SOS: Stuðningur við sex hundruð barnafjölskyldur á Filippseyjum Heimsljós kynnir 12. júlí 2019 11:00 SOS Filippseyjum. SOS Barnaþorpin á Íslandi hófu í apríl síðastliðnum undirbúning verkefnis til stuðnings 600 barnafjölskyldum í nágrenni tveggja SOS barnaþorpa í Calbayog og Tocloban. Starfið hefur gengið samkvæmt áætlun og í gær var lokið við að velja þær fjölskyldur sem samtökin ætla að styðja næstu þrjú árin. Alls er um 57 milljónum króna varið til verkefnisins en það er fjármagnað af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með styrk frá utanríkisráðuneytinu.Markmiðið með verkefninu er að gera fjölskyldurnar fjárhagslega sjálfstæðar til þess að þær geti mætt grunnþörfum barnanna en í þessum 600 barnafjölskyldum eru um 1800 börn og ungmenni. „Fyrstu mánuðirnir hafa farið í starfsmannaráðningar, uppsetningu á skrifstofum, mati á aðstæðum fólksins á svæðinu og viðtölum við fjölskyldurnar sem þurfa á hjálp okkar að halda. Nú í júlí verður lokið við að útvega skólagögn fyrir 1500 börn,“ segir í frétt á vef SOS Barnaþorpanna. Í fréttinni segir að eitt af hverjum 20 börnum á Filippseyjum hafi ýmist verið yfirgefið, sé munaðarlaust eða vanrækt. „Nærri 13 milljónir af 38 milljónum barna á Filippseyjum eru í fjölskyldum sem lifa undir fátæktarmörkum. Þetta er yfir 30% barnafjölskyldna. Fátæktin gerir börn sérstaklega berskjölduð fyrir ógnum af ýmsu tagi og til að mynda er áætlað að um 300 þúsund börn séu fórnarlömb mansals.“ Verkefnið á Filippseyjum er fjórða fjölskyldueflingarverkefnið sem SOS á Íslandi fjármagnar. Það fyrsta var í Gíneu Bissá og nú eru þrjú yfirstandandi verkefni, á Filippseyjum, í Eþíópíu og Perú.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
SOS Barnaþorpin á Íslandi hófu í apríl síðastliðnum undirbúning verkefnis til stuðnings 600 barnafjölskyldum í nágrenni tveggja SOS barnaþorpa í Calbayog og Tocloban. Starfið hefur gengið samkvæmt áætlun og í gær var lokið við að velja þær fjölskyldur sem samtökin ætla að styðja næstu þrjú árin. Alls er um 57 milljónum króna varið til verkefnisins en það er fjármagnað af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með styrk frá utanríkisráðuneytinu.Markmiðið með verkefninu er að gera fjölskyldurnar fjárhagslega sjálfstæðar til þess að þær geti mætt grunnþörfum barnanna en í þessum 600 barnafjölskyldum eru um 1800 börn og ungmenni. „Fyrstu mánuðirnir hafa farið í starfsmannaráðningar, uppsetningu á skrifstofum, mati á aðstæðum fólksins á svæðinu og viðtölum við fjölskyldurnar sem þurfa á hjálp okkar að halda. Nú í júlí verður lokið við að útvega skólagögn fyrir 1500 börn,“ segir í frétt á vef SOS Barnaþorpanna. Í fréttinni segir að eitt af hverjum 20 börnum á Filippseyjum hafi ýmist verið yfirgefið, sé munaðarlaust eða vanrækt. „Nærri 13 milljónir af 38 milljónum barna á Filippseyjum eru í fjölskyldum sem lifa undir fátæktarmörkum. Þetta er yfir 30% barnafjölskyldna. Fátæktin gerir börn sérstaklega berskjölduð fyrir ógnum af ýmsu tagi og til að mynda er áætlað að um 300 þúsund börn séu fórnarlömb mansals.“ Verkefnið á Filippseyjum er fjórða fjölskyldueflingarverkefnið sem SOS á Íslandi fjármagnar. Það fyrsta var í Gíneu Bissá og nú eru þrjú yfirstandandi verkefni, á Filippseyjum, í Eþíópíu og Perú.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent