Göngutúrinn er fimm hundruð kílómetrar Sigtryggur Ari skrifar 10. júlí 2019 07:00 Kristján Helgi Carrasco og Kristinn Birkisson eftir að hafa komist í hann krappan í Kreppu. Þeir komust yfir að lokum. Fréttablaðið/Sigtryggur ARI „Einmitt núna erum við á áttunda degi göngunnar, þvert yfir landið,“ sagði Kristján Helgi Carrasco sem blaðamaður Fréttablaðsins hitti í Hvannalindum á sunnudaginn var. Kristján og félagi hans, Kristinn Birkisson, eru nú á gönguferð þvert yfir Ísland, frá fjörunni í Lóni að austanverðu, alla leið yfir hálendið og niður í Borgarfjörð í vestri. Gangan er ríflega 500 kílómetra löng og reikna félagarnir með að nota allan júlímánuð til þess að klára hana. Er blaðamaður rakst á Kristján og Kristin höfðu þeir nýlokið við að vaða jökulána Kreppu, sem er með þeim stærri og ógnvænlegri. „Við reyndum að vaða Kreppu í gærkvöldi, en þá var allt of mikið í henni,“ sagði Kristinn „Við slógum upp tjaldi og ákváðum að bíða til morguns. Í morgun reyndum við aftur við sama vað og í gær, en það gekk ekki hjá okkur. Það liðu samt alls fimmtíu mínútur frá því að við fórum út í þangað til við komumst aftur upp úr jökulvatninu og upp á bakka. Þá þurftum við að hlýja okkur og borða áður en við leituðum að nýju vaði. Þetta gekk þó að lokum.“ Þeir Kristján og Kristinn sögðu heilsuna góða og andann vera léttan. „Hælarnir eiga nú samt dálítið bágt,“ bætti Kristinn við. „Við erum brattir.“ Þeir félagar greina frá því á Facebook-síðu þar sem sagt er frá ferðinni að upphaflega hugmyndin sé ættuð frá þeim Róberti Marshall, Brynhildi Ólafsdóttur, Páli Ásgeiri Ásgeirssyni, Rósu Sigrúnu Jónsdóttur og Einari Skúlasyni. Leiðarvalið miðaðist meðal annars við að gengið yrði að mestu um algerar óbyggðir og að á leiðinni yrði að sigrast á talsverðum áskorunum. Nánari upplýsingar og fréttir af ferðum vinanna er að finna á Facebook-síðunni Kristján og Kristinn á Öræfaleið. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
„Einmitt núna erum við á áttunda degi göngunnar, þvert yfir landið,“ sagði Kristján Helgi Carrasco sem blaðamaður Fréttablaðsins hitti í Hvannalindum á sunnudaginn var. Kristján og félagi hans, Kristinn Birkisson, eru nú á gönguferð þvert yfir Ísland, frá fjörunni í Lóni að austanverðu, alla leið yfir hálendið og niður í Borgarfjörð í vestri. Gangan er ríflega 500 kílómetra löng og reikna félagarnir með að nota allan júlímánuð til þess að klára hana. Er blaðamaður rakst á Kristján og Kristin höfðu þeir nýlokið við að vaða jökulána Kreppu, sem er með þeim stærri og ógnvænlegri. „Við reyndum að vaða Kreppu í gærkvöldi, en þá var allt of mikið í henni,“ sagði Kristinn „Við slógum upp tjaldi og ákváðum að bíða til morguns. Í morgun reyndum við aftur við sama vað og í gær, en það gekk ekki hjá okkur. Það liðu samt alls fimmtíu mínútur frá því að við fórum út í þangað til við komumst aftur upp úr jökulvatninu og upp á bakka. Þá þurftum við að hlýja okkur og borða áður en við leituðum að nýju vaði. Þetta gekk þó að lokum.“ Þeir Kristján og Kristinn sögðu heilsuna góða og andann vera léttan. „Hælarnir eiga nú samt dálítið bágt,“ bætti Kristinn við. „Við erum brattir.“ Þeir félagar greina frá því á Facebook-síðu þar sem sagt er frá ferðinni að upphaflega hugmyndin sé ættuð frá þeim Róberti Marshall, Brynhildi Ólafsdóttur, Páli Ásgeiri Ásgeirssyni, Rósu Sigrúnu Jónsdóttur og Einari Skúlasyni. Leiðarvalið miðaðist meðal annars við að gengið yrði að mestu um algerar óbyggðir og að á leiðinni yrði að sigrast á talsverðum áskorunum. Nánari upplýsingar og fréttir af ferðum vinanna er að finna á Facebook-síðunni Kristján og Kristinn á Öræfaleið.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira