Þarf að passa vel upp á fæturna Ásta Eir Árnadóttir skrifar 25. júlí 2019 08:00 Innblástur í tísku kemur frá félögum hans í vinnunni og sportinu. Það er nóg að gera hjá Ara nánast alla daga. „Vikur og mánuðir eru gríðarlega ólík og fjölbreytt. Svona eins og avókadóið sem þú kaupir úti í búð, þá er dagatalið mitt stundum hart með stórum steini eða mjúkt og leiðinlegt. Ari starfar sem atvinnutrompetleikari og tónlistarmaður, og ofan á það er hann afreksíþróttamaður. „Það eru algjör forréttindi að geta unnið við það sem maður elskar og planið er að halda þeirri stefnu ótrauður áfram,“ segir Ari. „Góður vinur minn náði að skilgreina líf mitt betur en ég hef náð að gera. Hann sagði að hjá mér væri tónlistin „ying“ – hið andlega, og spretthlaupið „yang“ – hið líkamlega. Þetta jafnvægi, sjáðu til.“Leðurjakkinn í uppáhaldi Þegar kemur að tísku, þá spáði hann töluvert meira í henni þegar hann var yngri. „Með árunum hefur maður náð að þróa sinn persónulega stíl.“ Fatastíllinn er orðinn fjölbreyttur hjá honum í dag. „Það er oft erfitt að vera mikið að koma fram, spila við alls konar tilefni og vera stundum í sömu fötunum en þess vegna hef ég fengið mér föt sem ég elska og hlakka til að vera í.“ Hans uppáhaldsflík er leðurjakki sem unnusta hans gaf honum. „Þetta er líklega mest notaða flíkin mín, ég nota hann bæði við fínni tilefni og hversdags. Annars þrífst ég líka mjög vel í vönduðum útivistarfötum með borgaralegu ívafi,“ segir Ari.Þar sem Ari er mikill íþróttamaður þá klæðist hann oft íþróttafötum. Honum finnst best að kaupa þannig klæðnað í H verslun.Úrvalið á Íslandi gott Allir eiga sér uppáhaldsverslanir og Ari er þar engin undantekning. „Mér finnst best að fara í H-verslun til að finna allt tengt íþróttum og hlaupum. Svo finn ég alltaf góða skó þar líka. Fínir strigaskór virka við 99% tilefna og svo þarf ég að passa vel upp á fæturna á mér og get eiginlega ekki gengið um í spariskóm eins mikið og fagið kallar á,“ útskýrir Ari. Hann velur 66°Norður fyrir þægindi, útiveru og stíl. „Ég myndi segja að það tikki í næstum öll mín box.“ Þegar hann er að leita sér að fínni fötum þá fer hann í Húrra Reykjavík. „Ég dýrka strákana þar niður frá, alltaf með svör við vandamálum manns og halda manni mjög ferskum. Þeir hafa nokkurn veginn mótað hinn íslenska karlkyns fatastíl síðustu ár en halda í mikil gæði og frábæra þjónustu.“Þægindin í fyrirrúmi Það fer mikið eftir dögum hverju Ari klæðist dagsdaglega. „Oftast er ég mjög þægilegur, þá er ég að tala um til dæmis hettupeysu, þægilegar buxur, þykka sokka og jafnvel derhúfu. Ég hef verið gripinn með derhúfu í snjókomu. Fyrir mér eru árstíðir hugarfar.“ Hann er ekki að fylgjast með neinum sérstökum og hann á sér enga eina tískufyrirmynd, en áhrifin og innblásturinn koma frá fólkinu í kringum hann. „Ég er svo heppinn að eiga mikið af bæði tónlistarvinum og íþróttavinum sem eru með geggjaðan stíl og þeir búa til einhvern stóran áhrifavald á mig sem spilar inn í þegar ég er að velja mér föt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
Það er nóg að gera hjá Ara nánast alla daga. „Vikur og mánuðir eru gríðarlega ólík og fjölbreytt. Svona eins og avókadóið sem þú kaupir úti í búð, þá er dagatalið mitt stundum hart með stórum steini eða mjúkt og leiðinlegt. Ari starfar sem atvinnutrompetleikari og tónlistarmaður, og ofan á það er hann afreksíþróttamaður. „Það eru algjör forréttindi að geta unnið við það sem maður elskar og planið er að halda þeirri stefnu ótrauður áfram,“ segir Ari. „Góður vinur minn náði að skilgreina líf mitt betur en ég hef náð að gera. Hann sagði að hjá mér væri tónlistin „ying“ – hið andlega, og spretthlaupið „yang“ – hið líkamlega. Þetta jafnvægi, sjáðu til.“Leðurjakkinn í uppáhaldi Þegar kemur að tísku, þá spáði hann töluvert meira í henni þegar hann var yngri. „Með árunum hefur maður náð að þróa sinn persónulega stíl.“ Fatastíllinn er orðinn fjölbreyttur hjá honum í dag. „Það er oft erfitt að vera mikið að koma fram, spila við alls konar tilefni og vera stundum í sömu fötunum en þess vegna hef ég fengið mér föt sem ég elska og hlakka til að vera í.“ Hans uppáhaldsflík er leðurjakki sem unnusta hans gaf honum. „Þetta er líklega mest notaða flíkin mín, ég nota hann bæði við fínni tilefni og hversdags. Annars þrífst ég líka mjög vel í vönduðum útivistarfötum með borgaralegu ívafi,“ segir Ari.Þar sem Ari er mikill íþróttamaður þá klæðist hann oft íþróttafötum. Honum finnst best að kaupa þannig klæðnað í H verslun.Úrvalið á Íslandi gott Allir eiga sér uppáhaldsverslanir og Ari er þar engin undantekning. „Mér finnst best að fara í H-verslun til að finna allt tengt íþróttum og hlaupum. Svo finn ég alltaf góða skó þar líka. Fínir strigaskór virka við 99% tilefna og svo þarf ég að passa vel upp á fæturna á mér og get eiginlega ekki gengið um í spariskóm eins mikið og fagið kallar á,“ útskýrir Ari. Hann velur 66°Norður fyrir þægindi, útiveru og stíl. „Ég myndi segja að það tikki í næstum öll mín box.“ Þegar hann er að leita sér að fínni fötum þá fer hann í Húrra Reykjavík. „Ég dýrka strákana þar niður frá, alltaf með svör við vandamálum manns og halda manni mjög ferskum. Þeir hafa nokkurn veginn mótað hinn íslenska karlkyns fatastíl síðustu ár en halda í mikil gæði og frábæra þjónustu.“Þægindin í fyrirrúmi Það fer mikið eftir dögum hverju Ari klæðist dagsdaglega. „Oftast er ég mjög þægilegur, þá er ég að tala um til dæmis hettupeysu, þægilegar buxur, þykka sokka og jafnvel derhúfu. Ég hef verið gripinn með derhúfu í snjókomu. Fyrir mér eru árstíðir hugarfar.“ Hann er ekki að fylgjast með neinum sérstökum og hann á sér enga eina tískufyrirmynd, en áhrifin og innblásturinn koma frá fólkinu í kringum hann. „Ég er svo heppinn að eiga mikið af bæði tónlistarvinum og íþróttavinum sem eru með geggjaðan stíl og þeir búa til einhvern stóran áhrifavald á mig sem spilar inn í þegar ég er að velja mér föt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira