Lífið

Arnhildur Anna í GYM: Kraftlyftingar, morgunmatur og skemmtileg saga af lyfjaprófi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Í síðasta þætti af GYM heimsótti Birna María kraftlyftingakonuna og félags- og förðunarfræðinginn Arnhildi Önnu Árnadóttur. Ræddu þær stöllur um heima og geima og elduðu meðal annars morgunmat saman.

Arnhildur segir meðal annars frá ástæðunum sem lágu að baki því að hún fór að æfa kraftlyftingar. Meðal þess var löngunin til þess að halda sér í formi og fyrirmynd í formi móður hennar. Síðan hún hóf að leggja stund á lyftingarnar hefur hún keppt á stórum mótum og slegið ýmis met, enda mikill kraftur í henni.

„Svo einhvern veginn byrjaði boltinn bara að rúlla, það kom bara fyrsta kraftlyftingamótið,“ en Arnhildur segir það hafa gengið „ógeðslega vel.“

Arnhildur segir einnig skemmtilega sögu af því þegar hún var tekin í lyfjapróf og eftirlitskona sem fylgdi henni í prófið fylgdist grannt með henni á meðan hún skilaði af sér sýni sem hægt væri að nota til þess að skera úr um að Arnhildur væri ekki að neyta lyfja.

Arnhildur og Birna María elduðu þá morgunmat saman en morgunmatur Arnhildar samanstendur af þremur eggjum, hafragraut og banana. Staðgóður og hollur morgunverður þar á ferðinni. Innslagið úr GYM má sjá hér að ofan.

GYM eru sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og eru aðgengilegir hvenær sem er á Stöð 2 Maraþon.


Tengdar fréttir

GYM: Fríköfun með Heiðari Loga

Brimbrettakappinn, yoga-kennarinn og ævintýramaðurinn Heiðar Logi var gestur í síðasta þætti af GYM á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×