Bubbi söng um hommana á Borginni með taktlausan forseta á fremsta bekk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2019 11:00 Bubbi Morthens sagði sögur frá þeim tímum þar sem orðið hommi var ljótt orð á vörum margra. Síðan hefur margt breyst til hins betra. Vísir/Kolbeinn Tumi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru heiðursgestir á opnunarhátíð Hinsegin daga sem fram fór í stóra salnum í Háskólabíó í gærkvöldi. Þau segja mikilvægt að styðja í verki gildi fjölbreytni og umburðarlyndis í samfélaginu. Nokkur hundruð manns voru mætt á skemmtunina sem hófst með fordrykk klukkan 20 og enn voru helstu stuðboltar að dansa í anddyri bíósins eftir miðnætti. Meðal þeirra sem fram komu á hátíðinni voru tónlistarfólkið Lay Low, Bubbi Morthens, Friðrik Ómar og Selma Björnsdóttir auk danslistamannsins Andrean Sigurgeirssonar sem kom fram með hópi kvendansara. Listamenn komu fram í stórglæsilegu dragi en sumir þeirra sem komu fram í gær gerðu það líka á fyrstu hátíðinni árið 1999. Bubbi flutti nýtt lag á hátíðinni, lagið Regnbogans stræti, af samnefndri plötu sem kemur út í dag. Þá flutti hann sömuleiðis Strákarnir á Borginni sem vakti mikla lukku. Var það rifjað upp að Bubbi hefði verið í fararbroddi í að sýna samkynhneigðum stuðning í verki á sínum tíma.Klippa: Bubbi - Strákarnir á Borginni (opnun Reykjavík Pride) Þá flutti Aaron Ísak Berry nýja útgáfu af laginu Ég er eins og ég er og slúttaði þar með kvöldinu. Aaron Ísak sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna í vor.Heiður að geta þegið boðið Forsetahjónin skemmtu sér vel á hátíðinni á fremsta bekk, klöppuðu með og jafnvel mátti sjá varir hreyfast í helstu Eurovision slögurum þegar leið á kvöldið. Að skemmtun lokinni, þegar ljósin höfðu verið kveikt, voru fjölmargir sem gáfu sig á tal við hjónin og smellt var í nokkrar sjálfur.Forsetahjónin voru með þeim síðustu til að yfirgefa Háskólabíó enda vildu margir ræða aðeins við þau um daginn og veginn.Vísir/Kolbeinn Tumi„Oh my god,“ heyrðist í erlendum gesti sem kynnt var fyrir forsetahjónunum. Þau kipptu sér lítið upp við það, buðu upp á myndatökur og spjall áður en blaðamaður náði að ræða við þau í stutta stund. Komið langt fram yfir miðnætti en dagskráin dróst töluvert á langin þó skemmtileg væri. „Það er heiður og ánægja að því að vera boðið og geta þegið gott boð. Það var bæði skemmtanagildið og svo hitt að geta stutt í verki gildi fjölbreytni og umburðarlyndis í samfélaginu. Hér var gott að vera í góðra vina hópi,“ sagði Guðni forseti. Eliza talaði á sömu nótum. „Það var ótrúleg stemmning eins og alltaf og mjög gaman. Mér finnst mikilvægt að mæta og sýna öllu samfélaginu stuðning.“Magnús Magnús Magnússon sem Hallgrímur Ólafsson túlkaði eftirminnilega.RÚVLítill Magnús Magnús Magnússon Forsetahjónin klöppuðu með þegar við átti. Fólk grínaðist með það að Guðni væri líklega ekki taktfastasti forseti sögunnar þegar kæmi að klappinu. Hans styrkleikar lægju á öðrum sviðum.Blaðamaður hitti á forsetahjónin í Hollandi 2017 þar sem klappgeta Guðna var til umræðu í framhaldi af áramótaskaupinu þar sem Magnús Magnús Magnússon, stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu, fór mikinn. Honum var fyrirmunað að ná að klappa með Víkingaklappinu. Guðni hefur lítið bætt sig á þessu sviði. „Hann er alveg eins vondur og áður,“ sagði Eliza og hló. „En hann reyndi og það skiptir mestu máli. Við erum öll bara eins og við erum.