætti. Þar var kannaður grundvöllur fyrir mögulegu samstarfi við bandaríska kaupandann. Samkvæmt vef Oasis Aviation Group sinnir fyrirtækið leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Eigandi þess, Michelle Ballarin, hefur skrautlega forsögu. Hún er efnuð kaupsýslukona í Bandaríkjunum með tengsl við Sómalíu, þar sem heimamenn kalla hana amiru, eða prinsessu. Þá reyndi hún að vera lausnargjaldsmiðlari þegar sómalískir sjóræningjar tóku áhafnir skipa í gíslingu. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. 13. júlí 2019 13:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Undirbúningur stendur yfir fyrir formleg fundarhöld með Samgöngustofu og Isavia seinna í vikunni að sögn lögmanns bandaríska fyrirtækisins sem hyggst endurvekja WOW air. Í kjölfar fundanna verði almenningi greint frá kaupendahópnum og helstu áformum hans með flugrekstur til og frá landinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögmaðurinn sett sig í samband við lykilstarfsmenn hins fallna WOW air og kannað möguleikann á samstarfi við nýja kaupandann. Eins og fram hefur komið hefur bandarískt fyrirtæki keypt allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri. Er markmiðið sagt vera að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni WOW air. Erfiðlega hefur gengið að fá formlega staðfestingu á því hver kaupandinn er það bendir allt til þess að um sé að ræða fyrirtækið Oasis Aviation Group. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans, hefur enn ekki gefið upp hver skjólstæðingur hans er. Þegar haft er samband við Oasis Aviation Group og erindið borið upp er þó vísað á Pál. Þá herma heimildir fréttastofu að kaupandinn sé þetta fyrirtæki. Í samtali við fréttastofu segir Páll að verið sé að undirbúa formleg fundarhöld með bæði Samgöngustofu og Isavia seinna í þessari viku. Þar verði gerð grein fyrir kaupendahópnum og helstu áformum hans með flugrekstur til og frá landinu. Í kjölfar þessara funda muni þau greina fjölmiðlum og um leið almenningi frá sömu atriðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Páll Ágúst, eftir að kaupin á þrotabúinu gengu í gegn, sett sig í samband við einhverja af lykilstarfmönnum WOW air og aðra sem komu að rekstrinum með einum eða öðrum hætti. Þar var kannaður grundvöllur fyrir mögulegu samstarfi við bandaríska kaupandann. Samkvæmt vef Oasis Aviation Group sinnir fyrirtækið leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Eigandi þess, Michelle Ballarin, hefur skrautlega forsögu. Hún er efnuð kaupsýslukona í Bandaríkjunum með tengsl við Sómalíu, þar sem heimamenn kalla hana amiru, eða prinsessu. Þá reyndi hún að vera lausnargjaldsmiðlari þegar sómalískir sjóræningjar tóku áhafnir skipa í gíslingu.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. 13. júlí 2019 13:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00
Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30
Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. 13. júlí 2019 13:00