KA hefur samið við spænska miðjumanninn David Cuerva út tímabilið. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.
Cuerva er annar spænski miðjumaðurinn sem KA fær til sín í júlíglugganum. Daníel Hafsteinsson er hins vegar farinn til Helsingborg.
Í síðustu viku gekk Iosu Villar til liðs við KA. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir liðið þegar það gerði 1-1 jafntefli við ÍA á sunnudaginn.
Cuerva, sem er 28 ára, lék síðast með Nongbua í Taílandi. Hann hóf ferilinn hjá Villarreal en náði ekki að brjóta sér leið inn í aðallið félagsins. Cuerva hefur lengst af leikið í neðri deildunum á Spáni.
Næsti leikur KA er gegn FH á Greifavellinum á Akureyri á sunnudaginn.
