474 laxa vikuveiði í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2019 13:00 Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru birtar í gær á vef Landssambands Veiðifélaga og ekki beint gleðilegur lestur. Það er þó ljósið í myrkrinu að sjá að veiðin í Eystri Rangá er mjög góð en vikuveiðin þar var 474 laxar. Heildarveiðin í ánni er komin í 1.823 laxa sem er 180 löxum minna en 2018 en þessi munur getur skýrst að stórum hluta af aðstæðum í ánni nokkra daga í lok júlí þegar áinn litaðist eins og hún á til að gera. Aðrar ár með ágæta vikuveiði eru til dæmis Selá í Vopnafirði með 188 laxa, Ytri Rangá með 149 laxa sem er þó langt undir væntingum og Laxá á Ásum með 83 laxa. Eystri Rangá er eina áinn á listanum sem er komin yfir 1.000 laxa og það er orðið ljóst að veiðin á vesturlandi er mun minni en hún var 2014 en bæði koma þar til einhver erfiðustu skilyrði sem laxar og veiðimenn hafa mætt en eins er einfaldlega um minni göngur að ræða. Veiðimenn eru áfram hvattir til að sleppa öllum laxi til að tryggja að meira verði eftir af hrygningarfiski í lok vertíðar og í flestum tilfellum hafa veiðimenn tekið þessum tilmælum mjög vel. Það eru þó nokkur dæmi um að veiðimenn hafi ekki tekið þessum tilmælum vel og hirrt þá fiska sem þeir mega hirða samkvæmt kvótareglum í þeim ám sem það á við og það er í raun ekkert við því að segja. Heildarlistann má finna á www.angling.is Mest lesið Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Frábær veiði í Ytri Rangá Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Helgarviðtal: Hljóp klofið úr vöðlunum á bökkum Öxnadalsár Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Bleikjan varla farinn að sýna sig á Þingvöllum Veiði
Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru birtar í gær á vef Landssambands Veiðifélaga og ekki beint gleðilegur lestur. Það er þó ljósið í myrkrinu að sjá að veiðin í Eystri Rangá er mjög góð en vikuveiðin þar var 474 laxar. Heildarveiðin í ánni er komin í 1.823 laxa sem er 180 löxum minna en 2018 en þessi munur getur skýrst að stórum hluta af aðstæðum í ánni nokkra daga í lok júlí þegar áinn litaðist eins og hún á til að gera. Aðrar ár með ágæta vikuveiði eru til dæmis Selá í Vopnafirði með 188 laxa, Ytri Rangá með 149 laxa sem er þó langt undir væntingum og Laxá á Ásum með 83 laxa. Eystri Rangá er eina áinn á listanum sem er komin yfir 1.000 laxa og það er orðið ljóst að veiðin á vesturlandi er mun minni en hún var 2014 en bæði koma þar til einhver erfiðustu skilyrði sem laxar og veiðimenn hafa mætt en eins er einfaldlega um minni göngur að ræða. Veiðimenn eru áfram hvattir til að sleppa öllum laxi til að tryggja að meira verði eftir af hrygningarfiski í lok vertíðar og í flestum tilfellum hafa veiðimenn tekið þessum tilmælum mjög vel. Það eru þó nokkur dæmi um að veiðimenn hafi ekki tekið þessum tilmælum vel og hirrt þá fiska sem þeir mega hirða samkvæmt kvótareglum í þeim ám sem það á við og það er í raun ekkert við því að segja. Heildarlistann má finna á www.angling.is
Mest lesið Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Frábær veiði í Ytri Rangá Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Helgarviðtal: Hljóp klofið úr vöðlunum á bökkum Öxnadalsár Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Bleikjan varla farinn að sýna sig á Þingvöllum Veiði