Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) Asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Í tilkynningu segir að AIIB sé „ung en öflug og ört vaxandi alþjóðafjármálastofnun“, stofnuð utan um samstarf þjóða til að taka á innviðafjárfestingarþörf í Asíu.
Kínverjar höfðu forystu um stofnun bankans og er þetta í raun fyrsta alþjóðastofnunin sem þeir leiða. Bankinn hóf starfsemi í janúar 2016, eftir um 15 mánaða undirbúningstíma. Við skipulag bankans er byggt á reynslu alþjóðaþróunarbanka.
„[..] og er áhersla lögð á opna, óháða og gagnsæja stjórnarhætti og skýr ábyrgðarskil,“ að því er segir í tilkynningu.
Ísland var meðal 57 stofnenda, ásamt öllum Norðurlöndunum, en eftir ársfundinn í vikunni eru meðlimir orðnir 100. Hlutafé bankans er 100 milljarðar Bandaríkjadala.
Ísland er í kjördæmi með Bretlandi, Danmörku, Noregi, Póllandi, Rúmeníu Sviss, Svíþjóð og Ungverjalandi. Löndin deila saman stjórnarmanni í bankanum sem nú er frá Bretlandi. Ísland var með varamann í stjórn fyrsta hálfa starfsár bankans og mun eiga varamann næst árin 2022-2024.
Í vikunni samþykkti bankinn að fjármagna, ásamt efnahags- og þróunarbankanum, fyrsta jarðvarmaorkuverkefni bankans, í Tyrklandi, en að því koma tvö íslensk ráðgjafafyrirtæki. Bankinn hefur nú samþykkt fjárfestingar í 40 verkefnum í 27 löndum fyrir samtals um 8 milljarða dollara.
Bjarni kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB
Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mest lesið

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent


Hlutabréfaverð í Asíu hækkar
Viðskipti erlent


Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent


Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent