Tveir íslenskir sendifulltrúar til Sýrlands á vegum Rauða krossins Heimsljós kynnir 9. ágúst 2019 16:15 Jón Eggert Víðisson og Lilja Óskarsdóttir Rauði kross Íslands Rauði krossinn á Íslandi hefur tilkynnt að tveir íslenskir sendifulltrúar hefðu í nýliðnum mánuði farið til Sýrlands þar sem þeir starfa í neyðartjaldssjúkrahúsi í Al-Hol flóttamannabúðunum. Al-Hol flóttamannabúðirnar eru í norðurhluta Sýrlands en neyðartjaldssjúkrahúsið hefur verið starfrækt þar frá því í maí síðastliðnum. 70 þúsund manns dvelja í búðunum, þorri þeirra eru konur og börn sem flúið hafa stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi undanfarna mánuði. Veitir sjúkrahúsið þeim nauðsynlega þjónustu. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu Rauða krossins starfa sendifulltrúarnir tveir, þau Jón Eggert Víðisson og Lilja Óskarsdóttir, á sjúkrahúsinu fram á haustið. Jón Eggert sinnir fjármálastjórnun og almennum umsýslurekstri spítalans á næstu mánuðum en Lilja starfar sem deildarhjúkrunarfræðingur til loka ágúst. Lilja hefur verið sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára og hefur m.a. starfað í neyðartjaldsjúkrahúsum í Bangladess, Filippseyjum, Nepal, Haítí og víðar. Jón Eggert er í sinni fyrstu starfsferð fyrir Rauða krossinn á erlendum vettvangi en hann hefur áður sinnt störfum í Afríku og Asíu fyrir samtökin Læknar án landamæra. Í byrjun árs 2018 gerðu Rauði krossinn á Íslandi og utanríkisráðuneytið með sér rammasamning um alþjóðlega mannúðaraðstoð og gildir hann til loka árs 2020. Samningurinn nær til allra óeyrnarmerktra framlaga ráðuneytisins til mannúðaraðstoðar RKÍ, þar á meðal til verkefna í Sýrlandi, og er ætlað að auka viðbragðsflýti og skilvirkni í mannúðaraðstoð. Áhersla á Sýrland er í samræmi við viljayfirlýsingu utanríkisráðherra frá því fyrra um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi og nágrannaríkjum þess sem miða að því að veita sýrlensku flóttafólki nauðsynlega aðstoð.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Rauði krossinn á Íslandi hefur tilkynnt að tveir íslenskir sendifulltrúar hefðu í nýliðnum mánuði farið til Sýrlands þar sem þeir starfa í neyðartjaldssjúkrahúsi í Al-Hol flóttamannabúðunum. Al-Hol flóttamannabúðirnar eru í norðurhluta Sýrlands en neyðartjaldssjúkrahúsið hefur verið starfrækt þar frá því í maí síðastliðnum. 70 þúsund manns dvelja í búðunum, þorri þeirra eru konur og börn sem flúið hafa stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi undanfarna mánuði. Veitir sjúkrahúsið þeim nauðsynlega þjónustu. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu Rauða krossins starfa sendifulltrúarnir tveir, þau Jón Eggert Víðisson og Lilja Óskarsdóttir, á sjúkrahúsinu fram á haustið. Jón Eggert sinnir fjármálastjórnun og almennum umsýslurekstri spítalans á næstu mánuðum en Lilja starfar sem deildarhjúkrunarfræðingur til loka ágúst. Lilja hefur verið sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára og hefur m.a. starfað í neyðartjaldsjúkrahúsum í Bangladess, Filippseyjum, Nepal, Haítí og víðar. Jón Eggert er í sinni fyrstu starfsferð fyrir Rauða krossinn á erlendum vettvangi en hann hefur áður sinnt störfum í Afríku og Asíu fyrir samtökin Læknar án landamæra. Í byrjun árs 2018 gerðu Rauði krossinn á Íslandi og utanríkisráðuneytið með sér rammasamning um alþjóðlega mannúðaraðstoð og gildir hann til loka árs 2020. Samningurinn nær til allra óeyrnarmerktra framlaga ráðuneytisins til mannúðaraðstoðar RKÍ, þar á meðal til verkefna í Sýrlandi, og er ætlað að auka viðbragðsflýti og skilvirkni í mannúðaraðstoð. Áhersla á Sýrland er í samræmi við viljayfirlýsingu utanríkisráðherra frá því fyrra um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi og nágrannaríkjum þess sem miða að því að veita sýrlensku flóttafólki nauðsynlega aðstoð.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent