„Lítil áhersla lögð á að græða félagsleg sár af völdum ebólunnar“ Heimsljós kynnir 26. júlí 2019 12:45 Ljósmynd frá Síerra Leone. Rauði krossinn „Mestur þungi aðgerða á sviði endurhæfingar hefur verið lagður í efnahagslega endurreisn landsins og almennt hefur lítil áhersla verið lögð á að græða félagsleg sár sem ebóluveiran skildi eftir sig innan berskjaldaðra samfélaga í landinu,“ segir Ívar Schram verkefnastjóri Rauða krossins í Síerra Leone. Hann stýrir þróunarverkefni á vegum Rauða krossins á Íslandi sem hófst á síðasta ári og nýtur stuðnings utanríkisráðuneytisins. Markmið þess er að stuðla að samfélagslegri endurhæfingu vegna afleiðinga ebólufaraldursins en verkefnið á að bæta lífskjör 150 þúsund íbúa Síerra Leone. Ebólufaraldurinn, sá útbreiddasti til þessa, geisaði í Síerra Leone, Gíneu og Líberíu á árunum 2013 til 2016 og varð rúmlega 11 þúsund manns að aldurtila. Nú, þremur árum eftir að faraldurinn var upprættur, glíma íbúar Síerra Leone við afleiðingarnar sem Ívar lýstir í viðtali á vef Rauða krossins sem „sviðinni jörð“ í sárafátæku landi sem er í fimmta neðsta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna. Ívar segir verulega hafa skort á fræðslu til almennings. ,,Í fyrsta lagi er það uppruni veirunnar og hvernig hún berst til manna. Í öðru lagi eru það svo smitleiðir veirunnar og hvernig hún verður að svokölluðum faraldri eða farsótt. Varðandi uppruna veirunnar er talið að ebóla smitist frá tilteknum dýrum í menn, en í löndum eins og Síerra Leóne er til dæmis algengt að fólk veiði sér villt dýr á borð við apa og leðurblökur til matar. Það var einmitt eitt af því sem verkefnið okkar beindi sjónum sínum að, þ.e. að fræða almenning um uppruna ebóluveirunnar til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.“ Í viðtalinu segir Ívar meðal annars að ellefu ára borgarastyrjöld í Síerra Leone frá 1991 til 2002 hafi grafið verulega undan trausti almennings í garð yfirvalda og opinberra stofnana. “Af því leiddi að opinberar upplýsingar frá yfirvöldum voru gjarnan dregnar í efa og fólk reiddi sig fremur á óformlegar boðleiðir upplýsinga sem oft og tíðum byggðu á fölskum grunni og orðrómi einum. Sem dæmi flaug sú fiskisaga víða um Síerra Leóne að ebóluveiran væri pólitísks eðlis og alfarið á valdi stjórnvalda í landinu. Við upptök ebólufaraldursins áttu áreiðanlegar upplýsingar frá yfirvöldum því ekki greiða leið til almennings, sem varð til þess að fólk fylltist hræðslu og einangraði sig í stað þess að leita til læknis þegar upp komu einkenni ebóluveirunnar. Þetta varð til þess að smitaðir reyndust oft og tíðum of langt komnir á meðgöngutíma sjúkdómsins þegar tilfelli rötuðu loks undir hendur lækna, sem enn fremur vakti upp hræðslu og ótta gagnvart heilsugæslustöðvum og læknisaðstoð á svæðinu.“ Sjá viðtalið í heild á vef Rauða krossins á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent
„Mestur þungi aðgerða á sviði endurhæfingar hefur verið lagður í efnahagslega endurreisn landsins og almennt hefur lítil áhersla verið lögð á að græða félagsleg sár sem ebóluveiran skildi eftir sig innan berskjaldaðra samfélaga í landinu,“ segir Ívar Schram verkefnastjóri Rauða krossins í Síerra Leone. Hann stýrir þróunarverkefni á vegum Rauða krossins á Íslandi sem hófst á síðasta ári og nýtur stuðnings utanríkisráðuneytisins. Markmið þess er að stuðla að samfélagslegri endurhæfingu vegna afleiðinga ebólufaraldursins en verkefnið á að bæta lífskjör 150 þúsund íbúa Síerra Leone. Ebólufaraldurinn, sá útbreiddasti til þessa, geisaði í Síerra Leone, Gíneu og Líberíu á árunum 2013 til 2016 og varð rúmlega 11 þúsund manns að aldurtila. Nú, þremur árum eftir að faraldurinn var upprættur, glíma íbúar Síerra Leone við afleiðingarnar sem Ívar lýstir í viðtali á vef Rauða krossins sem „sviðinni jörð“ í sárafátæku landi sem er í fimmta neðsta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna. Ívar segir verulega hafa skort á fræðslu til almennings. ,,Í fyrsta lagi er það uppruni veirunnar og hvernig hún berst til manna. Í öðru lagi eru það svo smitleiðir veirunnar og hvernig hún verður að svokölluðum faraldri eða farsótt. Varðandi uppruna veirunnar er talið að ebóla smitist frá tilteknum dýrum í menn, en í löndum eins og Síerra Leóne er til dæmis algengt að fólk veiði sér villt dýr á borð við apa og leðurblökur til matar. Það var einmitt eitt af því sem verkefnið okkar beindi sjónum sínum að, þ.e. að fræða almenning um uppruna ebóluveirunnar til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.“ Í viðtalinu segir Ívar meðal annars að ellefu ára borgarastyrjöld í Síerra Leone frá 1991 til 2002 hafi grafið verulega undan trausti almennings í garð yfirvalda og opinberra stofnana. “Af því leiddi að opinberar upplýsingar frá yfirvöldum voru gjarnan dregnar í efa og fólk reiddi sig fremur á óformlegar boðleiðir upplýsinga sem oft og tíðum byggðu á fölskum grunni og orðrómi einum. Sem dæmi flaug sú fiskisaga víða um Síerra Leóne að ebóluveiran væri pólitísks eðlis og alfarið á valdi stjórnvalda í landinu. Við upptök ebólufaraldursins áttu áreiðanlegar upplýsingar frá yfirvöldum því ekki greiða leið til almennings, sem varð til þess að fólk fylltist hræðslu og einangraði sig í stað þess að leita til læknis þegar upp komu einkenni ebóluveirunnar. Þetta varð til þess að smitaðir reyndust oft og tíðum of langt komnir á meðgöngutíma sjúkdómsins þegar tilfelli rötuðu loks undir hendur lækna, sem enn fremur vakti upp hræðslu og ótta gagnvart heilsugæslustöðvum og læknisaðstoð á svæðinu.“ Sjá viðtalið í heild á vef Rauða krossins á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent