Forskeytið „stuð“ boðar gott Þórarinn Þórarinsson skrifar 25. júlí 2019 10:00 Stuðlabandsins, sjöhöfða glymskrattinn frá Selfossi. Hljómsveitin Stuðlabandið var stofnuð á Selfossi 2004 og hróður hennar sem sveitaballastuðbands hefur aukist jafnt og þétt með hverju árinu. Þeir félagar láta til sín taka á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina fjórða árið í röð. Að þessu sinni með Jóni Jónssyni á kvöldvöku laugardagsins og halda svo áfram á ballinu eftir miðnætti langt inn í ágústnóttina. „Orkan sem svífur þarna yfir öllu er svo ótrúlega mögnuð að það verður aldrei þreytt að spila þarna,“ segir Marinó Geir Lilliendahl, trommuleikari og stofnandi hljómsveitarinnar. „Andrúmsloftið er náttúrlega einhvern veginn þannig að það er alltaf ótrúlega mögnuð upplifun að stíga þarna á svið. Þessi hátíð er einstök í sjálfri sér og á sér enga hliðstæðu á landinu.“Í stuði helming ævinnar Marinó segir að Stuðlabandið sé „eðal sunnlensk blanda“ þar sem sjömenningarnir eru allir frá Selfossi eða úr nærsveitum. „Í grunninn er þetta náttúrlega bara gamall rótgróinn vinahópur,“ segir Marinó og bendir á að það kunni að skýra fjöldann í bandinu. „Þetta er fimmtán ára gömul hljómsveit sem ég stofnaði þegar ég var fjórtán ára. Ég er 29 ára í dag þannig að ég er búinn að vera í henni rúmlega 50% ævi minnar.“ Marinó segir Stuðlabandið byggja á traustum grunni sveitaballahefðarinnar og í raun megi segja að samanlagt séu þeir félagar mennskur glymskratti. „Við spilum hvað sem er. Skiptir engu hvort það er ABBA, Whitesnake eða Whitney Houston. Við tökum bara alla flóruna; íslenskt, erlent, gamalt og nýtt. Rokk, popp og diskó. Það skiptir engu máli.“Flottir í tauinu Strákarnir í Stuðlabandinu hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir samræmdan og stílfærðan klæðaburð en þeir troða jafnan upp í skrautlegum jakkafötum og hafa þannig skapað sér ákveðna ímynd. „Við reynum að taka okkur ekkert of hátíðlega og fólk hefur gaman af þessu. Við sýnum öllum viðburðum þá virðingu að við klæðum okkur upp og mætum vel til hafðir. Hvort sem jakkafötin eru fjólublá, doppótt eða blá. Marinó segir fatasafnið orðið býsna drjúgt og telji í það minnsta átta mismunandi skrautlega alklæðnaði og að sjálfsögðu bætist reglulega ný jakkaföt við.Ekki í skugga Skímó Skítamórall er þekktasta hljómsveitin sem komið hefur frá Selfossi í seinni tíð en Marinó segir aðspurður Stuðlabandið þó ekki standa í skugga þeirrar sveitar. „Nei, ég tel okkur ekkert endilega vera í skugga einhvers. Skímó eru auðvitað geggjaðir og búnir að gera ógeðslega góða hluti í gegnum tíðina og við lítum upp til þeirra fyrir það sem þeir hafa gert,“ segir hann. „Við höfum yfirleitt bara reynt að vera meðvitaðir um eigið ágæti og fara áfram á því sem við stöndum fyrir frekar en að reyna að líkja eftir einhverjum öðrum eða setja okkur í spor einhverra annarra.“Æfðu á dýraspítala Þegar talið berst að nafni hljómsveitarinnar kemur á daginn að það hefur ekkert að gera með stuðlaberg eða stuðla og höfuðstafi. „Sagan á bak við nafnið er einföld. Þegar við byrjuðum 2004 æfðum við í bílskúrnum heima hjá einum okkar og hann býr á bæ í Ölfusi sem heitir Stuðlar og er dýraspítali. Dýraspítalinn á Stuðlum í Ölfusi og við kölluðum okkur bara Stuðlabandið. Við erum miklir dýravinir og þetta er skírskotun í það.“ Þá má einnig rekja nafn hljómsveitarinnar nokkuð langt aftur í íslenska gleðitónlistarsögu. „Ég hitti Valgeir Guðjónsson einu sinni og hann heilsaði mér og sagði við mig að við ættum þó sameiginlegt að vera báðir í hljómsveit með forskeytinu „stuð-“ og það boðar gott. Kannski smá vísun í það líka, stuðið. Það á vel við.