“ Guðni bætti við að í honum væri einfaldlega lítill Magnús Magnús Magnússon. Hinsegin Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru heiðursgestir á opnunarhátíð Hinsegin daga sem fram fór í stóra salnum í Háskólabíó í gærkvöldi. Þau segja mikilvægt að styðja í verki gildi fjölbreytni og umburðarlyndis í samfélaginu. Nokkur hundruð manns voru mætt á skemmtunina sem hófst með fordrykk klukkan 20 og enn voru helstu stuðboltar að dansa í anddyri bíósins eftir miðnætti. Meðal þeirra sem fram komu á hátíðinni voru tónlistarfólkið Lay Low, Bubbi Morthens, Friðrik Ómar og Selma Björnsdóttir auk danslistamannsins Andrean Sigurgeirssonar sem kom fram með hópi kvendansara. Listamenn komu fram í stórglæsilegu dragi en sumir þeirra sem komu fram í gær gerðu það líka á fyrstu hátíðinni árið 1999. Bubbi flutti nýtt lag á hátíðinni, lagið Regnbogans stræti, af samnefndri plötu sem kemur út í dag. Þá flutti hann sömuleiðis Strákarnir á Borginni sem vakti mikla lukku. Var það rifjað upp að Bubbi hefði verið í fararbroddi í að sýna samkynhneigðum stuðning í verki á sínum tíma.Klippa: Bubbi - Strákarnir á Borginni (opnun Reykjavík Pride) Þá flutti Aaron Ísak Berry nýja útgáfu af laginu Ég er eins og ég er og slúttaði þar með kvöldinu. Aaron Ísak sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna í vor.Heiður að geta þegið boðið Forsetahjónin skemmtu sér vel á hátíðinni á fremsta bekk, klöppuðu með og jafnvel mátti sjá varir hreyfast í helstu Eurovision slögurum þegar leið á kvöldið. Að skemmtun lokinni, þegar ljósin höfðu verið kveikt, voru fjölmargir sem gáfu sig á tal við hjónin og smellt var í nokkrar sjálfur.Forsetahjónin voru með þeim síðustu til að yfirgefa Háskólabíó enda vildu margir ræða aðeins við þau um daginn og veginn.Vísir/Kolbeinn Tumi„Oh my god,“ heyrðist í erlendum gesti sem kynnt var fyrir forsetahjónunum. Þau kipptu sér lítið upp við það, buðu upp á myndatökur og spjall áður en blaðamaður náði að ræða við þau í stutta stund. Komið langt fram yfir miðnætti en dagskráin dróst töluvert á langin þó skemmtileg væri. „Það er heiður og ánægja að því að vera boðið og geta þegið gott boð. Það var bæði skemmtanagildið og svo hitt að geta stutt í verki gildi fjölbreytni og umburðarlyndis í samfélaginu. Hér var gott að vera í góðra vina hópi,“ sagði Guðni forseti. Eliza talaði á sömu nótum. „Það var ótrúleg stemmning eins og alltaf og mjög gaman. Mér finnst mikilvægt að mæta og sýna öllu samfélaginu stuðning.“Magnús Magnús Magnússon sem Hallgrímur Ólafsson túlkaði eftirminnilega.RÚVLítill Magnús Magnús Magnússon Forsetahjónin klöppuðu með þegar við átti. Fólk grínaðist með það að Guðni væri líklega ekki taktfastasti forseti sögunnar þegar kæmi að klappinu. Hans styrkleikar lægju á öðrum sviðum.Blaðamaður hitti á forsetahjónin í Hollandi 2017 þar sem klappgeta Guðna var til umræðu í framhaldi af áramótaskaupinu þar sem Magnús Magnús Magnússon, stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu, fór mikinn. Honum var fyrirmunað að ná að klappa með Víkingaklappinu. Guðni hefur lítið bætt sig á þessu sviði. „Hann er alveg eins vondur og áður,“ sagði Eliza og hló. „En hann reyndi og það skiptir mestu máli. Við erum öll bara eins og við erum.“ Guðni bætti við að í honum væri einfaldlega lítill Magnús Magnús Magnússon.
Hinsegin Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira