Enski boltinn

Ákváðu að selja Lukaku eftir að hann lenti upp á kant við Mike Phelan í Kína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku fagnar marki með Belgum í sumar.
Lukaku fagnar marki með Belgum í sumar. vísir/getty
Manchester United ákvað að selja Romelu Lukaku eftir að hann lenti upp á kant við Mike Phelan, aðstoðarþjálfari Manchester United, í æfingarferð liðsins í Kína.

Lukaku var í gær staðfestur sem leikmaður Inter Mílan en Belginn hefur viljað burt frá Man. Utd í allt sumar. Hann fékk svo ósk sína uppfyllta í gær.

Enski vefmiðillinn, Daily Mirror, greinir frá því að Lukaku og Phelan hafi lent upp á kant við hvorn annan í Sjanghæ er Man. Utd var þar í æfingarferð.







Öryggisvörður taldi leikmenn Manchester United í rútunni sem átti að ferða þá frá Sjanghæ til Hongkou leikvangsins. Þar voru allir leikmenn mættir nema Lukaku.

Phelan hélt nú ekki og sagði rútubílstjóranum bara að drífa sig af stað. Lukaku þurfti því að redda sér sjálfur niður á leikvöllinn og var allt annað en sáttur þegar hann mætti á leikvanginn.

Aðstoðarþjálfarinn, Phelan, sagði þá við Lukaku að það væri hans ákvörðun að hafa lagt af stað og eiga þeir að hafa rifist heiftarlega yfir þessari ákvörðun.

Eftir þetta sáu forráðamenn United í hvað stefndi og vildu losa sig við Lukaku. Hann fór með í allar æfingarferðir United en spilaði ekki í neinum einasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×