Forsetahjónin verða með á Unglingalandsmóti UMFÍ í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 16:30 Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt nokkrum flottum íþróttakrökkum. Mynd/UMFÍ Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Elíza Reid forsetafrú ásamt börnum ætla að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmót UMFÍ verður sett með formlegum hætti á íþróttavellinum á Höfn föstudaginn 2. ágúst og er á dagskránni að forseti Íslands flytji þar ávarp. Forseti Íslands er verndari ungmennafélagshreyfingarinnar. Guðmundur Hjaltason, langafi Guðna Th. Jóhannessonar, mikill og ötull talsmaður hreyfingarinnar. Átti hann drjúgan hlut í að koma henni á laggirnar skömmu eftir aldamótin 1900 og var annar tveggja fyrstu ritstjóra Skinfaxa, tímarits UMFÍ. Herra Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid eiga fjögur börn saman sem eru á aldrinum sex til tólf ára en það eru þau Duncan Tindur, Donald Gunnar, Sæþór Peter og Edda Margrét sem er yngst. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið frá árinu 1992 hefur unnið sér fastan sess hjá fjölskyldum um allt land sem helsti viðburðurinn um verslunarmannahelgi.Mynd/UMFÍMótið er fyrir ellefu til átján ára þátttakendur sem reyna við sig í fjölda stórskemmtilegra íþróttagreina. Vinsælustu greinar mótsins eru knattspyrna, frjálsar íþróttir og körfubolti. Átján aðrar íþróttagreinar verða í boði en þar á meðal eru bogfimi, hlaupaskotfimi, frisbígolf, glíma, götuhjólreiðar, motocross, stafsetning, upplestur og meira að segja kökuskreytingar. Þótt keppnisgreinar eru ætlaðar fyrir ellefu til átján ára krakka þá er margt í boði fyrir alla fjölskylduna sem kemur á mótið. Í námunda við íþróttasvæðið verður sett upp leikjatorg og verður þar hægt að fara í brennibolta, fótboltapool, ringó, ganga á stultum og margt fleira. Auk alls þess sem fylgir aðgangi að mótinu verða tónleikar á hverju kvöldi á meðan Unglingalandsmótinu stendur. Á mótinu kemur fram helsta tónlistarfólk þjóðarinnar. DJ Sura, sem hefur gert það gott með Cyber og Reykjavíkurdætrum, setur kvöldvökurnar strax fimmtudaginn 1. ágúst. Kvöldið eftir stíga á stokk rappbræðurnir í Úlfur Úlfur og Salka Sól, síðan koma Bríet og Evróvisjónstjarnan Daði Freyr. Una Stef og hljómsveit og GDRN loka svo mótinu sunnudagskvöldið 4. ágúst. Forseti Íslands Íþróttir Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Elíza Reid forsetafrú ásamt börnum ætla að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmót UMFÍ verður sett með formlegum hætti á íþróttavellinum á Höfn föstudaginn 2. ágúst og er á dagskránni að forseti Íslands flytji þar ávarp. Forseti Íslands er verndari ungmennafélagshreyfingarinnar. Guðmundur Hjaltason, langafi Guðna Th. Jóhannessonar, mikill og ötull talsmaður hreyfingarinnar. Átti hann drjúgan hlut í að koma henni á laggirnar skömmu eftir aldamótin 1900 og var annar tveggja fyrstu ritstjóra Skinfaxa, tímarits UMFÍ. Herra Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid eiga fjögur börn saman sem eru á aldrinum sex til tólf ára en það eru þau Duncan Tindur, Donald Gunnar, Sæþór Peter og Edda Margrét sem er yngst. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið frá árinu 1992 hefur unnið sér fastan sess hjá fjölskyldum um allt land sem helsti viðburðurinn um verslunarmannahelgi.Mynd/UMFÍMótið er fyrir ellefu til átján ára þátttakendur sem reyna við sig í fjölda stórskemmtilegra íþróttagreina. Vinsælustu greinar mótsins eru knattspyrna, frjálsar íþróttir og körfubolti. Átján aðrar íþróttagreinar verða í boði en þar á meðal eru bogfimi, hlaupaskotfimi, frisbígolf, glíma, götuhjólreiðar, motocross, stafsetning, upplestur og meira að segja kökuskreytingar. Þótt keppnisgreinar eru ætlaðar fyrir ellefu til átján ára krakka þá er margt í boði fyrir alla fjölskylduna sem kemur á mótið. Í námunda við íþróttasvæðið verður sett upp leikjatorg og verður þar hægt að fara í brennibolta, fótboltapool, ringó, ganga á stultum og margt fleira. Auk alls þess sem fylgir aðgangi að mótinu verða tónleikar á hverju kvöldi á meðan Unglingalandsmótinu stendur. Á mótinu kemur fram helsta tónlistarfólk þjóðarinnar. DJ Sura, sem hefur gert það gott með Cyber og Reykjavíkurdætrum, setur kvöldvökurnar strax fimmtudaginn 1. ágúst. Kvöldið eftir stíga á stokk rappbræðurnir í Úlfur Úlfur og Salka Sól, síðan koma Bríet og Evróvisjónstjarnan Daði Freyr. Una Stef og hljómsveit og GDRN loka svo mótinu sunnudagskvöldið 4. ágúst.
Forseti Íslands Íþróttir Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira