Neitaði að deila verðlaunapallinum með „svindlara“ á HM í sundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:30 Mack Horton steig aldrei upp á verðlaunapallinn með þeim Sun Yang og Gabriele Detti. Getty/Maddie Meyer Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. Kínverjinn Sun Yang tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 400 metra skriðsundi og var að vinna þessa grein á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Hann vann einnig gullið 2013, 2015 og 2017. Það eru aftur á móti ekki allir sáttir með að Sun Yang sé að keppa. Einn af þeim er Mack Horton sem varð annar í þessu sundi og Horton þurfti einnig að sætta sig við annað sætið á heimsmeistaramótinu í Búdapest fyrir tveimur árum.Australian swimmer Mack Horton refused to share the podium with Chinese rival Sun Yang, years after accusing him of being a "drug cheat" Watch: https://t.co/vTZSLVykJGpic.twitter.com/FyZ4h5r8HR — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Sun Yang hefur verið ásakaður um að brjóta reglur í tengslum við lyfjapróf og Mack Horton kallar hann svindlara. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni þá steig Mack Horton aldrei upp á pallinn því hann vildi ekki deila verðlaunapallinum með „svindlara“. Mack Horton neitaði líka að láta taka mynd af sér með Sun Yang eins og venja er. Hann brosti hins vegar út að eyrum á mynd með Gabriele Detti frá Ítalíu sem fékk bronsið. Sun var dæmdur í þriggja mánaða bann árið 2014 eftir að örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Sun hélt því fram að hann hafi notað efnið vegna hjartavandamála. Deilur þeirra hófust fyrir alvöru á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem Horton sakaði Sun um að skvetta á sig í æfingalauginni. „Ég lét sem hann væri ekki þarna. Ég hef ekki tíma eða virðingu fyrir þeim sem taka ólögleg lyf,“ sagði Mack Horton þá og bætti við: „Ég sætti mig ekki við það að þegar íþróttamenn, sem hafa fallið á lyfjaprófi, fá enn að keppa,“ sagði Horton. Horton vann Ólympíugullið í Ríó en annars hefur Sun verið með talsverða yfirburði í þessari grein. Sun Yang er aftur kominn í vandræði vegna lyfjamála þótt að hann haldi enn fram sakleysi sínu. Hann hefur verið sakaður um að eyðileggja sýni til að sleppa við lyfjapróf og eins neita að fara í lyfjapróf af því að hann efaðist um réttindi þess sem var kominn til að taka prófið. Allt ýtir þetta undir gagnrýni Mack Horton og það eru sumir sem hrósa honum fyrir mótmæli sín. Mörgum finnst hann þó sjálfur sína mikla óvirðingu með þessu því það dreymir marga sundmenn um að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti. Ástralía Sund Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. Kínverjinn Sun Yang tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 400 metra skriðsundi og var að vinna þessa grein á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Hann vann einnig gullið 2013, 2015 og 2017. Það eru aftur á móti ekki allir sáttir með að Sun Yang sé að keppa. Einn af þeim er Mack Horton sem varð annar í þessu sundi og Horton þurfti einnig að sætta sig við annað sætið á heimsmeistaramótinu í Búdapest fyrir tveimur árum.Australian swimmer Mack Horton refused to share the podium with Chinese rival Sun Yang, years after accusing him of being a "drug cheat" Watch: https://t.co/vTZSLVykJGpic.twitter.com/FyZ4h5r8HR — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Sun Yang hefur verið ásakaður um að brjóta reglur í tengslum við lyfjapróf og Mack Horton kallar hann svindlara. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni þá steig Mack Horton aldrei upp á pallinn því hann vildi ekki deila verðlaunapallinum með „svindlara“. Mack Horton neitaði líka að láta taka mynd af sér með Sun Yang eins og venja er. Hann brosti hins vegar út að eyrum á mynd með Gabriele Detti frá Ítalíu sem fékk bronsið. Sun var dæmdur í þriggja mánaða bann árið 2014 eftir að örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Sun hélt því fram að hann hafi notað efnið vegna hjartavandamála. Deilur þeirra hófust fyrir alvöru á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem Horton sakaði Sun um að skvetta á sig í æfingalauginni. „Ég lét sem hann væri ekki þarna. Ég hef ekki tíma eða virðingu fyrir þeim sem taka ólögleg lyf,“ sagði Mack Horton þá og bætti við: „Ég sætti mig ekki við það að þegar íþróttamenn, sem hafa fallið á lyfjaprófi, fá enn að keppa,“ sagði Horton. Horton vann Ólympíugullið í Ríó en annars hefur Sun verið með talsverða yfirburði í þessari grein. Sun Yang er aftur kominn í vandræði vegna lyfjamála þótt að hann haldi enn fram sakleysi sínu. Hann hefur verið sakaður um að eyðileggja sýni til að sleppa við lyfjapróf og eins neita að fara í lyfjapróf af því að hann efaðist um réttindi þess sem var kominn til að taka prófið. Allt ýtir þetta undir gagnrýni Mack Horton og það eru sumir sem hrósa honum fyrir mótmæli sín. Mörgum finnst hann þó sjálfur sína mikla óvirðingu með þessu því það dreymir marga sundmenn um að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti.
Ástralía Sund Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira