Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 11. júlí 2019 02:08 Hildur Sif fann gulu peysuna úti í Þýskalandi. Hún tók eftir henni úr fjarska og það var ást við fyrstu sýn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hildur Sif Guðmundsdóttir er mörgum kunn sem meðlimur Áttunnar. Hún var valin inn úr hópi umsækjanda fyrir rúmu ári. Fyrir þann tíma var Hildur algerlega óþekkt en hún segir undanfarið ár hafa haft mikil áhrif á líf sitt. „Það var auglýst eftir fólki í Áttuna í fyrra og ég ákvað bara að prófa að sækja um. Ég fór í áheyrnarprufur fyrir framan dómara og þurfti að sanna mig og af hverju ég ætti að komast inn. Svo ég bara sannaði mig, svona í stuttu máli,“ segir Hildur um aðdraganda þess að hún hefur undanfarið ár glatt fólk á samfélagsmiðlum með skemmtilegum sketsum og ýmsu gríni. „Ég gerði svona gríngaldrabragð sem ég sá í Family Guy. Þeim fannst það bara sjúklega skemmtilegt svo ég komst áfram í viðtal og fékk svo vinnuna,“ segir Hildur. Hópurinn fór beint í að gera stuttmynd sem heitir Einn séns og lag með sama nafni. Eftir það fylgdu reglulegir sketsar sem hópurinn birti á samfélagsmiðlum, fleiri lög og ýmiss konar uppákomur. „Ég hef kynnst frábæru fólki í gegnum þetta og finn að ég hef mikinn áhuga á samfélagsmiðlafjölmiðlun, sem er ný tegund af fjölmiðlun. Ég ætla klárlega að halda áfram í fjölmiðlageiranum í framtíðinni,“ segir Hildur.Það heitasta síðan ristað brauð Hildur hefur vakið athygli fyrir flottan fatastíl en í Áttunni hefur hún frjálst val um hverju hún klæðist. „Svo framarlega sem ég er ekki að auglýsa nein merki,“ útskýrir hún. „Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri fyrir mér. Þegar ég var yngri þá vildi ég aldrei klæðast eins og aðrir, ég vildi aldrei fylgja straumnum. Þegar ég var svona 13 ára þá mætti ég í skólann í bleikri peysu og bleikum buxum og fannst ég það heitasta síðan ristað brauð,“ segir Hildur hlæjandi.Hildur Sif segir þennan jakka vera í miklu uppáhaldi.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHún segir að hún eigi eina uppáhaldsflík sem eru smekkbuxur. „Mér finnst alltaf svo gaman að klæðast þeim því ég fæ svo misjöfn viðbrögð þegar ég er í þeim. Fólk einhvern veginn býst ekki við því að ég klæðist þannig buxum.“Stefnir á nám í fjölmiðlun Í mars breyttist Áttan og hætti að vera fjöllistahópur og varð Áttan miðlar. „Við fórum að búa til þætti á Instagram. Við erum núna að vinna í sumardagskránni okkar. Sonja Valdin er með þátt þar sem hún fer á allar útihátíðir og Gunnar er með falda myndavél. Ég var með þátt í vor þar sem ég leitaði að Instagram-stjörnu Íslands en er ekki með þátt eins og er,“ útskýrir Hildur. „Mig langar að prófa að víkka hringinn minn aðeins svo í staðinn fyrir að vera bara á Instagram ætla ég að byrja með mína eigin þætti á YouTube. Áttan hefur opnað fyrir mér alls konar tækifæri. Tengslanetið mitt hefur líka stækkað og ég er óhræddari að grípa tækifærin þegar ég sé þau,“ bætir hún við. Hildur stefnir á nám í fjölmiðlun í Háskólanum á Akureyri í framtíðinni en þarf fyrst að ljúka stúdentsprófi svo í haust sest hún á skólabekk til að klára það. Það verður spennandi að fylgjast með Hildi í framtíðinni en hún