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Hljómsveitin Stuðlabandið var stofnuð á Selfossi 2004 og hróður hennar sem sveitaballastuðbands hefur aukist jafnt og þétt með hverju árinu. Þeir félagar láta til sín taka á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina fjórða árið í röð. Að þessu sinni með Jóni Jónssyni á kvöldvöku laugardagsins og halda svo áfram á ballinu eftir miðnætti langt inn í ágústnóttina. „Orkan sem svífur þarna yfir öllu er svo ótrúlega mögnuð að það verður aldrei þreytt að spila þarna,“ segir Marinó Geir Lilliendahl, trommuleikari og stofnandi hljómsveitarinnar. „Andrúmsloftið er náttúrlega einhvern veginn þannig að það er alltaf ótrúlega mögnuð upplifun að stíga þarna á svið. Þessi hátíð er einstök í sjálfri sér og á sér enga hliðstæðu á landinu.“Í stuði helming ævinnar Marinó segir að Stuðlabandið sé „eðal sunnlensk blanda“ þar sem sjömenningarnir eru allir frá Selfossi eða úr nærsveitum. „Í grunninn er þetta náttúrlega bara gamall rótgróinn vinahópur,“ segir Marinó og bendir á að það kunni að skýra fjöldann í bandinu. „Þetta er fimmtán ára gömul hljómsveit sem ég stofnaði þegar ég var fjórtán ára. Ég er 29 ára í dag þannig að ég er búinn að vera í henni rúmlega 50% ævi minnar.“ Marinó segir Stuðlabandið byggja á traustum grunni sveitaballahefðarinnar og í raun megi segja að samanlagt séu þeir félagar mennskur glymskratti. „Við spilum hvað sem er. Skiptir engu hvort það er ABBA, Whitesnake eða Whitney Houston. Við tökum bara alla flóruna; íslenskt, erlent, gamalt og nýtt. Rokk, popp og diskó. Það skiptir engu máli.“Flottir í tauinu Strákarnir í Stuðlabandinu hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir samræmdan og stílfærðan klæðaburð en þeir troða jafnan upp í skrautlegum jakkafötum og hafa þannig skapað sér ákveðna ímynd. „Við reynum að taka okkur ekkert of hátíðlega og fólk hefur gaman af þessu. Við sýnum öllum viðburðum þá virðingu að við klæðum okkur upp og mætum vel til hafðir. Hvort sem jakkafötin eru fjólublá, doppótt eða blá. Marinó segir fatasafnið orðið býsna drjúgt og telji í það minnsta átta mismunandi skrautlega alklæðnaði og að sjálfsögðu bætist reglulega ný jakkaföt við.Ekki í skugga Skímó Skítamórall er þekktasta hljómsveitin sem komið hefur frá Selfossi í seinni tíð en Marinó segir aðspurður Stuðlabandið þó ekki standa í skugga þeirrar sveitar. „Nei, ég tel okkur ekkert endilega vera í skugga einhvers. Skímó eru auðvitað geggjaðir og búnir að gera ógeðslega góða hluti í gegnum tíðina og við lítum upp til þeirra fyrir það sem þeir hafa gert,“ segir hann. „Við höfum yfirleitt bara reynt að vera meðvitaðir um eigið ágæti og fara áfram á því sem við stöndum fyrir frekar en að reyna að líkja eftir einhverjum öðrum eða setja okkur í spor einhverra annarra.“Æfðu á dýraspítala Þegar talið berst að nafni hljómsveitarinnar kemur á daginn að það hefur ekkert að gera með stuðlaberg eða stuðla og höfuðstafi. „Sagan á bak við nafnið er einföld. Þegar við byrjuðum 2004 æfðum við í bílskúrnum heima hjá einum okkar og hann býr á bæ í Ölfusi sem heitir Stuðlar og er dýraspítali. Dýraspítalinn á Stuðlum í Ölfusi og við kölluðum okkur bara Stuðlabandið. Við erum miklir dýravinir og þetta er skírskotun í það.“ Þá má einnig rekja nafn hljómsveitarinnar nokkuð langt aftur í íslenska gleðitónlistarsögu. „Ég hitti Valgeir Guðjónsson einu sinni og hann heilsaði mér og sagði við mig að við ættum þó sameiginlegt að vera báðir í hljómsveit með forskeytinu „stuð-“ og það boðar gott. Kannski smá vísun í það líka, stuðið. Það á vel við.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira