Disney ætlar að endurgera Home Alone Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2019 08:06 Macaulay Culkin í Home Alone. IMDB Afþreyingarfyrirtækið Disney hefur í hyggju að endurgera hina sígildu kvikmynd Home Alone sem sló í gegn árið 1990. Um er að ræða jólamynd sem flestir hafa séð en hún segir frá hinum unga Kevin McCallister sem fyrir slysni er skilinn eftir einn heima og þarf að verja heimilið fyrir bíræfnum innbrotsþjófum. Myndin gerði Macaulay Culkin að einni skærustu stjörnu heims um tíma en Disney ætlar að endurgera myndina og er ætlunin að hún verði aðgengileg áskrifendum streymisveitunnar Disney+. Disney festi nýverið kaup á myndverinu 20th Century Fox og er ætlunin að endurgera nokkra af stærstu titlunum sem þaðan koma. Þar á meðal Night at the Museum, Diary of a Wimpy Kid og Cheaper By the Dozen. Disney+ verður aðgengilegt í Bandaríkjunum í nóvember en í Bretlandi á næsta ári. Disney hefur átt fádæma velgengni að fagna í ár en fyrirtækið á fimm af sex stærstu myndum ársins. Af þeim fimm hafa fjórar þénað yfir milljarð dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Með kaupunum á 20th Century Fox fær Disney einnig yfirráð yfir titlum á borð við Avatar, Planet of the Apes, X-Men og Deadpool. Disney á einnig star Wars og Marvel-myndirnar. Disney Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Afþreyingarfyrirtækið Disney hefur í hyggju að endurgera hina sígildu kvikmynd Home Alone sem sló í gegn árið 1990. Um er að ræða jólamynd sem flestir hafa séð en hún segir frá hinum unga Kevin McCallister sem fyrir slysni er skilinn eftir einn heima og þarf að verja heimilið fyrir bíræfnum innbrotsþjófum. Myndin gerði Macaulay Culkin að einni skærustu stjörnu heims um tíma en Disney ætlar að endurgera myndina og er ætlunin að hún verði aðgengileg áskrifendum streymisveitunnar Disney+. Disney festi nýverið kaup á myndverinu 20th Century Fox og er ætlunin að endurgera nokkra af stærstu titlunum sem þaðan koma. Þar á meðal Night at the Museum, Diary of a Wimpy Kid og Cheaper By the Dozen. Disney+ verður aðgengilegt í Bandaríkjunum í nóvember en í Bretlandi á næsta ári. Disney hefur átt fádæma velgengni að fagna í ár en fyrirtækið á fimm af sex stærstu myndum ársins. Af þeim fimm hafa fjórar þénað yfir milljarð dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Með kaupunum á 20th Century Fox fær Disney einnig yfirráð yfir titlum á borð við Avatar, Planet of the Apes, X-Men og Deadpool. Disney á einnig star Wars og Marvel-myndirnar.
Disney Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein