Körfubolti

Basile á Krókinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dedrick Deon Basile í oddaleik Vals og Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn.
Dedrick Deon Basile í oddaleik Vals og Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn. vísir/anton

Bandaríski leikstjórnandinn Dedrick Deon Basile er genginn í raðir Tindastóls frá Grindavík.

Basile er á leið í sitt fimmta tímabil á Íslandi. Fyrsta tímabilið lék hann með Þór á Akureyri, svo tímabil með Njarðvík áður en hann fór til Grindavíkur í fyrra.

Basile hefur nú söðlað um og samið við Tindastól sem endaði í 7. sæti Subway deildarinnar á síðasta tímabili.

Hinn 29 ára Basile er fyrsti leikmaðurinn sem Benedikt Guðmundsson, nýr þjálfari Tindastóls, fær til liðsins. Hann þekkir vel til Basiles en hann spilaði undir hans stjórn hjá Njarðvík.

Á síðasta tímabili var Basile með 21,8 stig, 4,3 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í deilda- og úrslitakeppni. Grindavík fór alla leið í einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið tapaði fyrir Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×