á eflaust eftir að láta að sér kveða á einhverjum miðli. Áttan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Hildur Sif Guðmundsdóttir er mörgum kunn sem meðlimur Áttunnar. Hún var valin inn úr hópi umsækjanda fyrir rúmu ári. Fyrir þann tíma var Hildur algerlega óþekkt en hún segir undanfarið ár hafa haft mikil áhrif á líf sitt. „Það var auglýst eftir fólki í Áttuna í fyrra og ég ákvað bara að prófa að sækja um. Ég fór í áheyrnarprufur fyrir framan dómara og þurfti að sanna mig og af hverju ég ætti að komast inn. Svo ég bara sannaði mig, svona í stuttu máli,“ segir Hildur um aðdraganda þess að hún hefur undanfarið ár glatt fólk á samfélagsmiðlum með skemmtilegum sketsum og ýmsu gríni. „Ég gerði svona gríngaldrabragð sem ég sá í Family Guy. Þeim fannst það bara sjúklega skemmtilegt svo ég komst áfram í viðtal og fékk svo vinnuna,“ segir Hildur. Hópurinn fór beint í að gera stuttmynd sem heitir Einn séns og lag með sama nafni. Eftir það fylgdu reglulegir sketsar sem hópurinn birti á samfélagsmiðlum, fleiri lög og ýmiss konar uppákomur. „Ég hef kynnst frábæru fólki í gegnum þetta og finn að ég hef mikinn áhuga á samfélagsmiðlafjölmiðlun, sem er ný tegund af fjölmiðlun. Ég ætla klárlega að halda áfram í fjölmiðlageiranum í framtíðinni,“ segir Hildur.Það heitasta síðan ristað brauð Hildur hefur vakið athygli fyrir flottan fatastíl en í Áttunni hefur hún frjálst val um hverju hún klæðist. „Svo framarlega sem ég er ekki að auglýsa nein merki,“ útskýrir hún. „Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri fyrir mér. Þegar ég var yngri þá vildi ég aldrei klæðast eins og aðrir, ég vildi aldrei fylgja straumnum. Þegar ég var svona 13 ára þá mætti ég í skólann í bleikri peysu og bleikum buxum og fannst ég það heitasta síðan ristað brauð,“ segir Hildur hlæjandi.Hildur Sif segir þennan jakka vera í miklu uppáhaldi.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHún segir að hún eigi eina uppáhaldsflík sem eru smekkbuxur. „Mér finnst alltaf svo gaman að klæðast þeim því ég fæ svo misjöfn viðbrögð þegar ég er í þeim. Fólk einhvern veginn býst ekki við því að ég klæðist þannig buxum.“Stefnir á nám í fjölmiðlun Í mars breyttist Áttan og hætti að vera fjöllistahópur og varð Áttan miðlar. „Við fórum að búa til þætti á Instagram. Við erum núna að vinna í sumardagskránni okkar. Sonja Valdin er með þátt þar sem hún fer á allar útihátíðir og Gunnar er með falda myndavél. Ég var með þátt í vor þar sem ég leitaði að Instagram-stjörnu Íslands en er ekki með þátt eins og er,“ útskýrir Hildur. „Mig langar að prófa að víkka hringinn minn aðeins svo í staðinn fyrir að vera bara á Instagram ætla ég að byrja með mína eigin þætti á YouTube. Áttan hefur opnað fyrir mér alls konar tækifæri. Tengslanetið mitt hefur líka stækkað og ég er óhræddari að grípa tækifærin þegar ég sé þau,“ bætir hún við. Hildur stefnir á nám í fjölmiðlun í Háskólanum á Akureyri í framtíðinni en þarf fyrst að ljúka stúdentsprófi svo í haust sest hún á skólabekk til að klára það. Það verður spennandi að fylgjast með Hildi í framtíðinni en hún á eflaust eftir að láta að sér kveða á einhverjum miðli.
Áttan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira