Neyðarkall: Fimmtán milljónir á barmi hungursneyðar Heimsljós kynnir 25. júlí 2019 14:45 Dustin Barter/Oxfam Rúmlega fimmtán milljónir íbúa á Horni Afríku þurfa á neyðaraðstoð að halda vegna langvarandi þurrka, að sögn hjálparsamtakanna Oxfam. Fulltrúar samtakanna hvöttu framlagsríki í morgun til að bregðast við vandanum. Löndin í þessum heimshluta sem hafa orðið verst úti í yfirstandandi þurrkum eru Eþíópía, Kenya og Sómalía. Í frétt frá Oxfam segir að aðeins hafi tekist að afla fjár fyrir þriðjungi þeirrar neyðaraðstoðar sem metin var nauðsynleg til að bjarga mannslífum. Ekki sé með núverandi fjármagni hægt að hjálpa öllum og viðbótarfjármagn dragi úr hættunni á enn frekari neyðarástandi.Óveruleg úrkoma að undanförnu hefur leitt til uppskerubrests og skortur á öðrum bjargráðum til tekjuöflunar hefur leitt til þess að 7,6 milljónir manna í löndunum þremur eru við hungurmörk. Vandinn er enn verri vegna þess að milljónir manna á þessu svæði hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka, auk þess sem þurrkarnir hafa flæmt fólk á vergang. Hungursneyð í þessum heimshluta árið 2011 leiddi til þess að rúmlega 260 þúsund manns vesluðust upp og dóu. Svipað ástand skapaðist árið 2017 en þá var hungursneyð afstýrt með framlögum sem söfnuðust í skyndi og umfangsmiklu hjálparstarfi. Milljónir manna eru þó enn að koma undir sig fótunum eftir þá þurrkatíð og eru því enn í viðkvæmari stöðu, að mati Oxfam. „Við getum ekki beðið eftir því að myndir af vannærðu fólki og dauðum skepnum fylli sjónvarpsskjáina. Við þurfum að bregðast við strax til að forðast hörmungarástand,“ segir Lydia Zigomo, svæðisstjóri Oxfam.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent
Rúmlega fimmtán milljónir íbúa á Horni Afríku þurfa á neyðaraðstoð að halda vegna langvarandi þurrka, að sögn hjálparsamtakanna Oxfam. Fulltrúar samtakanna hvöttu framlagsríki í morgun til að bregðast við vandanum. Löndin í þessum heimshluta sem hafa orðið verst úti í yfirstandandi þurrkum eru Eþíópía, Kenya og Sómalía. Í frétt frá Oxfam segir að aðeins hafi tekist að afla fjár fyrir þriðjungi þeirrar neyðaraðstoðar sem metin var nauðsynleg til að bjarga mannslífum. Ekki sé með núverandi fjármagni hægt að hjálpa öllum og viðbótarfjármagn dragi úr hættunni á enn frekari neyðarástandi.Óveruleg úrkoma að undanförnu hefur leitt til uppskerubrests og skortur á öðrum bjargráðum til tekjuöflunar hefur leitt til þess að 7,6 milljónir manna í löndunum þremur eru við hungurmörk. Vandinn er enn verri vegna þess að milljónir manna á þessu svæði hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka, auk þess sem þurrkarnir hafa flæmt fólk á vergang. Hungursneyð í þessum heimshluta árið 2011 leiddi til þess að rúmlega 260 þúsund manns vesluðust upp og dóu. Svipað ástand skapaðist árið 2017 en þá var hungursneyð afstýrt með framlögum sem söfnuðust í skyndi og umfangsmiklu hjálparstarfi. Milljónir manna eru þó enn að koma undir sig fótunum eftir þá þurrkatíð og eru því enn í viðkvæmari stöðu, að mati Oxfam. „Við getum ekki beðið eftir því að myndir af vannærðu fólki og dauðum skepnum fylli sjónvarpsskjáina. Við þurfum að bregðast við strax til að forðast hörmungarástand,“ segir Lydia Zigomo, svæðisstjóri Oxfam.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent