Tekur þátt í stærstu sviðslistahátíð heims Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Hún segir sýningarnar hafa gengið einstaklega vel hingað til, fyrir utan eina, þar sem einungis þrír gestir mættu. Snjólaug Lúðvíksdóttir hefur verið uppistandari í sex ár og er um þessar mundir stödd í Edinborg í Skotlandi. Þar fer nú fram ein stærsta grín og sviðslistahátíð í heimi, Edinburgh Festival Fringe. Í borginni býr um hálf milljón en talið er að íbúafjöldinn fari upp í rúma milljón á meðan á hátíðinni stendur. „Ég er smá að hoppa í djúpu laugina hérna í Edinborg. Ég er að sýna frumraun í uppistandi á eigin vegum hérna á Fringe Festival. Það er þá í fyrsta sinn sem uppistandari heldur uppi sinni eigin sýningu sem er 50 mínútur eða lengri,“ segir Snjólaug. Sýningin heitir Let it snow. „Ég komst inn hjá rosalega flottu fyrirtæki sem heitir Gilded Balloon og er eiginlega langstærsta svona grínbatteríið hérna í Skotlandi. Þau sjá svolítið um mig hérna úti og ég var mjög glöð að komast í samstarf með þeim.“ Sýning Snjólaugar er klukkan 20.30 að kvöldi, nánast hvern einasta dag hátíðarinnar, sem stendur í tæpan mánuð. „Þetta eru sem sagt 24 sýningar á 26 dögum. Þetta er frekar mikið og getur verið mjög stressandi. Þó að ég sé bara klukkutíma á sviði þá kemst eiginlega ekkert annað að, þetta tekur alveg yfir allt. En það er búið að ganga vel. Ég er núna búin með sex eða sjö sýningar og bara ein af þeim gekk illa, eða það voru bara þrjár manneskjur í salnum,“ segir Snjólaug og bætir svo við: „Ég held reyndar að það sé eitthvað sem allir uppistandarar hérna þurfi að ganga í gegnum. Nokkurs konar manndómsvígsla inn í uppistandarasamfélagið.“ Snjólaug komst á skrá hjá Gilded Balloon með því að sækja um og senda þeim myndband. „Þau velja alls ekki alla sem senda inn myndband, þannig að ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirtækið er eitt af fjórum stórum umboðsskrifstofum í Edinborg sem sjá að mestu um Fringe-hátíðina, en hún fer fram árlega í ágúst. „Þetta er bara almenn sviðslista- og grínhátíð. Það eru líka leikrit og improv ásamt uppistandinu, sem er þó stærsti hluti hátíðarinnar. Þetta er ein stærsta grínhátíð í heimi. Hingað koma ekki bara þeir sem eru að koma fram því það mætir líka mikið af bransaliði. Það eru bara allir hérna,“ segir Snjólaug. Hún segir þetta vera skemmtilega lífsreynslu þó að þetta sé líka algjör ringulreið. „Ég elska að vera hérna. Ég hef farið á einhverjar hliðarsýningar og komst að á Late'n'Live, sem er ein stærsta og elsta miðnætursýningin á hátíðinni. Þar kom ég fram með tíu mínútna sett og eftir sýninguna dreifir maður svo miðum um eigin sýningu til þeirra sem hafa áhuga.“ Snjólaug hefur hingað til komið mest fram með styttri uppistönd og þá á kvöldum ásamt uppistöndurum á borð við Bylgju Babýlons og Hugleik Dagsson. „Mig langar mikið að sýna Let it snow heima, þá á íslensku. Ég er þó ekki alveg búin að ákveða það. Svo er ég líka stundum á Secret cellar, ég æfði mig þar fyrir Fringe í alveg tvo mánuði.“ Hún hefur í nógu að snúast á næstunni og er vinsæll veislustjóri. „Svo er ég bókuð á mjög flotta tónlistarhátíð sem heitir End of the road. Þar kem ég fram með stórum nöfnum á borð við David O’Doherty, Fern Brady, Jamali Maddix. Ég held þangað um leið og Fringe lýkur,“ segir Snjólaug. Birtist í Fréttablaðinu Skotland Uppistand Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Snjólaug Lúðvíksdóttir hefur verið uppistandari í sex ár og er um þessar mundir stödd í Edinborg í Skotlandi. Þar fer nú fram ein stærsta grín og sviðslistahátíð í heimi, Edinburgh Festival Fringe. Í borginni býr um hálf milljón en talið er að íbúafjöldinn fari upp í rúma milljón á meðan á hátíðinni stendur. „Ég er smá að hoppa í djúpu laugina hérna í Edinborg. Ég er að sýna frumraun í uppistandi á eigin vegum hérna á Fringe Festival. Það er þá í fyrsta sinn sem uppistandari heldur uppi sinni eigin sýningu sem er 50 mínútur eða lengri,“ segir Snjólaug. Sýningin heitir Let it snow. „Ég komst inn hjá rosalega flottu fyrirtæki sem heitir Gilded Balloon og er eiginlega langstærsta svona grínbatteríið hérna í Skotlandi. Þau sjá svolítið um mig hérna úti og ég var mjög glöð að komast í samstarf með þeim.“ Sýning Snjólaugar er klukkan 20.30 að kvöldi, nánast hvern einasta dag hátíðarinnar, sem stendur í tæpan mánuð. „Þetta eru sem sagt 24 sýningar á 26 dögum. Þetta er frekar mikið og getur verið mjög stressandi. Þó að ég sé bara klukkutíma á sviði þá kemst eiginlega ekkert annað að, þetta tekur alveg yfir allt. En það er búið að ganga vel. Ég er núna búin með sex eða sjö sýningar og bara ein af þeim gekk illa, eða það voru bara þrjár manneskjur í salnum,“ segir Snjólaug og bætir svo við: „Ég held reyndar að það sé eitthvað sem allir uppistandarar hérna þurfi að ganga í gegnum. Nokkurs konar manndómsvígsla inn í uppistandarasamfélagið.“ Snjólaug komst á skrá hjá Gilded Balloon með því að sækja um og senda þeim myndband. „Þau velja alls ekki alla sem senda inn myndband, þannig að ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirtækið er eitt af fjórum stórum umboðsskrifstofum í Edinborg sem sjá að mestu um Fringe-hátíðina, en hún fer fram árlega í ágúst. „Þetta er bara almenn sviðslista- og grínhátíð. Það eru líka leikrit og improv ásamt uppistandinu, sem er þó stærsti hluti hátíðarinnar. Þetta er ein stærsta grínhátíð í heimi. Hingað koma ekki bara þeir sem eru að koma fram því það mætir líka mikið af bransaliði. Það eru bara allir hérna,“ segir Snjólaug. Hún segir þetta vera skemmtilega lífsreynslu þó að þetta sé líka algjör ringulreið. „Ég elska að vera hérna. Ég hef farið á einhverjar hliðarsýningar og komst að á Late'n'Live, sem er ein stærsta og elsta miðnætursýningin á hátíðinni. Þar kom ég fram með tíu mínútna sett og eftir sýninguna dreifir maður svo miðum um eigin sýningu til þeirra sem hafa áhuga.“ Snjólaug hefur hingað til komið mest fram með styttri uppistönd og þá á kvöldum ásamt uppistöndurum á borð við Bylgju Babýlons og Hugleik Dagsson. „Mig langar mikið að sýna Let it snow heima, þá á íslensku. Ég er þó ekki alveg búin að ákveða það. Svo er ég líka stundum á Secret cellar, ég æfði mig þar fyrir Fringe í alveg tvo mánuði.“ Hún hefur í nógu að snúast á næstunni og er vinsæll veislustjóri. „Svo er ég bókuð á mjög flotta tónlistarhátíð sem heitir End of the road. Þar kem ég fram með stórum nöfnum á borð við David O’Doherty, Fern Brady, Jamali Maddix. Ég held þangað um leið og Fringe lýkur,“ segir Snjólaug.
Birtist í Fréttablaðinu Skotland Uppistand Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira